Vikan - 03.02.1972, Side 32
— Ósköp er þetta falskt hjá j. eim, en þeir kunna líklega ekki
betur greyin!
myndsegulbandinu. Vélin hef-
ur ekki numið neitt af því sem
fram fór, sú tilraun varð til-
gangslaus.
En frú Gilmark hefur gefið
furðulega réttar skýrslur um
sögu hallarinnar. Og hún vissi
ekkert um hana fyrirfram, það
er alveg öruggt. Margt af því
sem hún sagði hefur aldrei ver-
ið skráð, en lifað í sögum, sem
hafa gengið mann frá manni
um aldaraðir. Thorild Lind-
gren, magister er bæði undrandi
og slegin óhug.
— Að öllum líkindum verð-
ur maður að skilja eftir opnar
dyr fyrir því sem maður ekki
skilur, segir hann. — Allt sem
frú Gilmark hefur sagt, passar
við þær staðreyndir sem við
þekkjum. En hvernig á að fá
samband við náttgengilinn og
fá hann til að hætta við að
trufla svefnró íbúanna með
þessu þunga fótataki? Hann má
ganga um eins og hann vill, en
ég verð reiður þegar hann vek-
ur mig.
☆
WALLENSTEIN ...
Framhald af bls. 15.
reyna að teyma hina þýzku
frændur sína með sér í stríð
sín á Niðurlöndum og á Ítalíu.
Til þess að tryggja einingu inn-
an Þýzkalands sjálfs þurfti
fyrst og fremst að jafna erj-
urnar milli mótmælenda og ka-
þólikka, sem voru þá enn hat-
ursfyllri og blóðugri en hlið-
stæð átök í írlandi um þessar
mundir. Það gerði Wallenstein
sér ljóst, og hann réð til þess
að báðir trúarflokkar fengju
jafnan rétt í ríkinu. Trúarof-
stæki var ekki hægt að bregða
honum um, og raunar var
hermt að hann væri trúlaus
með öllu.
En nú var Ferdínand keisari,
sem þeir. frændur flestir, sann-
trúuð kaþólsk smásál, og hann
gat ómögulega hugsað sér að
þola mótmælendur meðal þegna
sinna. Tilraunir hans til að út-
rýma mótmælendatrú úr rík-
inu drifu mótmælendur fljót-
lega til örþrifaráða. Ofan á allt
annað var Ferdínand ættræk-
inn, og vildi því ekki skiljast
frá frænda sínum Spánarkon-
ungi, sem var enn geggjaðri í
sínu kaþólska ofstæki en sjálf-
ur hann. Keisarinn, sem þó var
af göfugustu höfðingjaætt
þýzkrar þjóðar, var minni Þjóð-
verji en Tékkinn Wallenstein.
Auk þess mátti Wallenstein
standa í erjum við aðra þýzka
háaðalsmenn og kjörfursta,
þeirra helztan þann er yfir
Bæjaralandi ríkti, sem öfurid-
uðu og hötuðu hann af öllu
hjarta og óttuðust hann jafn-
framt, þar eð hann með her
sínum hafði nú ráð þeirra allra
í hendi sér. Þeir gáfu ekkert
fyrir friðarvilja hans og fengu
keisarann til að svipta hann
herstjórn.
Nú hefði kannski mátt ætla
að maður, sem hafði náð slík-
um völdum í eigin hendur sem
Wallenstein, hefði risið til geig-
vænlegrar andstöðu, en hann
yppti aðeins öxlum og sagði:
„Við skulum sjá hve lengi þið
getið án mín verið.“ Her hans
leystist upp. Sama ár, 1630,
gekk Gústaf Adólf Svíakonung-
ur með fríðu liði á land í
Pommern, og þýzkir mótmæl-
endur heilsuðu honum sem
frelsara. Tveimur árum síðar
var nær allt Þýzkaland á valdi
hinna ósigrandi Svía, sem
komnir voru allt suður að
Dóná.
Hvernig stóð á því að maður,
sem var orðinn nærfellt ein-
valdur, lét af völdunum af slíku
kæruleysi, og hvernig gat svo
skapandi stjórnmálamaður lát-
ið verk sitt ganga í súginn við-
námslaust? Var hann þá eftir
allt saman ævintýramaður, sem
aðeins lék sér með hæfileik-
ana og varð leiður á skjótunn-
um vinningi? Eða var hann enn
í hug og hjarta fyrst og fremst
Tékki, haldinn efasemdum um
það hvers vegna hann ætti að
vera að stritast við að vera
Þjóðverji? Golo Mann hefur á
þessu aðrar skýringar.
