Vikan


Vikan - 15.06.1972, Side 35

Vikan - 15.06.1972, Side 35
NATASJA Framhald aj bls. 22. var alskýjaður og mér fannst ég finna regndropa á handar- baki mínu. Andrei greip hönd mína og þrýsti hana blíðlega og við gengum áfram stíginn meðfram rúgökrunum. Skyndi- lega nam hann staðar. - Hlustið, þetta eru nætur- galarnir, þeir syngja allar næt- ur í skógunum við Arachino. Ég heyrði ljúfan fuglasöng- inn. Ég haí'ði aldrei fundið eins vel nærveru hans, en skyndi- lega skall rigningin á og töfra- stundin var horfin. Hlaupum, sagði Andrei og við hlupum, hönd í hönd, yfir akurinn og i skjól við trén. Það var hlýtt og þurrt undir þéttu laufþaki trjánna, en mjög dimmt. Ég hafði það á tilfinn- ingunni að ég ætti líklega ekki að dvelja þarna. —- Ég verð að fara til að leita að Maryu, sagði ég. — Það styttir bráðum upp, sagði hann. Við hölluðum okkur upp að trjábol og ég fann að hann horfði á mig. Hvers vegna hafið þér klætt yður svona? sagði hann. — Ég held ég kunni betur við yður eins og þér eigið að yður að vera. Hann tók af mér húf- una með rauða bandinu og strauk með fingrunum gegnum vott hárið á mér. Það hefur sama lit og eldurinn, sagði hann. Litla enska stúlkan mín, — svo alvarleg og dug- leg. Þetta hljómar ósköp leið- inlega, sagði ég og reyndi að láta ekki bera á þvi að rödd mín var óstyrk. — Ekki leiðinlega, síður en svo. Hann hallaði sér fram og kyssti mig. Það var svo ósegj- anlega yndislegt að ég þorði ekki að hreyfa mig. Hann vafði mig örmum og varir hans struku varlega hár mitt, augun og regnvotar kinnarnar og fundu að lokum munninn, Ég stóð grafkyrr. Ég óskaði þess inni- lega að hann kyssti mig svona alla ævi. En svo fann ég að handtök hans urðu fastari. Mér varð hugsað til Natösju og alls þess sem hún hafði sagt um hann og sem hafði þjáð mig svo mjög síðustu vikurnar.. Svo reyndi ég að losa mig úr faðm- lögum hans. Gerið þetta ekki, sagði ég og stóð á öndinni. Hvers vegna ekki? Viljið þér ekki láta kyssa yður? Ég var fjúkandi vond við sjálfa mig. Ég hafði verið hon- um alltof auðveld bráð. Hvað skyldi hann hugsa um mig? Kyssti hann mig eins og sveita- stúlkurnar, þegar hann hafði ekki konu bróður sins. — Ekki svona, ekki yður. Ég er ekki eins og Natasja. Ég gat ekki séð svip hans í myrkrinu en ég heyrði breyt- inguna i rödd hans. Hvað kemur þetta Natösju við? Þér þurfið líklega ekki að spyrja mig um það. Þér vitið ekki hvað þér er- uð að tala um. Jú, það veit ég. Einhver alda reiði og örvæntingar um leið skall yfir mig. — Og Dmitri? Er það ekki nógu slæmt? Ég ætla ekki að vera leikfang yðar meðan hún skemmtir sér með öðrum. Um hvað eruð þér að tala? Ég var búin að segja meira en ég ætlaði. Ég hefði viljað taka orð mín aftur, en það var of seint. Hann tók undir hök- una á mér og lyfti andliti mínu upp að sínu. Þér skuluð finna út úr þvi sjálfur, þér skuluð spyrja Jean Renard. Svo sleit ég mig lausa og hljóp allt hvað af tók til mark- aðstorgsins. Tárin blönduðust saman við regnið. Ég hrasaði i sleipum leirnum og féll og þá náði hann mér. Hann reisti mig hörkulega upp. Hagið yður ekki eins og kjáni. Viljið þér að allir þo:ps- búar ímyndi sér að þér Rafið orðið að flýja undan mér? Hann greip um olnbogann á mér og leiddi mig upp á stíg- inn. A hlaðinu fyrir framan veit- ingahúsið stóð Marya og horfði órólega í kringum sig. Hún rak upp feginshljóð, þegar hún sá okkur. Andrei, ég vissi ekki að þú værir hér. Hvar hittir þú Rillu? Við erum búin að leita hennar alls staðar. — Við töfðumst af regninu, sagði hann stuttaralega. — Marya, farðu með hana heim til Arachino, áður en hún verður innkulsa. Hann var í frakka úr hjart- arskinni og hann fór úr hon- um og lagði hann yfir axlirn- ar á mér. Ég maldaðí í mó- inn, en hann sinnti því ekki. — Það er allt í