Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 12
Blærinn á augum Renauds fór
eftir dagsbirtunni: þau uröu sljó
og dimmléit i rökkrinu, blikuðu
sem bráðið gull, þegar sólskiniö
flóði um hár hans og framteygðan
hálsinn, sindruðu logum, sem
hófust og hnigu, þegar þau
skimuðu yfir heiðaflæmin,
þangað sem morgunroðinn
stafaði skáhöllu ljósi gegnum
blánandi þoku, hórarnir þruskuðu
i skóginum, fuglar styggðust á
fætur og kvistir svignuðu til og
frá.
Augnaráð hans var
makindalegt og mikillátt, eins og
endurskin af gullnum stálhjöltum
á rýtingi eða eins og glampinn af
heillaskildingnum, sem hangir á
beru brjósti sigaunastúlkunnar,
makindaleg og mikillát var lika
hrynjandinn i fótaburði hans og
lega armleggjanna, þegar hann
teygði úr sér endilöngum i
hitanum með hendur undir
hnakka sér og heyrði hornin
gjalla i fjarska og völlinn titra af
jódyn, er veiðimennirnir hleyptu
á skeið.
En þegar þögnin færðist ýfir,
undarleg og þreyjulaus, eins og
hún teygðist upp i oddhvelfingu
starandi eftirvæntingar, þar sem
tveir svartir siminnkandi deplar
hnituðu hringa efst uppi - þá
studdist Renaud við olnboga og
horfði þangað stórum augum með
varirnar hálfopnar. Og þegar
deplarnir rákust á og hröpuðu
niður - annar hörfandi i mjúkum
sveigum, en hinn sifellt uppi yfir,
eins og oddhvasst spjót - blátt
loftið bergmálaði af röddum, og
riddararnir þeystu fram til að sjá
leikslokin milli vals og hegra - þá
hljóp sveinninn á vettvang. Og
hann æpti upp yfir sig af gleði,
þegar valnum.sem ennþá titraði
af veiðihug, var lyft upp á hanzka
húsbónda sins með lafandi vængi
og hettu dregna fyrir augu.
Oft fylgdist hann með
fálkurunum inn i garðinn ábak við
höll herra Enguerrands og sá þá
baða gulu fæturna á
veiöifuglunum i málmskálum og
þurrka þeim siðan vandlega með
dúkum, sem voru með
fangamarki hvers um sig, eins og
þeir væru kóngabörn. Og hann sá
þá strjúka þeim bliðlega um
hálsinn, þangað til þeir lygndu
aftur nöktum augnalokunum og
hölluðust dreymandi að öxl
gæzlumannsins.
Og Renaud hefði feginn viljað
gefa tiu ár af ævi sinni eða einn af
sinum tiu fingrum, til þess að
mega halda þeim þannig, þessum
þóttafullu dýrum, en það var ekki
öllum veitt, þvi að þetta voru tigin
dýr. Hver fálki hafði sinn
sérstaka hanzka, sem var
flúraður eftir tignarstigi hans,
hver þeirra hafði sina útsaumuðu
hettu og sérstaka fæðu, og menn
töluðu til þeirra á einkennilegu,
fornlegu máli, með tilgerðar-
legum viðhafnarorðum. Það lá
við, að Renaud roðnaði, þegar
12 VIKAN 24. TBL.