Ein er sú að þessi mikli her-
maður var í rauninni ekki her-
skár. Hann var enginn Napó-
leon. Hann lagði því aðeins til
orrustu að ekki yrði hjá því
komizt. Hann vildi halda stór-
an og öflugan her til þess að
hræða andstæðinga og óróa-
seggi til hlýðni, en helzt vildi
hann komast hjá að beita vopn-
unum. Hann var alhliða rök-
hyggjumaður fremur en her-
stjórnandi. Hann var allur fyr-
ir að byggja upp og skapa —
einnig heri, þegar ekki varð
hjá því komizt. En öllu betur
líkaði honum að byggja borg-
ir, leggja vegi, koma á fót
námurekstri, járnsmiðjum,
höllum, skrúðgörðum. Hann
skynjaði sig fyrst og fremst
sem listamann, og jafnvel í her-
búðunum lifði hann í „gullinni
einangrun", umkringdur þjón-
um og hvers kyns þægindum.
Hann hafði sjúklegt ofnæmi
fyrir hávaða — hvar sem hann
tók sér náttstað lét hann drepa
alla hunda, ketti og hana nær-
lendis, og eitt sinn kvað hann
í bræðikasti hafa látið hengja
þjón einn, sem vakið hafði hann
með því að gera hávaða óvilj-
andi.
Hroki hans tók engu tali.
Hann tók metnaðargirnd hans
langt fram, svo og dugnaði hans
og valdafýsn. Hann taldi það
langt neðan virðingar sinnar
að berjast fyrir hagsmunum
sínum. Hann taldi sig réttbor-
inn til valda sökum yfirburða
greindar og innsýni (sem hann
hafði að vísu til að bera); hann
gat með engu móti hlýtt ráð-
um annarra, gefið eftir, komið
til móts við, smjaðrað, þjónað.
Maðurinn, sem árum saman
hafði ráðið flestum ráðum fyr-
ir keisarann, sást ekki í Vín
eftir 1627. Hann vildi ekki fara
til hirðarinnar. Ef einhver
þurfti á honum að halda, varð
sá hinn sami að leita til hans.
Og ef enginn þurfti að leita til
hans, var enginn því fegnari
en hann. Sjálfur þarfnaðist
hann einskis, og veikindi og
þreyta efldu þennan hroka
með aldrinum.
Wallenstein var af mesta
æskualdri, er hann kom fram
á leiksvið sögunnar. Hann var
fjörutíu og eins árs, er hann í
fyrra skiptið tókst herstjórn á
hendur. Og hann lifði ekki
mjög heilsusamlega, þótt svo
að hann væri svo hreinlátur
að með undrum var talið á
þeirri tíð. Hann baðaði sig dag-
lega og alltaf í vatni blönduðu
ilmefnum. En hann var átvagl
hið mesta og vínsvelgur, svaf
langtum of lítið og eftir fer-
tugt þjáðist hann stöðugt af
gigt, síðar einnig af krankleika
í lifur og nýrum. Þegar fyrir
fimmtugt var hann útslitinn,
stjórnaði hersveitum sín-
um af sjúkrabeði, leið vítis-
kvalir ef hann þurfti að sitja
hest og lét bera sig á stóli gegn-
um herbúðirnar. Veikindin
skírðu hugsun hans, en löm-
uðu viljastyrkinn. Þetta átti
sinn þátt í því kæruleysi, sem
kom fram í fúsleika hans til
að láta af hervöldum.
1632, þegar stríðið virtist
gertapað fyrir keisarann, lét
hann nauðugur undan þrá-
beiðni hans að taka aftur við
herstjórn. En hann gerði það
með þeim afarkostum, að litlu
munaði að hann yrði einvaldur
í ríkinu. Undraskjótt tókst hon-
um að koma á fót hundrað þús-
und manna her, sem var öllu
meiri liðstyrkur en hann hafði
haft yfir að ráða í fyrra skipt-
ið. Áður en lauk hafði sá liðs-
afli vaxið upp í hundrað og
fimmtíu þúsund.
Að lokum óttuðust hann allir
og enginn treysti honum.
Keisaranum til vonbrigða
forðaðist Wallenstein úrslita-
orrustuna við hina stórhættu-
legu Svía. Það var af hreinu
slysi að honum lenti saman við
þá við Lútzen 1632. Gústaf Ad-
ólf féll þar að vísu, en Svíar
fóru engu að síður með sigur
af hólmi. Eftir það hætti Wall-
enstein að mestu að berjast.
Þess í stað efldi hann her sinn
sem mest hann mátti og reyndi
að komast að samningum við
sem flesta. Hann lét sem vind
um eyru þjóta óskir keisarans
um að hefja sókn, reka Svía
úr Bæjaralandi og hjálpa Spán-
verjum við að vinna Rínarhér-
uðin. Hann vissi að héðan af
voru allir möguleikar um hern-
aðarsigur gengnir keisaranum
úr greipum.
Takmark Wallensteins var
hið sama og áður: að sameina
Þýzkaland og losa það við er-
lenda innrásarheri, sem leituð-
ust við að lima það sundur.
Þessu takmarki yrði héðan af
aðeins náð með samningum. —
Þýzkum mótmælendum varð að
veita trúfrelsi, Svíum varð að
múta til að fara úr landi, með
því að láta þeim eftir einhver
landsvæði, ef ekki dygði ann-
að, Spánverjum varð að bægja
frá öllum áhrifum í landinu,
jafnvel þótt það þýddi að þeir
32 VIKAN 5.TBL.