Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 42
Ég kunni vel við Earls Court
sjálfur, en auðvitað hentaði
engan veginn að búa þar eftir
að við eignuðumst börn. Þarna
var eiginlega hvergi hægt að
hafa þau, ef svo mætti að orði
komast.
/
— Hvernig líkaði þér starf
þitt fyrir Flugfélagið?
— Á margan hátt vel. Ég
var það heppinn að fá að taka
höndum á ýmsu, sem var
strangt tekið fyrir utan bók-
hald og þess háttar skemmti-
störf, sem sumum finnst vera.
Hluti af starfinu var til dæm-
is að fást við skipulagningu
ferða Breta til íslands. Það gat
verið allskemmtilegt á tímum,
maður hitti sérkennilegustu
tegundir af sérkennilegustu
Bretum, og það var svo sann-
arlega sérkennileg manngerð.
Eldri kennslukonur utan af
landi, sem höfðu lesið um ein-
hverja ákveðna steintegund í
vesturhlið Bárðardals, og vildu
fá fullvissu af skrifstofunnar
hálfu áður en lagt væri í ferða-
lagið, um hvort þessi steinteg-
und væri þarna raunverulega
fyrir hendi. Annar þáttur
starfsins fólst í nokkrum sam-
skiptum og stundum aðstoð við
íslendinga, sem þarna voru á
ferðinni. Ýmislegt skemmtilegt
kom fyrir í því sambandi.
— Svokallaðar au pair-ferð-
ir íslenzkra unglingsstúlkna til
útlanda, og þá einkum Bret-
lands, hafa verið mjög tiðar
undanfarin ár, og eru ekki all-
ir jafn hrifnir af því fyrir-
brigði. Ég geri ráð fyrir að þú
hafir haft einhverja reynslu af
því í gegnum starfið.
— Já, það er rétt að nota
tækifærið til að fara nokkrum
orðum um það — ja, vanda-
mál, liggur mér við að segja.
Sannleikurinn er sá að svo
langt var gengið, að brezka
þinginu þótti tími til kominn
að taka í taumana varðandi au
pair-innflutninginn. Eða í hnot-
skurn: brezka þingið varð að
taka á sig að setja lög um lág-
marksaldur stúlkna, sem kæmu
til að verða barnapíur eða au
pair í Bretlandi, til þess meðal
annars að forða foreldrum
stúlknanna — og stúlkunum
sjálfum — frá hugsanlegum
óförum í þessu sambandi. Jafn-
framt kváðu lögin á um rétt-
indi og skyldur stúlknanna, en
þetta hafði allt verið mjög á
reiki. Maður var sífellt að reka
sig á að stúlkur lentu í vand-
ræðum; þeim hafði verið sagt
eitthvað, eða þá að þær höfðu
misskilið eitthvað, sem þeim
hafði verið sagt hérna heima
um kaup og kjör og vinnutíma
og annað slíkt. Fæstar þeirra
gerðu sér nú grein fyrir hvað
í orðunum fólst; au pair þýðir
venjulega að stúlkan sé með-
limur fjölskyldunnar gegn
smávegis aðstoð, en þetta áttu
að vera nokkurs konar menn-
ingarskipti, að þær lærðu góða
siði af góðu fólki. Þetta var
vitaskuld oft misnotað af
brezkum fjölskyldum; þær
notuðu stúlkurnar sem ódýrt
vinnuafl. Og stundum höfðu
stúlkurnar ekki hugmynd um
til hvers þær væru komnar;
sumar hverjar héldu kannski
að þær væru komnar til að
skemmta sér og hafa það gott.
Og ég verð að segja að mér of-
bauð oft og tíðum, ekki ein-
ungis hvað stúlkurnar voru
illa upplýstar, mállausar og illa
að sér og óundirbúnar á allan
hátt; hefðu raunverulega þurft
ein tvö ár í viðbót hér heima
til að þroskast meira til að geta
hugsað til utanferðar, og þá í
fylgd með fullorðnum. Hitt
þótti mér ekki síður ofboðslegt
að foreldrar þeirra skyldu
hætta á þetta og kosta þær til
utanfarar, og þá ekki ósjaldan
þannig að þær höfðu farmiða
til Lundúna, en ekki tilbaka.
Það var ósjaldan að maður
þurfti að hlaupa undir bagga
fjárhagslega, svo að stúlkur
sem komnar voru á hrakning
gætu að minnsta kosti haft þak
yfir höfuðið í eina eða tvær
nætur. Stundum þurfti að
hringja og hamast til að ná í
foreldrana eða jafnvel lána
þeim fyrir farmiðanum tilbaka.
Ég vona nú að þetta sé eitt-
hvað að breytast til batnaðar.
Meðan ég var þarna komu inn
í minn verkahring ein tvö—
þrjú tilfelli af þessu tagi ár-
lega, og var virkilega hörmu-
legt upp á að horfa.
— Það þarf að sjálfsögðu
ekki að spyrja að því að ýmiss
konar hættur vofa yfir ungl-
ingsstúlkum, sem lenda á hrak-
hólum í risaborg eins og Lund-
únum, gersamlega fáfróðar um
allar kringumstæður.
