Vikan


Vikan - 03.02.1972, Síða 26

Vikan - 03.02.1972, Síða 26
Ævintýraland Disneys Margir hafa eflaust komiö í Disneyland í Los Angeles. En áður en Walt Disney lézt, var hann byrjaöur aö vinna aö undirbúningi á nýjum skemmtigarði í Florida, sem heitir „Heimur Walt Disneys". Hann hefur nú verið opnaöur og er enn stórkostlegri en Disneylandiö gamla. Hér sjáum við nokkrar svipmyndir þaðan. WALT DISNEY hafði síðustu árin sem hann lifði stöðugt meiri áhyggjur af þróun stór- borga: vaxandi útþenslu, meng- un, hraða og hávaða og sí- minnkandi rými til að njóta lífsins. Á björtum októberdegi árið 1965 var hann staddur 16 míl- ur fyrir suðvestan bæinn Or- lando í Floridafylki í Banda- ríkjunum. í fylgd með honum voru allir helztu framkvæmda- stjórar hans og ^aðstoðarmenn Á svæðinu, sem þeir voru staddir á, hefði venjulegur maður aðeins séð óræktaða og óbyggða auðn. En Walt Dis- ney sá þegar í hillingum töfra- land, sem skyldi bera nafn hans og kallast „Heimur Walt Dis- neys“. Hann sá fyrir sér sum- Framhald á bls. 50. Teiknimyndapersónur Disneys, sem sumar hverjar eru fastir gestir í hverju tölublaði Vikunn- ar, setja svip sinn á nýja töfralandið í Florida. Hér sést Mikki mús, fyrsta persónan sem Disney skóp, stjórna hljómsveit. Það er rafmagnsheili, sem heldur orkestrinu gang- andi. Og hér ganga dvergarnir úr aavintýrinu um Mjall- hvít Ijóslifandi úti á götu i nýja töfralandinu og er ákaft fagnað af áhorf- endum. Nýtt og gamalt fer saman í „Heim Walt Disneys". Hvarvetna situr í fyrir- rúmi barnslegt ímyndun- arafl og mikil litagleði — samfara fullkomnustu tækni nútimans. -<

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.