Vikan


Vikan - 03.02.1972, Page 43

Vikan - 03.02.1972, Page 43
Enðir bíllim mikíli savolíH? BIRALII hslir w bví • Fáðu þér dós af Biral II og bættu í olíuna á vélinni, þegar hún er heit. Hæfileg hlanda er ein dós í hverja 3,5—4 1 af smurolíu. • Þú munt undrast árangurinn. — Biral II á sér enga hliðstæðu. • Fæst á flestum stærri Essostöðvum, benzín- sölunni Kópavogsliálsi og víðar. Biral-umboðið Kársnesbraut 117, Kópavogi, sími ðl5 21. að þér að gerast Breti í al- vöru? — Nei, alls ekki. Við Skaft- fellingar erum lítið fyrir það. I annan stað voru börn okkar komin á þann aldur — fimm og sjö ára — og það varð að hrökkva eða stökkva með að ákveða hvaða tungumál þau ættu að alast upp við. Þú hefur viljað láta þau verða íslendinga? — Já, fyrst og fremst, eða þá Spánverja. Þau eru jú af þessum tveimur þjóðum. Þarna vorum við bæði hjónin í fram- andi landi, talandi saman er- lent mál og líka við börnin. Ég vildi að þau ælust upp við móð- urmál að minnsta kosti annars okkar hjóna. — Nú hefur þú bæði í ræðu og riti tekið fyrir hvernig það var að koma heim, eða ýmis- legt þar að lútandi. Samt væri líklega ekki úr vegi að biðja þig að bæta hér við fáeinum orðum um það. — Já, ég hef nú kannski reynt að gera svolítið grín að okkur í því sambandi. En engu að síður er föðurlandsást mín fölskvalaus, og af gildum or- sökum. Það er hér á íslandi einhvers konar hlýja, sem erf- itt er annars að skilgreina, hlýja sem okkur er í blóð bor- in. Ýmis atriði stinga þó í augu, og einna helzt eitt. Þeg- ar ég hitti landa í Lundúnum og við höfðum kannski stund utan skrifstofutíma til að spjalla saman, þá eru menn frjálslegir og eðlilegir. Hérna heima eru menn hins vegar —- að mér finnst — alltaf að líta um öxl til að sjá hvað náung- inn kann að vera að hugsa um þá. Ég hef stundum sagt að þetta væri því líkast að við gengjum í eins konar gagn- sæjum plasthjúp meðan við er- um uppi á landinu, en þegar við komum til útlanda erum við við sjálfir. Þessum plast- hjúp er að vísu svipt af undir ákveðnum kringumstæðum, einkum og sér í lagi þegar menn eru fullir, en jafnskjótt og sú víma líður hjá fá menn sér annan hjúp og bregða hon- um yfir sig. Eða reyna að rimpa þann gamla saman. dþ. JENNIE Framhald af bls. 21. ---------Prinsinn af Wales hafði haft auga með ferli hins unga Winstons og það var hann sem kom því til leiðar að hann var sendur til Egyptalands. Þegar Winston var farinn og Jack kominn í skólann aftur, fór Jennie að hitta vini sína. Hún var allsstaðar mjög vel séður gestur og hún sá varla út úr heimboðunum. Eitt af þeim var helgarboð til lafði Warwick og þar var líka annar gestur, ungur liðs- foringi, Georg Cornwallis-West að nafni. Hann var hávaxinn, dökkhærður og mjög glæsileg- ur maður, nokkrum vikum eldri en Winston. Faðir hans var William Cornwallis-West frá Ruthin kastala í Norður- Wales, áhrifaríkur og ættgöf- ugur maður, en frekar fátækur. Móðir Georgs var á svipuðum aldri og Jennie og hún var líka náin vinkona erfðaprinsins. Georg sagði síðar: „Þessi heimsókn mín til Warwick er mér mjög minnisstæð og þar hitti ég í fyrsta sinn Lady Randolph Churchill. Jennie var þá fjörutíu og þriggja ára, ákaf- lega fögur og ungleg. Hún leit ekki út fyrir að vera ári eldri en þrítug og framkoma hennar og geislandi greind var éftir því“. Georg varð strax töfrum sleg- inn og Jennie smitaðist af hon- um. Það var dásamlegt fyrir hana að vera svo dáð og elskuð. Ástríða Georgs fyrir Jennie var jafn áköf og áhugi hans á lax- veiðum og öðrum veiðum. f hverju bréfi sem hann skrifaði henni, hve ástríðufull sem þau annars voru, þá sagði hann henni ávallt hve margar akur- hænur hann hefði lagt að velli og hve marga og stóra laxa hann hefði veitt, sömuleiðis lýsti hann með miklum áhuga laxastöngum sínum og veiði- byssum. Það var von á Winston til London frá Egyptalandi og prinsinn af Wales hafði sent honum orð um að heimsækja sig fljótlega og segja sér frá herferðinni og frá framtíðar- áætlunum sínum. „Ég get vel skilið“, hélt prins- inn áfram, „að það hlýtur að vera erfitt að taka ákvarðanir, en ég get ekki að því gert að mér finnst stjórnmálalífið myndi henta yður betur en her- mennska .. ÁriS 1899 fékk Jennie lán, til að lcoma á laggirnar alþjóð- legu bókmenntatímariti, sem hún kallaði Anglo-Saxon Re- view. Hún naut þess aS vera ritstjóri blaðsins og gaf út margar greinar og ritverk frœgra manna, sem þá voru uppi. Winston bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, í Oldham, en hann tapaði í kosningunum. Þar sem samband var stöðugt milli Jennie og Georgs, varð fjölskylda hans uggandi og hrœdd um að þetta œvintýri myndi enda með hjónabandi. „Við Jennie ræddum oft um þetta", skrifaði Georg síðar. „Hún sagði alltaf að aldurs- munurinn væri of mikill og að hjónaband kæmi ekki til greina. Það er að sjálfsögðu eitt að skilja og viðurkenna hluti með höfðinu, en allt annað að finna þá af hjarta. Jennie var að vísu orðin fjörutíu og fimm ára, en hún var miklu yngri, bæði í anda og að útliti. Hana langaði til að vera ung í anda og Ge- org stuðlaði að því. Sjálf fann hún ekki til aldursins. En eins og Georg sagði: „Það var mikið talað“. Að sjálfsögðu heyrði Georg álit föður síns, eins og annarra ættmenna og það er ekki ólíklegt að faðir hans hafi sagt honum að hann fengi ekki árstekjur sínar frá honum, ef af hjónabandi yrði, já, það er mjög sennilegt að hann hafi hótað að gera hann arflausan. Þessi viðhorf og þrýstingur af hálfu fjölskyldu hans, hefði getað riðið Georg að fullu, því að fjárhagur hans og Jennie var jafnvel ennþá tvisýnni en aldursmismunurinn. Þau höfðu ekkert fé og það sem verra var, engan stuðning vina. Þau höfðu að vísu ást sína og hún var Jennie nóg, en myndi hún ein nægja Georg? Hann var ekki líkur henni í eðli sínu, ekki eins bjartsýnn og sveigjanlegur. Það leit því út fyrir að endi yrði bundinn á samband þeirra. En þá bárust óvænt tíðindi, sem breyttu öllu: Eftir tvo mánuði yrðu Bretar komnir í stríð við Búa í Suður-Afríku. Prinsinn af Wales hafði reynt að hafa áhrif til að fyrirbyggja hjónaband milli Jennie og Ge- orgs Cornwallis-West. Hann skrifaði honum: Minn kæri George West. Ég talaði við Lord Methuen í dag á stöðinni, þegar ég fór frá 5. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.