Vikan


Vikan - 15.06.1972, Síða 4

Vikan - 15.06.1972, Síða 4
f Hvað er verið i að skamma mann? Eru þetta ekki Sommer-teppin, Jrá Litaveri sem þola allt^P Teppin sem endastendast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppjn eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, síslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppin hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 PQSTQRINN XogY Elsku Póstur! Ég er í hræðilegum vanda sem enginn getur hjálpað mér úr nema þú. Það er út af tveim strákum sem við skulum kalla X og Y. Ég byrjaði með X i janúar, en svo fékk ég svo mikinn leiða á honum að ég sagði honum upp, og sama kvöld var ég með öðr- um strák sem við köllum Y. Ég tek það fram að eftir að ég hætti með X ætlaði ég ekki að vera með neinum á föstu. Þegar ég var með Y þarna sama dag og ég sagði X upp, kom einn strák- urinn í partíinu, sem ég var í með Y, þessu þannig fyrir að þegar ég fór þarna um kvöldið var ég komin á fast með Y, en þá var ég búin að fá ógeð á honum. Daginn eftir frétti X þetta og varð alveg óður, en þá vildi ég byrja með honum aftur því að þá sá ég að ég var hrifin af honum en hann vildi það ekki (en vinkona mín segir að hann sé samt eitthvað hrifin af mér). Elsku Póstur, hvað á ég að gera? Á ég að hætta að skipta mér af X? En ég veit að það mun ganga illa. Ég er ekki búin að segja Y upp, en ég vil helzt gera það, en ég þori það ekki. Vonandi fær þetta bréf ekki fría ferð í fötuna, því þetta er áríðandi. Deidsí. P.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Hvernig eiga Krabbinn og Meyjarmerkið sam- an? Þú ert búin a8 fá ógeS á Y og vilt segja honum upp, en þorir það ekki. Drífðu í því að losa þig við hann og hættu líka aS hugsa um X, því að úr því þú fékkst þennan mikla leiða á hon- um á sínum tíma er óliklegt að hann sé þér mjög mikils virði heldur. Skriftin er dálítið ringulreiðar- leg og gæti bent til þess að þú værir fremur ístöðulaus. Jómfrú og Krabbi eiga að mörgu leyti vel saman, bæði innhverf, hlé- dræg og tilfinninganæm. Þó getur stundum valdið árekstrum að Jómfrúin leggur megináherzl- una á skynsemina en Krabbinn hins vegar á tilfinningarnar. X og Z Kæri Póstur! Viltu vera svo góður að birta þetta bréf fyrir mig. Ég er fimmtán ára gömul og er hrif- in af tveimur strákum, sem eru bræður. Þeir eru sextán og seytján ára. Ég hef verið með stráknum sem er sextán ára og köllum hann X, en hinn Z. Ég hef verið með X í partýi og er ófrísk eftir hann, en hann vill ekkert með mig hafa en Z bróðir hans er ofsalega hrifinn af mér og er alltaf að reyna við mig. Elsku Póstur, viltu vera svo góður að segja mér hvað ég á að gera, á ég að vera með Z? Hann er ofsalega saetur. Hvernig eiga fiskarnir og tví- buramerkið saman? Hvernig er skriftin, hvað lestu úr henni? Með fyrirfram þökk. Ein í klandri. Fyrst þú ert hrifin af þeim báð- um og Z er spenntur fyrir þér, skaltu bara taka hojnum með þökkum, enda er ekki að sjá annað á bréfinu en þér sé sama hvor er. Fiskar og tvíburar eiga erfitt með að botna hvor ■ öðrum. — Skriftin er skýr, en nokkuð stór- gerð og ekki mjög áferðarfal- leg. Hún bendir helzt til þess að skapsmunir þínir séu ekki í góðu jafnvægi. Stoppið fyrir puttaferðalöngum Kæri Pósturl Ég vona að þú birtir þetta bréf fyrir mig. Mig langar bara að koma þessum orðum einhvers staðar á framfæri fyrir sumar- tímann. Kæru íslendingar- Verið svo vænir að stoppa fyrir putta- ferðalöngum, ef pláss er í bíln- um hjá ykkur. Þetta er ekkert neyðaróp, en sumir ykkar gera það sjaldan eða aldrei. Tjása. Tvær hrifnar af tveim Kæri Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur, sem erum hrifnar af tveim strák- 4 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.