Vikan


Vikan - 15.06.1972, Side 9

Vikan - 15.06.1972, Side 9
samfara friðarhugsjóninni, öðru nafni mannhelgishugsjón hans: Engu mannslífi má eyða, láta heldur sitt eigið líf alsaklaus, svo sem hann sjálfur gerði, en að rísa gegn meingjörðarmann- inum. Ótalinn er fagnaðarþáttu- inn í kenningu Jesú, sem, öllu þessu er samfara, gleðiþoðskap- urinn sjálfur, þoðskapurinn um sigur hins góða í tilverunni. Síðast en ekki síst, þó því sé oftast gleymt, er það höfuð- kenning Jesú að vara við að ánetjast þeim verðmætum, sem aðeins verða virt til fjár og í tölum talin, og því hefur kirkjustofnuninni, og oss kirkj- unnar mönnum í aldanna rás, verið hættast við að gleyma. Þegar að því kemur að selja eigur sínar og gefa fátækum andvirðið, — og koma síðan og fylgja honum, — fer nær öllum eins og ríka unglingnum í ritn- ingunni, að þeir ganga burt í stað þess að fylgja honum. Þess vegna hefur bræðralagshugsjón Krists orðið að bræðravígum í veraldarsögunni, að menn elsk- uðu Mammon meira en bróður sinn, föður og móður, þess- vegna hefur friðarhugsjón Krists snúizt upp í ófriðarbál í höndum þeirra. sem kennt hafa sig við hann, þessvegna hefur mannhelgisboðskapur hans snú- izt. unn í ofsóknir og ólýsanlega grimmdarkapítula í mannkyns- sögunni, þessvegna hefur rétt- iætishugsjón hans verið fótum troðin, þessvegna hefur sann- leika Guðs verið umsnúið í lygi, kærleikanum í hatur og hefni- girni. gleðiboðskapnum sjálfum ’ sorgarfréttir. Þessvegna hefur g^ngið svo grátlega seint að gera kenningu Jesú að veru- ’eika að menn hafa elskað fjár- muni og auðæfi um alla hluti fram, sem hann varaði þó mest við, en forsmáð hin andlegu verðmæti, sem hann lifði og dó fyrir, en „sá sem heldur að peningar séu veruleikinn er vit- laua“, eins og norðanstúlkan segir í Atómstöðinni. í hjarta sínu dá menn þó kærleika, frið, réttlæti og bræðralag, sem hann boðaði, þótt hið góða, sem vér viljum, gerum vér eigi vegna mamm- onshyggju eins og ríki ungling- urinn. Það er síður en svo að þessar hugsjónir bægi mönnum jrá Jesú jrá Nasaret, þær laða oss einmitt að honum, oss nú- tímamenn ekki síður en aðrar kynslóðir, þótt oss bresti þrek til að framfylgja þeim, eða vér afsökum oss með því. En ýmsar kirkjukenningar varna mörgum manninum vegar til hans, því er ekki að neita, svo blóðugt sem það má heita, ekki síst þeg- ar tekið er tillit til þess að enga þessa kirkjukenningu setti hann fram sjálfur. Þann sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka, sagði hann hinsvegar, og allt sem hann sagði gerði hann. Enda gátu allir komizt að hon- um og þyrptust í kringum hann, er hann var hér á jörðu, en hvað eftir annað er sagt frá því í guðspjöllunum að lærisveinar hans ætluðu að setja upp ósýni- legar hindranir í kringum hann, til að bægja fólki frá honum; samanber þegar hann sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín en bannið þeim það ekki“, eða þegar hann nam staðar og bauð að kalla á blinda manninn, sem lærisveinarnir höfðu verið að þagga niður í, þegar hann hrópaði á Jesú, — og gaf blinda manninum sjónina. Þessi til- hneiging til að reisa ósýnilegar hindranir milli hans og fólks- ins, sem bólaði þegar á meðan hann var á dögum, jókst og margfaldaðist í aldanna rás inn- an kirkjunnar og tók á sig myndir hinna ýmsu miður að- gengilegu kirkjukenninga, sem flestar miðuðu að því að vísu að taka hann í guða tölu, en aðrar kváðu á um aftaka-við- urlög ef út af markaðri braut mannasetninga var vikið. En flestar, ef ekki allar þessar kirkjukenningar, eða samþykkt- ir samanburðar á kirkjuþing- um, eiga sammerkt í því að stía mönnum fremur frá honum en hitt og jlœkja einjöld og Ijós orð og sannindi. Vér skulum t.d. nefna kenn- inguna um meyjarfæðinguna, að Jesús hafi ekki verið hald- getinn sonur Jósefs heldur Guðs enda þótt María segi einfaldlega við hann tólf ára í musterinu: Faðir þinn (Jósef) og ég höfum leitað þín harmþrungin. Ég las áðan frá altarinu einu oiðin, sem kirkjan bvggir kenninguna um meyjarfæðing- una á. Tók nokkur eftir því að slíkt fælist í þeim orðum, er engillinn mælti og hljóða svo: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta yfir- skyggja þig. Fyrir því mun og Framhdld á bls. 45. 24. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.