Vikan


Vikan - 03.02.1972, Page 38

Vikan - 03.02.1972, Page 38
hafði í Signu væri af einhverri annarri ólánsmanneskju. Við- eigandi mun vera, að ég leggi fyrir lesandann nokkrar klaus- ur, þar sem fyrrnefnd hugmynd kemur fram. Þessar klausur eru bókstajlegar þýðingar úr Stjörnunni, en það er dagblað, sem yfirleitt er ritað af mjög hæfum mönnum. „Ungfrú Roget fór úr húsi móður sinnar að morgni sunnu- dagsins tuttugasta og annars júní 18—, og kvaðst hún ætla að heimsækja frænku sína, eða eitthvert annað skyldmenni, í Rue des Dromes. Frá þeirri stundu, hefur ekki sannazt, að neinn hafi séð hana. Hún hefur ekki skilið eftir sig neina vitn- eskju um ferðir sínar, og ekk- ert hefur frétzt af henni. Fram til þessa hefur alls enginn gef- ið sig fram, sem hafi séð hana þann dag, eftir að hún gekk út úr húsi móður sinnar. — Enda þótt vér höfum engar sönnur fyrir því, að María Roget hafi verið í tölu lifenda eftir klukk- an níu sunnudaginn tuttugasta og annan júní, höfum vér sann- anir fyrir því, að fram til þess tíma var hún lifandi. Klukkan tólf á hádegi á miðvikudag fannst lík af kvenmanni á floti við árbakkann í Barriére du Roule. Þetta var, jafnvel þótt vér gerum ráð fyrir, að Maríu Roget hafi verið kastað í ána innan þriggja klukkustunda eftir að hún fór að heiman, að- eins þrem dögum eftir að hún fór að heiman — og skeikar þar ekki einni einustu klukkustund. En það er heimskulegt að gera ráð fyrir, að morðið, ef hún vai myrt, hefði getað verið afstaðið nógu snemma til þess, að morð- ingjar hennar hefðu getað kast- að líkinu í ána fyrir miðnætti. Þeir, sem eru sekir um svo hryllilega glæpi velja myrkur fremur en dagsljós. — Þannig sjáum vér, að hafi líkið, sem fannst í ánni, verið af Maríu Roget, hefði það aðeins verið, í vatninu tvo og hálfan dag, eða í allra mesta lagi þrjá daga. Öll reynsia hefur sýnt, að lík drukknaðra manna, eða lík, sem kastað er í vatn strax eftir dauða, sem leitt hefur af ofbeldi, þurfa að liggja í vatninu í sex til tíu daga til þess, að nægileg rotnun eigi sér stað til að láta þau fljóta uppi. Jafnvel þar sem hieypt er af fallbyssu yfir líki og það flýtur uppi áður en það hefur legið að minnsta kosti fimm eða sex daga í vatninu, sekkur það aftur, ef ekki er við því hreyft. Nú spyrjum vér, hvað var fyrir hendi í þessu tilfelli, sem hefði getað valdið fráviki frá hinum náttúrlega gangi málsins? — Ef líkið hefði verið látið liggja á landi í því limlesta ástandi, sem það var, þangað til á þriðjudagskvöld, mundu finnast einhver merki morðingjanna á landi. Það er líka vafasamt atriði, hvort líkið mundi fljóta uppi svona snemma, jafnvel þótt því hefði verið kastað í ána, eftir að stúlkan hefði verið dauð í tvo daga. Og enn fremur er það ákaflega ólíklegt, að nokkrir þorparar, sem hefðu framið morð eins og það, sem hér er gert ráð fyrir, hefðu kastað lík- inu í ána án lóðs til að sökkva því, þegar svo auðvelt hefði verið að viðhafa slíka varúðar- reglu.