Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 37
Hrósinu vísaði vinur minn frá
sér eins og bezt hann gat, en
tilboðinu tók hann strax, þó að
kostir þess væru aðeins bráða-
birgðakostir. Þegar komizt hafði
verið að niðurstöðu um þetta,
fór lögreglustjórinn strax að
segja frá sínum eigin skoðunum
og skaut inn hér og þar löngum
skýringum á þeirri vitneskju,
sem aflað hafði verið; en sú
vitneskja hafði ekki áður borizt
okkur. Hann talaði mikið og
vafalaust af lærdómi; en ég
vogaði mér að skjóta að einni
og einni hugmynd, meðan nótt-
in leið hægt og syfjulega. Dupin
sat kyrr í sínum venjulega hæg-
indastóli með lotningarfullri
eftirtekt. Hann var með gler-
augun hans til að sannfærasl
um, að hann svaf hljóðlega, en
þrátt fyrir það vært, þessar sjö
eða átta blýþungu klukku-
stundir, sem liðu, þangað til
lögreglustjórinn fór burt.
Um morguninn náði ég i á
lögreglustöðinni ítarlega skýrslu
um alla þá vitneskju, sem aflað
hafði verið, og á hinum ýmsu
dagblaðaskrifstofum fékk ég
eintak af sérhverju blaði, sem
í hafði verið birt einhver ákveð-
in vitneskja um þetta dapur-
lega mál frá byrjun þess og til
loka. Ef öllu því er sleppt, sem
var óvéfengjanlega afsannað,
voru þessar upplýsingar;
María Roget fór að heiman
frá móður sinni, sem bjó í Rue
Pavée St. Andrée, um klukkan
niu að morgni sunnudagsins
tuttugasta og annars júní 18—.
Um leið og hún fór út, lét hún
mann að nafni Jacques St. Eu-
stache, og engan annan en hann
vita, að hún ætlaði að vera
þennan dag hjá frænku sinni,
sem bjó í Rue des Dromes. Rue
des Dromes er stutt og mjó, en
fjölfarin aðalgata, sem er ekki
langt frá bökkum árinnar, og
svo sem tvær mílur, í beina línu
frá matsölustað frú Roget. St.
Eustache var hinn viðurkenndi
biðill Maríu og bjó og borðaði
á matsölunni. Hann átti að
sækja unnustu sína um dag-
setur og fylgja henni heim. En
siðari hluta dagsins kom mikil
rigning, og þar sem hann gerði
ráð fyrir, að hún mundi verða
hjá frænku sinni um nóttina
(eins og hún hafði gert áður við
svipaðar aðstæður), taldi hann
ekki nauðsynlegt að halda lof-
orð sitt. Þegar leið á kvöldið,
heyrðist frú Roget ( sem var
lasburða gamalmenni, sjötug að
aldri) vera að tala um, „að hún
ipundi aldrei sjá Maríu framar“;
en varla var tekið eftir þe§sum
orðum þá um kvöldið.
Á mánudag var gengið úr
skugga um það, að stúlkan hafði
ekki komið í Rue des Dromes:
og þegar dagurinn leið, án þess
að af henni fréttist, var hafin
hægfara leit á nokkrum stöðum
í borginni og umhverfi hennar.
Þó var það ekki fyrr en á fjórða
degi frá hvarfi hennar, að eitt-
hvað fullnægjandi kæmi i ljós
viðvikjandi stúlkunni. Þennan
dag (sem var miðvikudagurinn
tuttugasti og fimmti júní) var
maður að nafni Beauvais, sem
hafði, ásamt vini sínum, verið
að spyrjast fyrir um Maríu i
nánd við Barriere du Roule, á
bakka Signu gegnt Rue Pavée
St. Andrée, látinn vita um það,
að lík hefði rétt i þessu verið
dregið til lands af nokkrum
fiskimönnum, sem hefðu fundið
það fljótandi í ánni. Þegar Be-
auvais sá likið, gat hann eftir
nokkurt hik þekkt, að það var
af stúlkunni í ilmvatnaverzlun-
inni. Vinur hans var fljótari að
bera- kennsl á það.
