Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 26
Heharsúpur FRÖNSK LAUKSÚPA '/2 kg laukur 1 '/2 I teningasoð 50 gr smjör eða smjörlíki 4—6 sneiðar franskbrauð 100 gr rifinn ostur salt, pipar timian hvítvín Steikið laukinn í feitinni án þess að brúnast. Vatninu hellt á ásamt kryddi. Látið súpuna sjóða í ca. V2 klst. og bragðið til. Setjið ca. 1 dl af hvítvíni saman við. Hellið súpunni í eldfastar skálar eða eina stóra eldfasta skál. Ristið fransk- brauðið og setjið það ofan á og stráið ostinum yfir. Bakið við mikinn hita ofarlega í ofni við yfirhita eða grill í ca. 5 mínútur og berið fram strax. TÖMATSÚPA MEÐ PIPARRÖTARRJÖMA 1 ds. niðursoðnir tómatar % dl vatn eða kjötsoð 1 ds. tómatsúpa timian, salt, pipar 2 dl þeyttur rjómi graslaukur piparrót Merjið tómatana saman við soð- ið og tómatsúpuna. Látið suðuna koma upp og bragðið til með kryddinu og sherry ef vill. — Þeytið rjómann og setjið pipar- rótina saman við. Setjið síðan þeytta rjómann á. um leið og súpan er borin fram, og stráið klipptum graslauk- yfir ef hann er fyrir hendi. GRÆNMETISSÚPA 100 gr salt flesk 100 gr reykt flesk 2 laukar 2 msk. olía V4 stk. selleri 3 tómatar eða 2 msk. tómat- kraftur 2 gulrætur 1 púrra '/» hvitkálshöfuð 2 kartöflur 100 gr spaghetti 1V2 I hænsna- eða kálfakjötsoð salt, pipar, kerfill Skerið fleskið I strimla og saxið laukinn gróft. Sett í pott ásamt olíunni. Gætið þess að það brún- ist ekki. Grænmetið skorið í smábita og sett saman við. — Flysjið tómatana og skerið í bita og setjið saman við ásamt kjötsoðinu. Látið súpuna sjóða í um það bil 10 mínútur. Brjótið spaghetti í litla bita og setjið saman við og sjóðið ( 10—15 mínútur. Bragðið til, einnig þarf ekki að fylgja uppskriftinni hvað magn af grænmeti snertir, held- ur getur hver húsmóðir sett ann- að í staðinn en það sem gefið er upp. FlN SVEPPASÚPA 250 gr sveppir 1 ds. sveppasúpa 1 I kjötsoð 2 msk. hveiti 1 '/2 msk. smjör salt, pipar sherry eða portvin Hreinsið sveppina og skerið i sneiðar. Notið eggjaskerann til þess. Steikið í smjöri og hellið soðinu og sveppasúpunni á. — Sjóðið með kryddinu og jafnið til með hveitinu. Vínið sett í rétt áður en súpan er borin fram. Ostakex eða ostastengur bragðast vel með þessari súpu. GRÆNBAUNASÚPA M/OSTASTÖNGUM 2 ds. grænar baunir (ca. 400 gr) 3—4 dl soð eða vatn með 2 súputeningum 1 V2 msk. smjör eða smjörlíki 1 V2 msk. hveiti laukduft eða 1 msk. rifinn laukur salt, pipar 1 dl rjómi 1 dl þeyttur rjómi 1 tsk. rifin piparrót eða þurrkuð lítill pk. frosnar rækjur Merjið baunirnar í gegnum gata- sigti. Blandið baunamaukinu með soðinu og látið suðuna koma upp. Smjörlikið hrært lint og hveitið sett saman við. Þessi mjölbolla er síðan sett saman við súpuna ásamt rifna laukn- um. Sjóðið við vægan hita i nokkrar minútur. — Rjómanum bætt út í. Þeytið rjómann og bætið pipar- rótinni saman við. Setjið rjóma- skeið á hvern disk og nokkrar rækjur um leið og borið er fram. Ostastengur er mjög Ijúf- fengt að bera fram með þessari súpu. OSTASÚPA 1V4 I kálfa- eða hænsnasoð 2 eggjarauður 1 00 gr rifinn ostur 2 dl þeyttur rjómi 2 msk. smjör eða smjörlíki paprika Bræðið smjörið og setjið hveitið út í og þynnið með kjötsoðinu. Látið sjóða í 10 mínútur. Þeytið rjómann og blandið með eggja- rauðunum og rifna ostinum og setjið í súpuskálina. Hellið sjóð- andi heitri súpunni á og hrærið í á meðan. Papriku stráð yfir. Berið súpuna fram á heitum diskum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.