Vikan - 03.02.1972, Qupperneq 24
VIÐ ERUM EKKI AF
VÍKINGAKYNI FYRIR EKKI NEITT
Rætt við Pál Heiðar Jónsson
Páll HeiSar.
Þættir Páls Heiðars Jónssonar í hljóðvarpinu
hafa vakið mikla athygli og eiga sívaxandi vin-
sældum að fagna meðal hlustenda. Margir
þekkja að vísu Pál Heiðar, bæði frá því að
hann var einn víðförlasti starfsmaður sam-
vinnuhreyfingarinnar og frá Lundúnum, en
þar ojó hann og vann í nærri áratug sem skrif-
stofustjóri hjá Flugfélagi íslands. Engu að síð-
ur mun mörgum forvitni að kunna meiri skil
á þessum vinsæla og uppvaxandi útvarps-
manni, og af því tilefni sóttum við Pál heim
á Framnesvegi 11, þar sem hann býr ásamt
eiginkonu sinni Maríu Teresu, f. Gonsalves da
Silva, sem er spænsk að ætt, og tveimur börn-
um þeirra hjóna.
— Sökum okkar landlæga
ættfræðiáhuga ætla ég fyrst að
biðja þig að segja eitthvað frá
uppruna þínum og ætt, Páll,
því að ég geri að sjálfsögðu ráð
fyrir að þú sért fremur af
■KTTUM en beinlínis fólkki,
svo höfðað sé til eins fjöruþátt-
arins þíns í Timanum.
Mikil ósköp. Ég er kom-
inn af hinni víðkunnu Hörgs-
landsætt, það er að segja í föð-
urætt, og móðurættin er hin
þekkta Þórisholtsætt. Þessar
ættir held ég varla þurfi að
kynna.
Ættir þessar báðar eru
austan úr Skaftafellssýslu, er
ekki svo?
Já, þær eru rammskaft-
fellskar, báðar tvær.
— Hörgslandsætt mundi þó
ekki runnin frá Magnúsi á
Hörgslandi, ákvæðaskáldi því
er kvað niður heilan tyrknesk-
an sjóræningjaflota úti fyrir
söndunum, eða það minnir mig
ég hafi heyrt Þórberg segja.
Það er líklega ein alsérkenni-
legasta sjóorrusta mannkyns-
sögunnar.
Mér er það til efs. Þessi
Hörgslandsætt stofnaðist á sín-
um tíma fyrir tilverknað og til-
komu síra Jóns Steingrímsson-
ar eldklerks, en hann var Skag-
firðingur eins og þú veizt. Ég
er kominn í beinan legg af hon-
um i föðurætt. Það var mikið
af prestum í þessari ætt; séra
Páir i Þingmúla var einn af
mínum forfeðrum. Og svo mað-
ur komist nær nútímanum, þá
býst ég við að margir Sunn-
lendingar að minnsta kosti
kannist við afa minn, sem var
Páll Ólafsson, bóndi á Litlu-
Heiði í Mýrdal. Hann var með-
al annars mikill ferðamaður og
ur uppalandi og gæðamaður.
mér í barnsminni sem sérstak-
Og móðurættin?
Hana veit ég ekki eins
mikið um, langt frameftir. —
Móðurafi minn var Magnús
Finnbogason, kenndur við
Reynisdal i Reynishverfi. Hann
var mikill og alvarlegur fram-
sóknarmaður meðan hann var
og hét og einn af forustumönn-
um þess ágæta flokks í sýsl-
unni. Hann fluttist síðar á æv-
inni til Hafnarfjarðar og gerð-
ist mikill áhugamaður um
náttúrufræði, einkum og sér í
lagi skaftfellska fýlinn, og rit-
aði um hann merkar bók-
menntir. Auk þess safnaði hann
örnefnum og stundaði fræði-
mennsku. Þá hef ég heyrt um
langafa minn, Einar hreppstjóra
í Þórisholti. Um hans frægð
veit ég lítið nema að hann þótti
harðdrægur maður frekar og
illt að koma hreppsómögum inn
i hans hrepp. Hann lokaði þá
dyrum og skipaði 'svo fyrir að
enginn skyldi opna. En kona
hans var mildari og laumaði
þeim þá inn bakdyramegin.
Sjálfur reið hann um sveitir
með pipuhatt. Auk þess var
hann formaður að sjálfsögðu;
sjóróðrar voru sóttir þarna
undan Reynisdröngum.
— Æviferillinn í stuttu máli?
Hann hefst i Vík í Mýr-
dal. Það er með afbrigðum fal-
legt þorp, og eitt af sárfáum
þorpum hér á landi, sem ég hef
séð er hafa fríkkað með árun-
um. Landgræðsla hefur verið
þarna mikil og tekizt mjög vel,
þannig að þar sem ég lék mér
sem strákur á söndunum, rétt
fyrir framan þorpsgötuna, þar
eru nú als staðar uppgróin tún.
Þetta er verzlunarþorp fyrst
og fremst, og til skamms tíma
bitust verzlanirnar þarna ekki
einungis um viðskiptin, heldur
líka að mér skilst um sálir íbú-
anna. Það eru þarna nefpilega
tvö kaupfélög, það er að segja
KAUPFÉLAGIÐ, sem á aðild
að SÍS og safnaði að sér fram-
sóknarsálunum eins og gefur
að skilja, og hitt kaupfélagið,
sem er annað dæmið af tveim-
ur um að hinir hafi stofnað
kaupfélag til að koma sínum
málum áfram.
— Þú hefur auðvitað hleypt
heimdraganum snemma, eins og
gengur og gerist um unga og
efnilega menn?
— Ja, ég hleypti ekki heim-
draganum, það voru foreldrar
24 VIKAN 5. TBL.