Vikan - 03.02.1972, Page 21
legri framkomu, peningum og
tíma.
Var það ekki nokkuð furðu-
legt að þau skildu vera stödd í
París á sama tíma? Jennie hafði
orðið ekkja aðeins mánuði áður
en hann missti konu sína, eftir
langvarandi sjúkdómslegu.
Bourke Cockran var um þetta
leyti mjög þekktur þingmaður
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Hann hafði mikla persónutöfra
og frábærlega fallega rödd,
„eins og lágvær, þungur þrumu-
gnýr, en hljómaði samt eins og
tónar lútunnar“. Það var írsk-
ur hljómur í glaðværum hlátri
hans.
Mörgum áratugum síðar
spurði Adlai Stevenson, sem
sjálfur var frábær ræðusnill-
ingur, Winston Churchill, hver
hefði kennt honum ræðusnilld
og stíl.
— Það var amerískur stjórn-
málamaður, sem varð mín fyr-
irmynd og kenndi mér að nota
hvert tónbrigði mannlegrar
raddar, eins og orgel, sagði
Churchill. Og Stevenson til
mikillar undrunar hafði Chur-
chill upp orðrétt langan kafla
úr einni þingræðu Cockrans,
sem hann hafði haldið sextíu
árum áður.
— Hann var mín fyrirmynd,
endurtók Churchill.
Veðrið hafði verið dásamlegt
allt vorið í París, en í London
hafði kuldinn og rakinn orðið
til að breiða út slæma inflú-
ensu. Móðir Jennie var mikið
veik, en Clara dóttir hennar
annaðist hana. í marz versnaði
frú Jerome og Jennie og Leonie
systir hennar flýttu sér frá Par-
ís til London. Cockran vildi ekki
verða einn eftir. Nokkrum dög-
um síðar stóð í Paris Heráld að
Bourke Cockran hefði farið til
Englands.
„Amma þín verður jörðuð á
morgun, föstudag”, skrifaði
Jennie Jack syni sínum til
Harrow, 4. apríl 1895. „Þú verð-
ur að hitta okkur á Charing
Cross klukkan ellefu ... Win-
ston er hér“. Jennie gat ekki
gert sér upp söknuð, sem hún
fann ekki fyrir; hún og móðir
hennar höfðu lifað hvor í sinni
veröld um margra ára skeið.
Jennie fannst sem England
væri sér í blóð borið, þótt hún
væri fædd í Ameríku. Henni
fannst útilokað að búsetja sig í
Ameríku, en Cockran var bund-
inn þar sterkum böndum. Það
var engin samningaleið til, ann-
aðhvort þeirra varð að slaka til.
Það hefir líklega verið aðal-
ástæðan fyrir því að leiðir
þeirra skildu, þau voru bæði
of stórbrotin til að láta í minni
pokann og það varð sársauka-
fullt fyrir þau bæði. Það varð
samt enginn hávaði út af að-
skilnaði þeirra og Cockran kom
oft til London, þangað til hann
kvæntist aftur. Jennie hafði
alltaf samband við hann og
sótti til hans ráðleggingar og
aðstoð.
Þegar Bourke sneri aftur til
Ameríku, fór Jennie til Aix-le-
Bains, sem var lítill en vel
þekktur bær í Suður-Frakk-
landi. Synir hennar skrifuðu
henni oft löng bréf. Winston
hafði farið til veðreiðanna í
Newmarket og skrifaði: „Prins-
inn spurði oft eftir þér og það
gerðu margir aðrir“. Annað
skipti hafði Winston borðað há-
degisverð í þinghúsinu: „Prins-
inn var þar og hann sá mig“.
Jennie gætti þess vel að svara
bréfum sona sinna og hún virti
skoðanir Winstons, sem hún
fann að var nú orðinn þroskað-
ur maður, en hún vílaði ekki
fyrir sér að rökræða við hann
og láta í ljós skoðanir sínar,
ekki sízt þegar henni fannst
hann hefði á röngu að standa
eða ekki haft nægilegar upp-
lýsingar. Hún hafði alltaf þá
trú að framtíð hans lægi á sviði
stjórnmála og hún gladdist
mjög, þegar hann skrifaði henni
meðan hann var í hernum. „Ég
held að ég sé á rangri hillu í
hernum“. Síðar sagði hann:
„Stjórnmálin eru skemmtilegur
leikur og það er vel þess virði
að kynna sér þau til hlýtar, áð-
ur en hugsað er til frama á
þeirri braut“. Hann sagðist líka
treysta henni til að hafa augun
opin fyrir tækifærum honum
til handa.
Synir Jennie voru ákaflega
ólikir á öllum sviðum. Jack var
á sextánda ári um þetta leyti.
Hann var hljóðlátur, meðal-
unglingur að stærð, en það var
greinilegt að hann yrði hærri
vexti en Winston. Hann var líka
fríðari sýnum. Hann tignaði
bróður sinn, sem hafði allt til
að bera, sem hann hafði ekki
sjálfur, skaraði fram úr, ævin-
týragjarn og dáður meðal fé-
laga sinni. Hann tilbað líka
móður sína. Jennie elskaði Jack
jafn innilega og Winston, en
hún hafði meiri áhyggjur af
honum, var eiginlega móður-
legri í hans garð og reyndi að
gæta betur heilsu hans.
Jack var ólíkur bróður sinum
í öllu, hann þrefaði aldrei við
móðir sína eða kappræddi, eins
og Winston gerði oft, og hann
Framhald á næstu síSu.
5. TBL. VIKAN 21