Vikan - 03.02.1972, Page 44
Sir Redvers Buller, og ég hvatti
hann til að kveða yður til liðs
við sig, svo ég vona að því verði
komið í kring. Ég öfunda yður
af því að fá að vera með svo
góðri herdeild, óska yður svo
alls góðs og að þér komið heill
til baka.
Yðar einlægur,
Albert Edward.
Prinsinn af Wales hefir lík-
lega vonað að þetta yrði til að
koma í veg fyrir hjónaband og
að aðskilnaðurinn myndi verða
til þess að þau gleymdu hvort
öðru. En sú varð ekki raunin.
í þann stutta tíma, sem Ge-
orge dvaldi í London, neitaði
hún öllum heimboðum, til að
geta verið sem flestar stundir
með honum. Hún neitaði jafnvel
einu glæsilegasta heimboði árs-
ins, árlegu helgarboði frá Wolf-
erton lávarði, sem þau hjónin
héldu til heiðurs prinsinum af
Wales.
Áður höfðu þau Jennie og
George verið ákaflega varkár
og yfirleitt ekki látið sjá sig
saman á mannamótum, en nú
brá öðru vísi við. Þau sáust alls-
staðar saman og Jennie fór með
George í búðir, til að kaupa
fatnað og annað til ferðarinn-
ar og það var sagt frá því háðs-
lega í slúðurdálki að þau hefðu
sézt saman í leikhúsi þar sem
verið var að sýna Elixir o/
Youth.
Herdeild hans fór frá Sout-
hampton á litlu skipi, sem hét
„Nubia“.
Um þetta leyti heimsótti frú
A.A. Blow Jennie. Hún var gift
framkvæmdastjóra eins auðug-
asta námafélags Suður-Afríku.
Frú Blow hafði fengið hugmynd
sem hún sagðist ekki geta fram-
kvæmt, nema Jennie tæki það
að sér. Hugmyndin var sú að
senda amerískt spítalaskip, til
að hjúkra særðum hermönnum
í Suður-Afríku.
í fyrstu var Jennie hikandi.
Hún ræddi þetta við vin sinn,
Sir William Garstin, sem hvatti
hana til að koma þessu í fram-
kvæmd. „Trúðu mér,“ sagði
hann, „þetta skapar þér sess í
sögunni, auk þess að það er
mjög aðkallandi að auka hjúkr-
unarstörf við vígstöðvarnar."
,Á þeirri stundu ákvað ég að
gera þetta,“ sagði Jennie.
Og hún beið ekki boðanna.
Það voru haldnir hljómleikar
og allskonar skemmtanir og
ágóðinn látinn renna til hjálp-
arstarfseminnar. Mörg fyrirtæki
gáfu hjúkrunarvörur og hjálp-
argögn og ávísanir streymdu
inn, allt frá nokkrum shilling-
um upp í þúsundir punda.
Jennie vildi fá amerískt skip
og hún sendi skeyti til frænda
síns, Theodors Roosevelt (sem
þá var fylkisstjóri í New York)
og bað hann um aðstoð, en hann
sá engin ráð til úrlausnar. Þá
var það amerískur auðkýfingur,
Bernard Nadel Baker, sem kom
til hjálpar. Baker hafði stofnað
Atlantic Transport Company í
Baltimore og hann bauð brezku
stjórninni eitt af skipum félags-
ins til afnota meðan á stríðinu
stæði. Þetta var höfðinglegt til-
boð, ekki sízt vegna þess að
Baker bauðst til að kosta rekst-
ur skipsins. Þetta svaraði til 20
þúsund dollara á mánuði.
í New York Times var sagt
frá þessu: „Sá möguleiki að
Lady Randolph Churchill fari
sjálf með ameríska spítalaskip-
inu „Maine“ til Suður-Afríku,
hefir vakið mikla athygli hér.
Frúin sagði í dag: „Það hefir
komið til mála að ég fari með
skipinu, en það er undir ýmsu
komið hvort af því getur orðið,
það hefir ekki endanlega verið
ákveðið“.
Það var að lokum ákveðið að
hún færi með. Jennie sagði:
„Maine“ á að vera að verulegu
leyti skip amerískra kvenna,
við viljum sýna að amerískar
konur geta tekið til höndum.
