Vikan - 03.02.1972, Side 45
1 CREME
íFRAICHE
Coctailsósa ö^sinnepssósa
Cocktailsósa: ^2 dl af tómatsósu í dós af sjrÖum
rjóma.
Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sjrðum
rjóma.
Gott með fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu
kjöti, kjúklingum, kryddsíld, humar, rœkju o.fl.
MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK
annars náð því að verða svona
valdamikil? Fyrst á sviði stjórn-
mála, síðan sem blaðaútgefandi
og nú að lokum orðið heiðurs
aðnjótandi í stríðinu.
Hinn einlægi og ástfangni
George gat að lokum fengið
Jennie til að samþykkja að þau
kunngerðu trúlofun sína. Prins-
inn af Wales hafði átt langt
samtal við Jennie um þessi
áform hennar, og á hún þá að
hafa sagt við hann að „hún
þekkti hug sinn miklu betur en
prinsinn sjálfur“.
Það varð nú aðaláhugamál
Jennie að synir hennar sættu
sig við giftingu hennar. „Mér
finnst nokkuð sárt að hafa ekki
fengið línu frá hvorugum ykk-
ar“, skrifaði Jennie til Jacks.
Winston samþykkti þennan
ráðahag, en hann var greinilega
ekki ofsaglaður. Hann var fyrir
löngu búinn að segja að hann
ætlaði að losa sig úr hernum,
þegar Pretoria væri unnin.
Hann gerði það líka og lofaði
að koma heim fyrir brúðkaup
móður sinnar. Hún ákvað brúð-
kaupsdaginn í lok júlímánaðar,
þá yrði hann kominn heim.
Ekki einn einasti meðlimur
Cornwallis-West fjölskyldunn-
ar var viðstaddur brúðkaupið,
sem fór fram 28. júlí. Þrátt fyr-
ir vanþóknun ýmsra og opin-
bera gagnrýni, fékk Jennie ótal
hamingjuóskir, allsstaðar að úr
heiminum. Eitt kortið var með
svörtum köntum og á því stóð
einfaldlega á frönsku: „Tou-
jours en deuil“ (Alltaf syrgj-
andi). Það var frá Charles
Kinsky greifa.
Til allrar hamingju fyrir Ge-
orge, gerði faðir hans hann ekki
arflausan. Hún fékk áfram
sömu upphæð og áður frá fjöl-
skyldu sinni í Ameríku. Þau
voru því það vel fjáð að þau
höfðu efni á að fara í stutta
brúðkaupsferð til Belgíu og
Frakklands og síðustu vikunni
eyddu þau í Skotlandi. Winston
var búinn að fá sér íbúð í Lon-
don. Nú stóðu fyrir dyrum nýj-
ar kosningar í Oldham og Win-
ston var reiðubúinn að reyna
aftur að bjóða sig fram, og í
þetta sinn hafði hann von um
að sér gengi betur. Hann ákvað
að trufla móður sína á brúð-
kaupsferðinni til að fá aðstoð
hennar. „Ég vona að þið George
getið komið hingað og búið á
Queens Hótel í Manchester, síð-
ustu fjóra, fimm daga fyrir
kosningadag. Það er álitið að
nærvera þín geti haft nokkuð
góð áhrif á kosningarnar. Jenn-
ie kom, en George kom ekki
með henni. Winston vann kosn-
ingarnar í þetta sinn.
George hafði verið ákveðinn,
þegar hann tók þá rómantísku
ákvörðun að kvænast Jennie og
nú þurfti hann að horfast í augu
við brauðstritið. Sir Ernest Cass-
el, gamall vinur Jennie, sagðist
geta haft áhrif í þá átt að út-
vega honum starf við Central í
London Railway og það varð úr
að George varð einn af starfs-
mönnum fyrirtækisins í Glas-
gow. Það varð því nokkuð
furðulegt upphaf búskapar
þeirra; George í Glasgow við
vinnu sína og Jennie í London,
þar sem hún starfaði við út-
gáfu Anglo-Saxon Review. Þau
hittust um helgar, annaðhvort í
London, eða á einhverju sveita-
setri hjá vinum hennar. Það var
því eins og þau væru ennþá í
tilhugalífinu.
