Vikan


Vikan - 03.02.1972, Qupperneq 34

Vikan - 03.02.1972, Qupperneq 34
gengju úr bandalagi við keis- arann, gegn Frökkum, sem biðu færis á að læsa klónum í Elsass, varð að taka mjög ein- dregna og frávísandi afstöðu. Wallenstein, gamall fyrir ald- ur fram og sárþjáður, sá að þessi pólitík var eina leiðin til að forða Þýzkalandi frá sundr- ung og eyðingu. Hann sá einn- ig, að allir hlutaðeigandi valda- menn vildu ekki frið með þess- um skilmálum, að þeir myndu aldrei fallast á þá nema nauð- ugir, keisarinn ekki undanskil- inn. Til að fá sínu framgengt við þessar óbjörgulegu aðstæður beitti Wallenstein takmarka- laust brögðum og baktjalda- makki, gaf hitt og þetta í skyn, hikaði, vakti vonir. En jafn- framt efldi hann her sinn stöð- ugt, enda sá hann í honum sína einu tryggingu. Hann lét liðs- foringjana sverja sér trúnaðar- eiða persónulega. Þetta þótti mörgum grunsamlegt, ekki sízt keisaranum. Að lokum var svo komið að allir óttuðust hann og enginn treysti honum, hvort heldur voru óvinirnir, Frakkar, Svíar og Saxar eða samherjarnir sem svo áttu að heita, Spánverjar, Bæjarar og keisarahirðin í Vín. Hann hafði herbúðir sínar í Pilsen og lá þar stynjandi og svefnlaus á mjúkum hægind- um, umkringdur sínum hundr- að og fimmtíu þúsund her- mönnum, óttalegur, ofurvold- ugur, óútreiknanlegur, hroka- fullur og sjálfráður, hlýddi engra skipunum, stóð í samn- ingamakki jafnt við vini, fénd- ur og hlutlausa. Hvað hafði hann í huga? Gereyðingarher- ferð gegn óvinum keisarans? Eða bandalag við óvinina, með það fyrir augum að gerast sjálf- ur konungur í Bæheimi? Mál- staður kaþólikka og keisara var fyrir löngu hættur að vera mál- staður Þýzkalands, og hafði raunar varla nokkurn tíma ver- ið. Það er því rökrétt að álykta að Wallenstein hafi litla ástæðu séð til að þjóna þeim málstað lengur, enda ljóst að hann gat orðið keisaraveldinu banvænn háski ef hann vildi. Keisarinn og hans menn vildu með öll- um ráðum bægja þeirri hættu frá, þótt svo að það kostaði morð. Og til morðs gripu þeir að lokum. Magnvana í vopnagný. Hjá Schiller varð síðasti þátt- ur lífssögu Wallensteins harm- saga manns, sem reis til hæða og féll þeim mun lægra sem svikari, sem sjálfur var svik- inn. Hjá Golo Mann verður sú saga stórum ljótari, aumkun- arlegri og miklu sannsögulegri. Dauði Wallensteins var ráðinn á laun á hæstu stöðum, liðs- foringjar hans brugðust hon- um, en lengi vel þorðu sam- særismennirnir ekki að hefjast handa; slík ógn stóð þeim af fórnarlambinu. Þrátt fyrir það var Wallenstein ekki, eins og Schiller lýsir honum af svo uppsprengdri andagift, þögull, skuggalegur, háskalegur og stórbrotinn valdsmaður og svikari við sína smurðu há- tign, heldur þegar hér var kom- ið fárveikur, þreyttur og áhyggjufullur maður. Hroki hans og sjálfsálit var slíkt, að honum var fyrirmunað að sjá í réttu Ijósi hver hans eigin aðstaða var orðin. Þrátt fyrir allan þann herskara sem um- kringdi hann var hann eins einmana og nokkur maður getur verið. Raunar var hann orðinn álíka einangraður og magnvana og Napóleon á El- ínarey, Bismarck í Friedrichs- ruh, Krúséf í sveitahúsi sínu og Churchill og de Gaulle á gamals aldri. Það virðist svo sem, að það hafi verið hreinn óþarfi af keisaranum og vild- armönnum hans að láta ráða hann af dögum, þótt þeir tækju það ráð. „Frið, ó frið!“ Wallenstein er þó að því leyti frábrugðinn téðum stórmenn- um að á sínum síðustu stund- um var hann þrátt fyrir alla vesöld í vissum skilningi al- drei meiri. Það sýnir sá hjá- trúarkenndi ótti, sem óvinir hans höfðu af honum fram- undir það síðasta. Svo er sagt að tveimur vik- um áður en liðsforingjar nokkr- ir réðust inn á hann og ráku hann í gegn með bryntrölli, hafi hann að vanda legið veik- ur í rúmi sínu. Eftir hversdags- lega viðræðu við nærstadda herforingja þagnaði hinn mikli maður. Enginn viðstaddra þorði að fara eða segja nokkuð. Allt í einu rauk sjúki maðurinn upp úr rúminu og hrópaði: „Frið, ó frið!