lagi með mig. ég er vanur vosbúð. Mjúkt skinnið var blautt að utan og hlýtt af ylnum frá lik- ama hans. Ég vafði frakkan- um fastar að mér. Svo steig ég upp i vagninn og Marya tók taumana. Við kölluðum kveðjuorð til fólks- ins og lögðum af stað til Ara- chino. í fyrsta sinn á ævinni grét ég mig í svefn þetta kvöld. Allt er svo miklu stærra í Rússlandi en annars staðar, — landið, fólkið, tilfinningar þess og gerðir. Meira að segja sveppirnir voru stærri. ég hafði aldrei séð svo stóra sveppi, svo svala og flauelsmjúka viðkomu. Við fórum að tína sveppi. Marya, Paul og ég ásamt tveim eldhússtúlkum. Við vorum bú- in að fylla tvær stórar körfur og sátum í grasinu við ána, drukkum mjólk úr leirkrukku og borðuðum smákökur með kanelbragði. Skyndilega heyrðum við hófatak og Simon kom þeys- andi á harðaspretti eftir eng- inu. Hann lét hestinn stökkva yfir lækjarseitlu og stöðvaði hann svo rétt hjá okkur. — Hvað hefur komið fyrir? spurði Marya, skelfingu lostin og stökk á fætur. — Simon, hvað er að? Það er kaðalverksmiðjan, öskraði hann. Það hefur einhver kveikt í henni. Bænd- urnir eru eins og þeir séu brjálaðir. Þeir láta greipar sópa um hús verkstjórans . . . Guð einn veit hvað komið hef- ur fyrir hann. Ef ekkert verð- ur að gert þá stendúr allt þorp- ið í björtu báli fyrr en varir. Sögunarmyllan er líka í hættu Framhald í næsta blaði. GINGER BAKER Framhald aj bls. 32. flauta) og Ginger Baker (trommur). Beadle og Gregory eru báðir fyrrverandi sam- starfsroenn Bakers úr Airforce. Um þessar mundir eru Ging- ei Baker á ferðalagi með jeppa yfir þvera Sahara-eyðimörkina til Lagos, og er þetta í annað skipti sem hann leggur i slíka ferð. Sú fyrri var farin snemma sl. haust og var hún kvikmynd- uð. Þessi mun reyndar einnig vera kvikmynduð og verður síðan gerð sjónvarpskvikmynd um ferðalög Bakers, sem eru einskonar skoðunarferð um „fæðingarstaði“ afríkansks rokks. Fullgerð kvikmyndin sýnir sem sé Vestur-Afríkansk- an tónlistarkúltúr, allt frá trumbuhljómsveitum litlu þorp- anna, til stóru, rafmögnuðu Afro-rock og jazz hljómsveit- anna í borgunum. Ginger hefur einnig látið reisa margra rása stúdíó í Lag- os og þar hyggst hann ekki einungis hljóðrita sína eigin tónlist, heldur og annarra lista- manna í Nígeríu og nágranna- löndum. í júlí tekur hann upp tvær plötur með SALT og verður þeirri fyrri flýtt mjög á markaðinn, en hin siðari kemur svo með tíð og tíma. .18. ágúst koma SALT fram í fyrsta skipti og verður það á Jazz Festival sem haldinn verður í sambandi við Olympiuleikanna í Múnchen í Þýzkalandi. Síðan er það Amerika og loks Evrópa. ☆ LflUKRETTIR Framhald aj bls. 15. LAUKSÓSA 4—6 msk. saxaður laukur eða púrra 1 msk. smjör 2 msk. hveiti ca. 4 dl mjólk eða rjómabland salt, pipar 1 tsk. smjör Smjörið brætt í potti með þykk- um botni og setjið laukinn í og gætið þess að hann brúnist ekki. Hveitið sett út í og þynnt út með mjólkinni. Látið sjóða í 5^míni>t- ur. Hrærið í af og til. Takið sós- una af og bætið smjörinu út í. Þessi sósa er góð með síld og steiktu fleski, ef hún er notuð með fleski er fitan af fleskinu notuð í stað smjörsins LAUKSTAPPA (sósa) 1 50—200 gr laukur 2 msk. smjör V2 msk. hveiti V2 dl grænmetissoð, súpa eða rjómi Flysjið laukinn og saxið mjög fínt. Bræðið helming smjörsins f potti með þykkum botni og setjið laukinn í, látið meyrna í ca. 20 mínútur án þess að brúnast. — Merjið þá í gegnum sigti. Bræðið það sem eftir var af smjörinu og sáldrið þvf næst hveitinu í og þynnið með vökvanum. Bætið laukstöppunni út í og látið allt sjóða í 5 mínútur. Bragðið til með salti. Berið fram með lambakóte- lettum og lambasteik. Ef laukurinn er saxaður mjög fínt er hægt að komast hjá því að núa hann í gegnum sigti. 24. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.