Ég fer ekki með „Maine“ vegna
þess að sonur minn er á víg-
völlunum, því að hann verður
í margra mílna fjarlægð, held-
ur vegna þess að ég vil sýna að
ég kann að meta rausnarlega
aðstoð og vil sjá til þess sjálf,
þar sem ég er í stjórn hjálpar-
starfseminnar, að allt sé gert
til að þessi aðstoð verði að sem
beztum notum.“
En eitt blaðanna sagði: „ARir
.hér í London hafa áhuga á því
hvað Lady Randolph tekur sér
fyrir hendur, þegar hún kemur
til Suður-Afríku. Það er ljóst
að aðalástæðan fyrir för henn-
ar er að elta herra George
West...“
Ollum undirbúningi var lok-
ið og „Maine“ gat lagt af stað.
Clara systir hennar hafði verið
veik, en hún kom samt til að
kveðja hana, ásamt tveim son-
um sínum. Jack var þar líka og
hann hafði hugsað sér að vera
um borð hjá móður sinni, þang-
að til skipið legði úr höfn, en
hann varð sjóveikur af velt-
ingnum og fór þessvegna frá
borði með frænku sinni.
Jennie var döpur og niður-
dregin, þótt allir á bryggjunni
væru ofsakátir, hrópuðu og
veifuðu. Hún var nýbúin að fá
símskeyti: „SœrSur, líklega
sendur heim. Láttu mömmu
vita, George.
í bréfi, sem barst henni of
seint, bað hann hana að fresta
för sinni, þangað til hann kæmi,
annars gætu þau misst hvort af
öðru og „það yrði alltof hræði-
legt“.
Þegar ,,Maine“ mjakaðist frá
hafnarbakkanum, var þokan
svo dimm að ekki sást handa-
skil. Jennie stóð á þilfarinu og
hlustaði á fagnaðarlætin og
drungalegt hljóð þokulúðranna
hefir örugglega ekki losað hana
við dapurleikann.
Jennie sá Winston, þegar hún
var í Suður-Afríku. Hún sá líka
eyðileggmgu og hörmungar
stríðsins og tók sjálf þátt í
hjúkrun hinna sjúku. George
skrifaði henni, meðan hann var
að ná sér eftir veikindin og
sagði henni að ennþá reyndi
fjölskylda hans að fá hann ofan
af þeim ásetningi að kvœnast
henni og kvœnast heldur rtkum
erfingja.
Það voru liðnir fjórir mánuð-
ir og einn dagur frá því ,,Maine“
fór frá Englandi. Þá hafði Jenn-
ie verið döpur í bragði. Nú stóð
hún á þilfarinu, geislandi af
gleði; um hvítan stráhatt henn-
ar var bundið blátt band með
fánum Bandaríkjanna og Bret-
lands. Hún var í blárri dragt og
bar merki ,,Maine“ á vinstri
barmi og Rauða kross prjón í
hálsbindi sínu.
Vinir hennar söfnuðust í
kringum hana, dáðust að því
hve hraustleg hún var og sögðu
að hún liti út fyrir að vera
fimmtán árum yngri en hún
var. Einhver rétti henni stóran
blómvönd.
Og þá sá hún George.
CornwaUis-West ofursti hafði
komizt yfir símskeyti, sem Le-
onie systir Jennie hafði sent
George, til að láta hann vita
hvenær von væri á skipinu og
hann ásakaði hana fyrir að að-
stoða þau við þessa ,,vitleysu“
og að uppörva Jennie í því sem
hann kallaði „brjálæðiskennda
ást sem hún ber til sonar míns“.
En Jennie var ekki haldin
neinu ástaræði; hún elskaði Ge-
orge. En hún hafði breytzt
nokkuð á undanförnum mán-
uðum og hún var ekki lengur
viss um hvað hún vildi.
Hún var orðin fjörutíu og sex
ára, en hún bar sig svo vel að
engum, sem ekki vissi betur,
gat dottið það í hug. Hún hafði
fylgzt með heimsmálunum af
aðdáanlegri glöggskyggni og
öfundarmenn hennar ásökuðu
hana um að vera „karlmannleg
í hugsun“. Hvernig hefði hún
-------------------------------------KLIPPIÐ HÉR -
Röntunarseðill
Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, í þv( númeri, sem
ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávísun/frfmerkjum (strikið yfir
það sem ekki á við).
Nr. 45 (9113) Stærðin á að vera nr.
..... Nr. 46 (8478) Stærðin á að vera nr. .
Vik«m - SimplíGity
-------------------------------------KLIPPIÐ HÉR -
Nafn
Heimili
44 VIKAN 5. TBL.