Vikan


Vikan - 03.02.1972, Síða 20

Vikan - 03.02.1972, Síða 20
JENNIE Hún var fögur, stórgáfuð og ástríðufull, dóttir amerísks auðkýfings, hún giftist Randolph Churchill, var móðir Winstons og ástkona erfðaprinsins. Fyrra bindið af ævisögu henn- ar hefir verið lesið af milljónum. Hér kemur svolítill úrdráttur úr síðara bindi ævisögu hennar eftir Ralph G. Martin. Þetta ágrip segir frá hinum örlagaríku árum ævi hennar, báð- um megin við aldamótin ... Árið 1895 varð Jennie örlaga- ríkt. Eiginmaður hennar lézt í upphafi ársins, eftir langvar- andi veikindi. Það var syfilis, sem þjáði hann og hann var gersamlega óður. Nokkrum vik- um áður kvæntist elskhugi hennar, sem ekki gat beðið lengur. Synir hennar, Winston og Jack, áttu báðir við vanda- mál að stríða, vandamál, sem hún varð að taka tillit til. Lord Randolph Henry Spenc- er Churchill lét eftir sig eigur að upphæð 75.971 pund sterling (379.885 dollara), en megnið af því fór til að greiða skuldir hans og það sem af gekk var bundið í sjóðum til uppeldis sona hans. En ekkert hafði þó jafn mik- il áhrif á líf og framtíð hennar, eins og hjónaband mannsins, sem hún elskaði, en það var Charles Rudolf Andreas Kinsky. Og hann var líka ástfanginn af Jenny, elskaði hana af öllu hjarta. Kinsky hefði getað beðið eft- ir Jenny, en fjölskylda hans lagði fast að honum, sérstak- lega faðir hans, Kinsky prins, sem lét son sinn hafa eyðslufé, en það gekk fljótlega til þurrð- ar. Kinsky greifi gerði það af neyð að samþykkja þann ráða- hag, sem faðir hans hafði kosið honum til handa og kvæntist Elisabeth Wolff-Metternick, greifafrú. Jennie var bæði bitur og sár. En það voru miklar töggur í henni og ekkert var henni fjar- lægara en að gefast upp. Hún hafði oft orðið að horfast í augu við vandræði og hún lét ekki bugast heldur í þetta sinn. Áð- ur en varði var hún full af ákafa og lífsorku, meiri en nokkru sinni áður. Hún var ákveðin að mæta örðugleikun- um með reisn. Ennþá fékk hún árlega 10.000 dollara frá fjöl- skyldu sinni í New York. Hún var ákaflega smekkleg kona og fljót að koma auga á það bezta, hvort sem það voru föt, húsgögn, bækur eða karl- menn. Hún bar sig ávallt glæsi- lega og öllum fannst hún hlyti að hafa peninga, eða að minnsta kosti ætti ekki að vera í pen- ingahraki. En hún var aidrei vel fjáð, en á einhvern hátt var það þannig að það virtist ekki skipta hana máli. Það var ávallt skemmtilegt andrúmsloft í kringum Jennie. henni var það gefið að umvefja allt og alla ástúð og umhyggju. Þetta var henni eiginlegt og það laðaði að henni, ekki ein- göngu karlmenn, heldur líka konur. Þótt Kinsky greifi hafi fyrst og fremst verið aðdáandi henn- ar, þá var öllum ljóst að inni- legt samband hafði verið milli hennar og ríkiserfingjans, prinsins af Wales. Að vísu átti prinsinn vingott við margar aðrar konur. Sumar ástkonur hans voru meðal beztu vin- kvenna Jennie, en prinsinn hætti venjulega allri umgengni við þær, þegar ástarævintýrinu var lokið. En það gengdi öðru máli með Jennie. Hún sagði alltaf mein- ingu sína og kærði sig kollótta hvort honum fannst betur eða verr. Hann vissi að hann gat treyst henni og dómgreind hennar. Hann átti það til að biðja hana að fara yfir gestalista og velja veitingar, ef hann langaði til að hafa hóf handa fámennum hóp Jennie vissi hvaða vinum hann hafði mestar mætur á og hún vissi hvað honum þótti bezt að borða. Hún þekkti líka skap- bresti hans og hvernig átti að mæta þeim. Hann launaði henni með ríkulegum gjöfum og fór aldrei í launkofa með dálæti sitt á henni. Ef prinsessan, eiginkona hans, hefir verið afbrýðisöm í henn- ar garð, þá lét hún aldrei bera á því. Alexandra lét oft sem hún heyrði ekki kjaftasögur, en hún var ekki blind. Hún hélt oft kunningskap við ástkonur eiginmannsins, en vinátta henn- ar við Jennie var einlæg. Oft bauð hún Jennie, að lokinni veizlu, til herbergja sinna, og þá sátu þær langstundum og röbbuðu saman. Jennie var líka oft meðal gesta hennar í einka- samkvæmum. Alexandra og Jennie voru báðar ástríkar mæður og þeim hefur sennilega verið tíðrætt um börnin sín. Winston var þá tvítugur, en ennþá „drengurinn hennar mömmu“. f mörg ár, eiginlega fram að því að hann kvæntist, báru bréf hans vott um innilega ástúð, jafnvel til- beiðslu á móður hans, sem hann kallaði „kvöldstjörnuna skæru“. Föður sínum kynntist hann sáralítið, svo það varð móðir hans, sem átti mestan þátt í uppeldi hans utan skólans. Fyr- ir utan alla þá uppörvun, sem hún veitti honum, hugrekki og stefnufestu og ómetanleg bréfa- skipti milli þeirra mæðgina, kom hún honum líka í kynni við málsmetandi fólk, sem stuðlaði að góðum framtíðar- horfum hins unga sonar henn- ar, en umfram annað kynntist Winston gegnum hana þeim manni sem varð honum eina föðurfyrirmyndin, manninum, sem fremur öðrum þroskaði með honum þá gáfu, sem varð honum bezta haldreipið á lífs- leiðinni. Árið 1895, þegar Jennie bjó í París, kynntist hún Bourke Cockran. Það var sem þau væru sköpuð hvort fyrir annað. Þau voru bæði gædd leiftrandi gáf- um og þau voru óspör á að miðla öðrum af andríki sínu og glað- 20 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.