Vikan


Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 10

Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 10
 itliiilg! : ÞAÐSEM BÍÐUR ÞEIRRA Á ÍTALÍU sMB §§§ ': >:■: : ' í?Sí5&íSý::Síícii5« Hundrað milljónir farfugla drepnir árlega í net sem þessi veiða Belgar og ítalir farfugla í stórum stíl. Hver sem er getur keypt sér veiSileyfi. Margar hættur verða á vegi farfuglanna frá Afríku til Norðurlanda. En versti óvinur þeirra er maðurinn. Á meginlandi Evrópu eru þeir veiddir svo ákaft, að úr verður fjöldaslátrun ár hvert. Hætt er við útrýmingu sumra farfugla- tegunda, ef veiðarnar verða ekki stöðvaðar. Margur íslendingur hefur sjálfsagt. horft á eftir farfugl- unum, þegar þeir hópa sig sam- an til suðurflugs á haustin, og hugsað eitthvað sem svo: gam- an verður að sjá ykkur aftur að vori. En ekki er nú alveg víst að það standist. Þær eru margar hætturnar, sem sitja um líf eins pínulítils fugls á þúsundmílna- ferð hans frá Afríku eða Mið- jarðarhafslöndum upp til fs- lands. Hann verður að fljúga yfir víðáttumiklar eyðimerkur og háfjöll, yfir stormúfin höf. Hann verður að glima við ill- viðri, kulda og hungur. Sums- staðar eru ránfuglar á sveimi. Maðurinn er þó hættulegasti óvinur smáfuglsins, sem og annars lífs á jörðu hér. Þetta sumarið verða senni- lega hundrað milljónir farfugla veiddir í net og gildrur eða skotnir á meginlandi Evrópu. Hundrað milljónir smáfugla! Hvert ár verða smáfuglar Norðurlanda fyrir eyðileggj- andi áfalli. Áfalli, sem yfir þá dynur á leiðinni til sumarhag- anna. Það er geigvænleg hætta á að þeir lendi í neti einhvers fuglamorðingjans í Frakklandi eða falli fyrir skoti úr byssu einhvers sunnudagsveiðimanns á Ítalíu. Suður á meginlandinu bíða menn ekki með eftirvænt- ingu eftir að heyra söng smá- fuglanna. Þar er tekið á móti þeim með blýi og púðri. Þar eru þeir veiddir í nælonnet eins og fiskatorfur. Eða rottugildrur og maðkar og annað haft til beitu. Hundrað milljónir! Flestir þeirra eru drepnir og étnir. En margir eiga líka fyrir höndum leiðinlega ævi sem búrfuglar. Fjöldamorð þessi hefjast á haustin, þegar fugiaskararnir eru á leið til vetrardvalarstað- anna. í Belgíu einni eru veiddir á hverju ári á tímabilinu frá fyrsta október til fimmtánda nóvember um tuttugu milljónir smáfugla. Roger Arnhem, formaður belgískrar nefndar um fugla- vernd, skrifar: „Tuttugu þúsund fuglaveið- arar fara á kreik á veiðitíman- um. Gífurlegur fjöldi smáfugla er þá veiddur og seldur, annað- 10 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.