“ Sjálfsagt hafði hann, í kvöl- um sínum, gleymt bæði stund og stað. Hver viðstaddur hlaut að gera sér ljóst, að Wallen- stein var búinn að vera. Og þó: var það ekki einmitt hið sár- þjáða Þýzkaland, sem á þess- ari stundu hrópaði gegnum hann? Fyrst í dýpstu þjáningu sinni hafði hann sameinast að fullu því landi, sem hann af svo mikilli ákefð hafði viljað gera að sínu. ☆ DAUÐINN SKRIFAR Á RITVEL Framhald af bls. 9. — Þetta er svívirðileg ásök- un, sagði frú Catman. — Ef þér hefðuð ekki myrt hann, þá hefðuð þér heldur ekki þurft að ljúga. Þér tókuð byss- una upp úr skúffunni, sem hann geymdi hana í, genguð inn í vinnustofu hans og skutuð hann. Því næst sögðuðu þér Carl hvað þér höfðuð gert, og það gerðuð þér til þess að gera hann ennþá háðari yður, en hann hafði áð- ur verið fjárhagslega. Lewis vildi skilja við yður, og hann hafði sínar ástæður til þess. Hann hefði ekki verið dæmdur til að greiða eyri. En þér, Carl, hvernig hjálpuðuð þér til? Þér hafið líklega hjálpað henni til þess að fjarlægja fingraförin og setja fingraför Lewis á gikk- inn í staðinn. — Svaraðu honum ekki, Carl, sagði konan. — Hann er bara að reyna að leiða þig í gildru. Þetta eru eintómar getgátur. Hann getur ekkert sannað og það er heldur ekkert að sanna. — Ég get sannað, að þið eruð bæði lygarar, sagði Harris. Komið með mér! Þau stóðu á fætur og fylgdu Harris að dyrunum á vinnustofu Catmans. — Þið haldið því fram, að þið heyrðuð Lewis vinna þarna inni í gærkvöldi? spurði Harris. — Já, sagði frú Catman. Hann var að skrifa á ritvélina. Harris opnaði dyrnar, og ein- hver rak upp öskur. Það var ekki konan, sem gaf frá sér hljóð. Hún stóð teinrétt, en hún leit út eins og hún hefði séð vofu. Það var Carl, sem hafði öskrað. Hann öskraði, er hann sá Dom. Dom sat í skrifborðs- stólnum og var að vélrita með tveimur fingrum, en ekkert hljóð heyrðist frá vélinni. — Hljóðlaus ritvél, sagði Harr- is. Komið var með hana í gær, á meðan þið voruð á veitinga- húsinu, og því vissuð þér ekkert um hana, en þetta er nægileg sönnun til þess að þið verðið sakfelld. Carl þaut að útidyrunum, en Harris náði í hann og Dom stóð upp og tók sér stöðu við hlið frú Catman, áður en henni gafst tími til þess að átta sig. Það var samt sem áður nauðsynlegt. því að frú Catman starði á ritvélina og hreyfði sig ekki. Harris tók hönd hennar og leiddi hana út í bílínn. Seinna sagði Harris við Dom: — Við gátum ekki séð orðið „hljóðlaus“ meðan pappírsörk- in var í vélinni. Það var fyrst, er við fengum nýju.myndirnar. Þetta var eiginlega hálf tilvilj- anakennt, en það verður ekki mikill vandi að fá Carl til þess að tala. Hann reynir áreiðan- lega að koma allri sökinni á hana í þeirri von, að hann geti bjargað sér. Og Harris hafði vissulega rétt fyrir sér. POE Framhald af bls. 17. Um þetta leyti skrifaSl hann smá- sögur, sem nutu vlnsælda, og 1835 sneri hann aftur til Richmond og gerðist aðstoðarritstjóri við bók- mcnntatímaritið Messenger. Tveim- ur árum síðar fluttist hann til Fíla- delfíu og vegur hans sem smásagna- höfundar fór vaxandi. Iiftir lát fósturforeldra sinna, hlaut hann cngan arf eftir þau, eins og hann hafði þó gert sér von um, og varð því að llfa af ritstörfum. Þótt sögur hans nytu geysimikilia vinsælda og margfölduðu upplag biaðanna, sem birtu þær, bar hann sjálfur mjög lítið úr býtum. Hann kvæntist Virginíu árið 1836, cn hún var bcrklaveik og því ckki fær um að örva skáldið og styðja það I iífs- baráttunni. Poe unni konu sinni mjög heitt, og þegar hún lézt árið 1847, fylltist hann cirðarleysi. llann flæktist stað úr stað og ánetjaðist æ meir áfengi og eiturlyfjum. Hann 34 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.