— Vitaskuld, hætturnar eru
alls staðar. Ég býst ekki við að
neinir foreldrar yrðu stórhrifn-
ir ef þeir fréttu af dætrum sín-
um, sem þykjast kannski hafa
himin höndum tekið af því að
þær hafa fundið eitthvert óg-
urlega skemmtilegt kaffihús
eða einhvern ógurlega skemmti-
legan pöbb niðri í Soho, þar
sem séu svo skemmtilegir strák-
ar, en svo kemur í ljós að strák-
arnir eru frá Alsír eða Möltu,
svo aðeins tvö lönd séu nefnd,
þaðan sem eru orðlagðastir
melludólgar í heimi. Að sjálf-
sögðu eru þeir úti með allar
klær til að afla sér nýrra tekju-
möguleika. Ég veit nú ekki til
að nein þessara íslenzku stúlkna
hafi beinlínis lent í því, en ég
veit til þess að nokkrum sinn-
um reyndu þessir náungar að
krækja í þær. Það vildi kann-
ski svo heppilega til í þeim til-
fellum að tungumálakunnátta
stúlknanna var svo takmörkuð,
að þær skildu ekki hvað þeir
voru að fara!
— fslendingar hafa verið
sagðir talsvert fyrirferðarmikl-
ir, sumir hverjir, þegar'' þeir
fara út. Hvað hefurðu um það
að segja með hliðsjón af
reynslu þinni frá starfinu hjá
Flugfélaginu?
Já, við erum náttúrlega
ekki af víkingakyni fyrir ekki
neitt. Dæmi verð ég að fara
varlega í að tína til, því að
þetta starf mitt var auðvitað
þannig að ég varð að gæta
þagmælsku. Hinsvegar hygg ég
að óhætt sé hér að segja frá
einum meiriháttar kaupsýslu-
manni íslenzkum, sem kom til
Lundúna og settist að í her-
bergjasvítu á Hilton, uppi á
tuttugustu og fimmtu hæð. Nú
er ekkert rangt við það í sjálfu
sér; það þykir víst ódýrt að
borga ekki nema þrjátíu og
fimm eða fjörutíu pund á nótt-
ina fyrir herbergið sjálft, auk
annars kostnaðar. En þar sat
maðurinn á herberginu alla
daga, fór ekki út fyrir hússins
dyr, ef svo má segja, nema til
þess að fara yfir á Playboy-
klúbbinn til að fá sér súpu;
það voru sérstaklega góðar
súpur á Playboy-klúbbnum,
sagði hann. Og svo aftur upp
á Hilton. Ég spurði hann ein-
hvern tíma: hvers vegna í
ósköpunum ertu að búa hérna
fyrir alla þessa peninga, eyða
stórfé bara til að vera hérna
og þú virðist ekki gera neitt.
Þá sagði hann: ja, það er lita-
sjónvarp hérna.
— Hvernig stendur á að ís-
lenzkir athafnamenn, sem
heima fyrir barma sér svo
mann sker í hjartað yfir skorti
á rekstrarfé og þykjast ekki
einu sinni hafa efni á að borga
mannsæmandi kaup, geta leyft
sér svona líf þegar þeir skreppa
út fyrir pollinn?
Ja, það vona ég að Guð
viti, og það gerir hann sjálf-
sagt. En við munum aldrei
held ég botna í þeim dular-
fullu lögmálum sem stjórna
viðskiptum, að ég nú ekki tali
um þegar kemur upp í svo-
kallaðan High Finance. Um
það legg ég til að þú talir við
Jóhannes Nordal.
Hins vegar þykir mér rétt að
taka fram að mikill meirihluti
þeirra íslendinga, sem ég hafði
afskipti af gegnum starf mitt
hjá Plugfélaginu, var mjög
elskulegt fólk og gaman að að-
stoða það. Við allmargt af því
tengdist ég vináttuböndum,
sem ég sjálfur met mjög mik-
ils og vona að sé gagnkvæmt.
Þú varst orðinn þekktur
útvarpsmaður hér heima löngu
áður en þú fluttir aftur hingað
upp.
— Ræmdur væri nú kannski
réttara orð. Þetta hófst þannig
að ég hitti kunningjafólk mitt
í einni af ferðum mínum til
Reykjavíkur; hafði þá þegar
einstaka sinnum skrifað grein-
ar í Tímann. Þá var stungið
upp á því við mig að ég gerð-
ist fréttaritari fyrir útvarpið í
Lundúnum. Jájá, sagði ég og
hafði raunar ekki hugmynd
um hvað í þessu fólst. Ég held
ég gleymi aldrei þegar ég í
fyrsta sinn settist niður og
gerðist fréttaritari. Til þess
starfs átti að teljast hjá mér
að tala við Islendinga, sem
væru á ferð í Lundúnum í ein-
hverjum merkilegum erinda-
gerðum. Ég hafði aldrei á ævi
minni komið inn í upptöku-
herbergi — upptökurnar fóru
alltaf fram í BBC Broadcast-
ing House, rétt fyrir ofan Ox-
ford Street. Viðmælandi minn
i það skiptið var Guði sé lof
dr. Jakob Benediktsson, orða-
bókarforstjóri. Svo rak mig
náttúrlega hroðalega í vörð-
urnar; ég gleymdi helmingn-
um af spurningunum, sem ég
ætlaði að spyrja, og þar fram
eftir götunum. En dr. Jakob,
sem er þaulvanur útvarpsmað-
ur, brúaði þetta bil mjög fal-
lega, komst að orði eitthvað á
þessa leið: Ég tel nú rétt að
geta þess, þótt þú hafir ekki
spurt að því, að o. s. frv.
Síðar þróaðist þetta frétta-
ritarastarf upp í annað og
meira; það varð umsamið að
ég sendi útvarpinu frásagnir
hálfsmánaðarlega. Ég hafði
mjög gaman af þessu sjálfur,
og þegar tækifæri gafst til að
vinna meira að þessum störf-
um hér í Reykjavík, þá skoð-
aði ég ekki hug minn um að
fara heim; raunar hafði það
alltaf staðið til að flytja til ís-
lands. Upphaflega var ekki gert
ráð fyrir lengri dvöl í Bret-
landi en svona þremur árum.
— Þú hefur ekki getað hugs-
42 VIKAN 5.TBL.