Andlitið var atað dökku blóði.
en sumt af því hafði komið úr
munninum. Engin froða sást.
eins og kemur fram ef menn
aðeins drukkna. Engin lita-
breyting hafði orðið á frumu-
vefjunum. Á hálsinum var mar
og fingraför. Handleggirn-
ir voru beygðir yfir brjóstið og
voru stífir. Hægri höndin var
kreppt, en vinstri höndin var
hálfopin. Á vinstri úlniið voru
tvö hringlaga fleiður, sem virt-
ust vera eftir kaðla, eða eftir
kaðal, sem undinn hafði verið
um úlnliðinn oftar en einu sinni.
Hluti af hægri úlnlið var líka
mjög núinn, og það var allt
bakið líka, en einkum þó við
herðablöðin. Þegar fiskimenn-
irnir drógu líkið að landi, höfðu
þeir fest i það kaðal, en það
hafði ekki haft nein áhrif á
fleiðrin. Holdið á hálsinum var
mjög bólgið. Engir skurðir voru
sýnilegir, né heldur mar, sem
hefði getað verið eftir högg.
Snúrubútur reyndist vera bund-
inn svo fast um hálsinn, að
hann sást ekki; hann var alveg
hulinn í holdinu, og var festur
með hnút, sem var rétt undir
vinstra eyra. Þetta eitt hefði
nægt til að valda dauða. Lækn-
isskýrslan hélt óhikað fram
hinni dyggðugu skapgerð hinn-
ar látnu. Þar var sagt, að henni
hefði verið sýnt grimmilegt of-
beldi. Líkið var í þess konar
ástandi, þegar það fannst, að
engum erfiðleikum hefði getað
verið bundið fyrir vini stúlk-
unnar að bera kennsl á það.
Kjóllinn var mikið rifinn og
þvældur. Stykki hafði verið rif-
ið laust. en þó ekki alveg af, af
yfirhöfninni upp á við, og var
það um það bil fet á breidd og
náði frá neðra faldi og upp að
mitti. Það var undið þrisvar ut-
a-n um mittið og fest með eins
konar hnút á bakinu. Undir-
kjóllinn undir pilsinu var úr
fínu bómullarefni, og af honum
hafði verið rifið alveg af stykki,
sem var átján þumlunga breitt
— og hafði það verið rifið jafnt
og með mikilli vandvirkni. Það
reyndist vera vafið lauslega um
háls stúlkunnar, og var fest
með hörðum hnút. Yfir þetta
bómullardúksstykki og snúruna
voru festir borðar úr húfu, og
var húfan viðfest. Hnúturinn,
sem borðarnir úr húfunni voru
hnýttir með, var ekki hnútur
eins og konur nota, heldur ein-
hverskonar sjómannahnútur.
Eftir að menn höfðu séð, af
hverjum líkið var, var ekki,'
eins og venja er, farið með það
í líkhúsið (þar sem þetta forms-
atriði var óþarft), heldur jarð-
að í skyndi ekki langt frá. þeim
atað, þar sem komið hafði y»r-
ið með það að landi. Fyrir at-
beina Beauvais var vandlega
þagað um málið, eftir því sem
hægt var; og nqkkrjr dagar liðu,
aður en nokkuð fór að bera á
tilfinningum almennings vegna
málsins. Þó tók vikublað eitt
málið upp að nýju nokkru síð-
ar; líkið var grafið upp og frek-
ari rannsókn sett í gang; en
ekkert var leitt í ljós umfram
það, sem þegar hefur verið
skýrt frá. En nú voru fötin sýnd
móður og vinum hinnar látnu,
og reyndust þau vera hin sömu
og stúlkan hafði verið í, þegar
hún fór að heiman.
Meðan þessu fór fram, óx til-
finningaaldan með hverri
klukkustund, sem leið. Nokkrir
einstaklingar voru handteknir
og látnir lausir aftur. Einkum
beindist grunurinn að St. Eu-
stache; og honum mistókst í
fyrstu að gefa skiljanlega
skýrslu um verustaði sína á
sunnudeginum, þegar María fór
að heiman. Skömmu síðar gaf
hann þó hr. G— skriflega, eið-
festa yfirlýsingu, þar sem gerð
var fullnægjandi grein fyrir
sérhverri klukkustund sunnu-
dagsins. Þegar timinn leið og
ekkert var leitt í ljós, komusl
á kreik ótalmargar sögusagnir,
og blaðamenn lögðu sig fram
um að koma með tilgátur. Af
þeim vakti sú tilgáta mesta at-
hygli, að María Roget væri enn
á lífi — að líkiö, sem fundizt
5. TBL. VIKAN 37