“ Hér heldur ritstjórinn áfram og reynir að leiða rök að því, að likið hljóti að hafa verið í ánni „ekki aðeins þrjá daga, heldur að minnsta kosti fimm sinnum þrjá daga“, því að það var svo rotnað, að Beauvais reyndist mjög erfitt að þekkja það. Þetta seinna atriði var þó alveg afsannað. Ég held þýð- ingunni áfram: „Hverjar eru þá staðreynd- irnar, sem Beauvais byggir á staðhæfingu sína um, að hann sé í engum vafa um, að líkið hafi verið af Maríu Roget? Hann reif upp í kjólermina, og segist hafa fundið merki, sem sönnuðu honum, hver stúlkan væri. Almenningur hélt yfir- leitt, að þessi merki hefðu ver- ið einhver ör. Hann nuddaði handlegginn og fann hár á hon- um — en þau eru eitthvert ó- ákveðnasta einkenni, sem hægt er að hugsa sér — og eins lítið mark á þeim takandi og því að finna handlegg í erminni. Hr. Beauvais fór ekki aftur til baka þá um kvöldið, en sendi skila- boð til frú Roget klukkan sjö á miðvikudagskvöld um það, að rannsókn vegna hvarfs dóttur hennar stæði enn yfir. Ef á það er fallist, að frú Roget hafi ekki, vegna elli og sorgar, getað farið á staðinn (og þá er fallizt á heilmikið), hlýtur einhver vissulega að hafa talið það ó- maksins vert að fara á staðinn og vera viðstaddur rannsókn- ina, ef þau hefðu haldið, að líkið væri af Maríu. Enginn fór á staðinn. Ekkert það var sagt og ekkert heyrðist um málið í Rue Pavée St. Andrée, sem bærist einu sinni til íbúa sama húss. Hr. St. Eustache, elskhugi og fyrirhugaður eiginmaður Maríu, sem borðaði í húsi móð- ur hennar, vottar, að hann hafi ekki heyrt um fund líks heit- meyjar sinnar fyrr en morgun- inn eftir, þegar hr. Beauvais kom inn í herbergi hans og sagði honum frá honum. Þegar um þess konar frétt er að ræða, þykir oss merkilegt að henni var mjög kuldalega tekið.“ Á þennan hátt reyndi blaðið að láta svo líta út, sem skyld- menni Maríu hefðu sýnt tóm- læti, sem ekki er samþýðanlegt þeirri skoðun, að þessi skyld- menni hefðu talið líkið vera af henni. Dylgjur blaðsins eru fólgnar í þessu: að María, með þegjandi samþykki vina sinna, hefði farið burt úr borginni af þeirri ástæðu, að hún vildi losna við ásakanir varðandi hreinlífi sitt; og að þessir vinir hefðu, þegar í Signu fannst lík, sem líktist Mariu dálítið, notað tækifærið til að láta líta svo út í augum almennings, að hún væri dáin. En Stjarnan var aft- ur of fljót á sér. Það var örugg- lega sannað, að ekki var um neitt tómlæti að ræða, eins og menn höfðu látið sér detta í hug. Einnig að gamla konan var fjarska veikburða, og í svo mikilli geðshræringu, að hún gat engum skyldum sinnt. Og að St. Eustache, sem var langt frá því að taka fréttunum kulda- lega, var þvert á móti utan við sig af sorg og hegðaði sér svo afkáralega, að hr. Beauvais fékk vin hans og frænda til að taka hann að sér og til að hindra, að hann væri viðstaddur rann- sóknina, sem fram fór, þegar líkið var grafið upp. Meira að segja var það svo, að þótt sagt væri í Stjörnunni, að líkið hefði verið jarðsett aftur á kostnað almennings, að fjöl- skyldan hefði algerlega hafnað hagstæðu boði um einkagreftr- un og að enginn úr fjölskyld- unni væri viðstaddur athöfnina; — þótt öllu þessu, segi ég, þótt öllu þessu væri haldið fram af Stjörnunni til að styðja þá skoðun, sem blaðið reyndi að setja fram — þá var allt þetta afsannað á fullnægjandi hátt. í síðara eintaki blaðsins var gerð tilraun til að fella grun á Beau- vais sjálfan. Ritstjórinn segir: „Nú kemur svo breyting í málinu. Oss er sagt, að einu sinni, þegar kona nokkur, frú 38 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.