Vikan - 15.06.1972, Page 31
hafði verið einn þátturinn í eðli
hans. I>að hafði ekki bjargað
honum, og ég, sem tilbað hann,
hafði svikið hann skammarlega
á þessari miklu örvæntingar-
stund hans. Það var lífið og það
er líka endalokin. Gæti maður
bara vakið upp hina dauðu ...
En það mundi engu breyta, það
yrði ekki annað en vítahringur,
og allt mundi bara endurtaka
sig.
Ég lét allt þarna kyrrt og
kallaði á frú Behmke til að
hreinsa ruslið úr háaloftinu.
Hana furðaði á þessari skipun,
því að ég hafði alltaf haft lok-
að og læst, þar sem dýrgripirn-
ir mínir voru geymdir.
— Hreinsa köngulóarvefina,
sagði ég. — Við skulum taka
almennilega til hérna.
Það varð ekki misskilið af
pugnaráði hennar, hvað hún
hélt mig vera og mig þurfti
heldur ekki að furða á því, þar
eð henni kom afskaplega vel
saman við tengdómóður mína.
Ég horfði á allt draslið borið
niður og síðan brennt úti í
húsagarðinum. Bréfin voru
fljót að blossa upp og verða að
ösku — jafnfljótt og ástarævin-
týrin og vináttan sem þau tákn-
uðu. Gamla líkamsfræðibókin
mín þumbaðist lengst gegn log-
unum, fyrst seildust þeir til
hennar en drógu sig samstund-
is í hlé, en svo komu þeir aftur
og glefsuðu í hana með vax-
andi hungri. Með þessa bók
hafði ég setið í baðherberginu
í sjúkrahúsinu og drukkið í
mig vísdóminn úr henni. En
bað var orðið svo langt síðan.
Þá hafði Robert komið inn og
sagt: Liggur á þessu, systir? Já,
þá þegar var hann farinn að
rugla fyrir mér lífinu!
— Hvernig stendur á því að
ónytsömustu hlutirnir eru oft-
ast lífseigastir? sagði ég við
KarL
—i Bandið á henni er seigt,
svaraði hann, — og svo fer það
dálítið eftir loftinu. Venjulega
dugar að hræra dálítið í því,
en annars gætum við notað of-
urlítið bensín.
Ég hafði gaman af að tala
við Karl, sem er talsverður
heimspekingur á sinn hátt. Ég
hafði tekið veskið, og komið
því fyrir í bókaskáp á öruggum
stað, þar sem enginn snuðrari
gat fundið það. Kannski mundi
ég einhverntíma gefa Robert
það, en bara ekki strax, ekki
fyrr en eftir langan tíma, þeg-
ar hann hefði líka leyst úr
þessari gátu. Hann mundi sjálf-
sagt leysa hana — ég gat lítið
að hafzt til að koma í veg fyrir
það.
Laufið fór að verða rykfallið.
Ég er ekkert hrifin af vorinu
og var því fegin.
—• Hversvegna? spurði Ro-
bert með áhuga.
—• Af því að það er ekki
nema blekking, sagði ég. — Öll
þessi fegurð er ekki annað spor
að endalokunum, og dauða-
dæmd. Trén seija upp þetta
skraut sitt, aðeins til þess að
frjóvgast — allt annað er ein-
ber lygi. Náttúran er andstyggi-
leg og að minnsta kost get ég
ekki þolað allan þennan hvíta
lit. Hann minnir mig á jarðar-
farir og hvít blóm á líkkistu.
— Hvers jarðarför hefurðu. í
huga?
— Hennar mömmu, vitan-
iega. Þegar pabbi dó, var ég svo
lítil og, Timothy var jarðaður í
Englandi. Hugsa sér, að við
vorum ekki einu sinni boðin!
Ég hló.
— Dettur þér nokkurntíma í
hug jarðarförin hans Webers
heitins?
— Vitanlega. Hún ætti nú að
vera í fersku minni. Mjög
áhrifarík.
—■ Einkennilegt, að hann
skyldi deyja um leið og þú
komst?
— Já, finnst þér það ekki?
Kannski hefur röddin í mér
verið dálítið hvell, en annars
var hún alveg eðlileg. Hrein
tilviljim.
- Ég er alltaf vantrúaður á
tilviljanir, sagði Robert.
— Ekki drap ég hann.
— Nei, auðvitað ekki. En
kannski hefur það riðið honum
að fullu að sjá þig?
— Það hlýtur næstum að
vera. Ég hef „illt auga“. Eins
og þú veizt þá er ég raunveru-
lega galdranorn. Ég skríkti.
Eins og ég hef sagt, get ég ver-
ið mjög kát. — Þú hefur gott
skopskyn, Robert. Alltaf kann
ég betur og betur við þig.
— Til hvers fórstu þangað?
— Til þess að skoða skógana
og nýgræðinginn, skilurðu.
Vildi vekja endurminningar og
þessháttar. Mér gat ekki dottið
annað betra í hug.
— Og sögðu skógarnir nokk-
uð við þig?
— Ég komst þangað aldrei.
Ég gleymdi því í öllu uppnám-
inu, sem varð, eins og þú getur
skilið.
— Ég er að reyna að skilja,
Vera. Víst reyni ég það. Og þú
beiðst eftir jarðarförinni?
— Ég gat nú ekki verið
þekkt fyrir annað.
— Já, vitanlega. En það var
eins og hugur hans væri úti í
þekju. Nú ertu enn búin að tala
af þér, sagði minn innri maður
aðvarandi við mig. — Þetta
samtal er að verða hættulegt.
Innri maðurinn minn er alltaf
klókari en ég sjálf, enda þótt
hann sé stundum býsna kald-
ranlegur. Ég talaði oft við hann
þegar ég var krakki. Við eigum
bókstaflega ekkert sameigin-
legt, heldur erum við beinar
andstæður. Robert hafði sagt,
að ég væri kleyfhugi, hefði
hann vitað af þessu. Ég ákvað,
að hann skyldi aldrei komast
að því.
Hann gerði það nú samt.
Hann fletti smámsaman af mér
öllum hulunum — að minnsta
kosti flestum þeirra. Það var
löng og torsótt leið, en Robert
lét nú ekki undan neinum tálm-
unum.
12.
Ég rak frú Behmke. Það var
nú enginn barnaleikur, því að
hún var svo andstyggilega
vandvirk, en hún hafði hnýsin
augu, og ég hafði séð hana
hvíslast á við tengdamóður
mína. Ég gat ekki þolað þetta
lengur, svo að ég sagði henni,
að ég ætlaði að gera húsverkin
sjálf. Auðvitað trúði hún ekki
orði af því, sem ég sagði. Nýja
stúlkan var heimsk og dálítið
heyrnardauf, en það kunni ég
einmitt að meta. Robert kink-
aði bara kolli, þegar ég sagði
Framhald. af hls. 49.
Ég hafSi gaman af aS tala viS Karl,
sem er talsverSur heimspekingur á sinn hátt.
£g hafSi tekiS veskiS og komiS
því fyrir í bókaskáp á öruggum staS,
þar sem enginn snuSrari gat fundiS þaS.
Kannski mundi ég einhvern tíma gefa
Robert þaS, en bara ekki strax, ekki fyrr en
eftir langan tíma - þegar hann
hafSi líka leyst úr þessari gátu ...
Framhaldssaga eftir Adrienne Mans
6. hluti
24. TBL. VIKAN 31