Það slitnaði upp úr kunnings-
skap Winstons og Pamelu
nokkrum mánuðum áður. Jack
kom heim úr herþjónustu og
hann var ennþá ekki ákveðinn
í hvað hann tæki sér fyrir hend-
ur. Jennie bauð honum að búa
hjá þeim George. Hann var
ennþá jafn rólegur og aðlaðandi
og áður, og fannst henni það
dálítið skrítið að búa með þeim
báðum, en George var mikið
að heiman, þurfti mikið að ferð-
ast fyrir fyrirtækið, svo það
var eiginlega þægilegt fyrir
hana að hafa einhvern af herr-
unum i fjölskyldunni heima.
Jack kom sér fljótlega í sama
starf og hann hafði haft fyrir
stríðið.
22. janúar árið 1901, klukk-
an 6.30 síðdegis, andaðist Vict-
oria drottning. Albert Edward,
prins af Wales varð nú Edward
VII. Nú rann upp nýtt tímabil
í sögunni. Winston sagði við
móður sína: „Heldurðu að hann
haldi vináttu við þig áfram?“
10. ágúst árið 1901, var nafn
Jennie Cornwallis-West í fyrsta
sinn skráð í gestabókina í Blen-
heim-höll. Konungurinn vildi
heldur hafa látlausa og góða
vini í kringum sig, heldur en
stásslega hirð. Hann var fyrir
löngu búinn að fyrirgefa Jennie
það sem honum hafði fundizt
vanhugsað hjónaband. Svo nú
var Jennie aftur horfin til fyrra
lífs og George með henni. Ge-
orge kallaði þetta síðar „hina
dásamlegu daga“.
Hvert sem konungurinn og
fylgdarlið hans fór, þá voru þau
Jennie og George jafnan í fylgd
með honum.
Jennie og Winston hittust nú
æ sjaldnar, þar sem leiðir þeirra
lágu sitt í hvora áttina. Win-
ston var orðinn tuttugu og átta
ára og Jennie óskaði þess inni-
lega að hann kvæntist og stofn-
aði heimili. Eftir að hann hafði
skilið við Pamelu voru tvær
stúlkur búnar að hafna bónorði
hans; hin auðuga Muriel Wil-
son og hin fagra ameríska leik-
kona, Ethel Barrymore. í gesta-
bókinni í Blenheim stendur 13.
júlí árið 1902 að Ethel Barry-
more hafi verið þar í fylgd með
Jennie og fjölskyldu hennar.
Winston hélt samt alltaf upp-
teknum hætti að skrifa móður
sini ef hann þurfti á aðstoð
hennar að halda og fékk oft léð-
an einkaritara hennar. Stutt
bréf hans enduðu oft á spurn-
ingu um hvort hann væri ekki
boðinn til kvöldverðar.
Svo leið að krýningardegi. 9.
ágúst 1902. Til krýningarinnar
í Westminster Abbey var að-
eins boðið háaðlinum og kon-
unglegu fólki. En í konungs-
stúkunni sátu samt nokkrar
fagrar konur, sem höfðu verið
góðar vinkonur hans. Þar á
meðal þáverandi ástkona hans,
frú George Koppel, Jennie og
tengdamóðir hennar. Bezti vin-
ur konungsins, de Soveral
'markgreifi, heyrðist tauta: „Það
er víst fátt sem þessar konur
vita ekki um Edward kon-
ui:g...“
VIII. hefti af Anglo-Saxon
Review var helgað þessum at-
burði, með forsíðumynd og rit-
stjórnargrein. í því hefti voru
líka greinar eftir George Bern-
ard Shaw, John Oliver Hobbs,
Winston Churchill og mág
Jennie, Moreton Frewen, sem
skrifaði um niðursuðu á fiski,
hundrað árum á undan tíman-
um. Grein Winstons, sem hann
var lengi búinn að lofa móður
sinn, var um brezka riddaralið-
ið. Þar var líka grein um „fagra
heimilislist" eftir ritstjórann og
útgefandann, sem kallaði sig
frekar Lady Randolph Churc-
hill en frú George Corwallis-
West.
Þótt tímaritið vekti mikla
hrifningu, bókmenntalega séð,
þá var fjárhagur þess bágbor-
5. TBL. VIKAN 45