Vikan


Vikan - 15.06.1972, Síða 36

Vikan - 15.06.1972, Síða 36
DALURINN MINN í STÆKKAÐRI MYND Framhald af bls. 27. Skaganum. Þá var ég komin undir fertugt. — Hve lengi varstu meö Dalalif? — Ætli ég hafi ekki verið sex-sjö ár með það. Þetta var auðvitað aukaverk meðöðru. Ég var alltaf að fara frá til að skrifa einhvers- staðar, þar sem enginn var nærri mér. Herbergin voru nú ekki mörg, en ég fór oft fram i búr og skrifaði þar. Og svo langaði mig náttúrlega að koma þessu á prent, en það veit ég að ég hefði aldrei getað af sjálfsdáðun, ég var svo hlédræg og kjarklaus. En bróðursonur minn, sem þá var i Reykjavik, fór með þetta suður. Hann gekk á milli útgefendanna en það vildi enginn lita við þessu, eftir ómenntaða kellingu sem ekki hafði neitt heyrst eftir fyrr. Þangað til Gunnar minn blessaður i Leiftri tók það, þá var hann I tsafold. Siðan hefur hann gefið þær allar út. Siðan hefur komið bók á hverju ári. — Hvað eru þær orðnar margar? — Ég held þær séu orðnar tuttugu og fimm eða sex, ég man það ekki alveg nákvæmlega. —- Tengdadóttirin var svo önnur sagan i röðinni? — Svo kom tengdadóttirin i þremur bindum, já. Ég hafði nú eiginlega enga sveit fyrir mér þar, bara það sem mér fannst ég sjá svona i huganum. — Hverja af sögum þinum ertu sjálf ánægðust með? — Ég held að Dalalif sé best. — Hvernig hagar þú þínum vinnubrögðum, þegar þú skrifar? Nú hefurðu væntanlega meiri tima en áður. — Núna hef ég góðan tima, þvi að ég er alein hérumbil allan daginn i húsinu.. Og ég hef nú raunar haft ósköp góðan tima allt siðan ég flutti úr sveitinni. Ég er alltaf hér fyrir sunnan á veturna, siðan ég varð ekkja, og hef ósköp góðan tima hér líka. Ég grip alltaf i þetta stund og stund, en helst má enginn vera nærri mér. Það er eins og ég fari þá inn I annan heim og sé þar hjá þessu fólki, sem ég skrifa um. — Hafðirðu ákveðnar persónur sem fyrirmyndir, þegar þú skrifaðir Dalalif? — Nei, engar. Þetta myndaðist bara i kollinum á manni. Mér finnst maður varla hafa leyfi til þess, að taka raunverulegt fólk og nota það sem persónur i skáld- sögu, — Sérðu persónur þinar ljós- lifandi fyrir þér? — Alveg hreint eins og ég horfi á þig núna. Og landslagið allt. Jájá. 1 mörgum sögunum likist það landslaginu austan við Skagafjörðinn. Ein eða tvær likjast Skaganum. Nema ég teygði nú held ég ennþá meira úr honum i sögunni heldur en hann er nú i raun og veru, þótt langur sé. Ég nefndi hann Húnanes. — Hverjar af sögupersónum þinum eru þér hjartfólgnastar? — Mér þykir ákaflega vænt um þær, hérumbil allar. — Hefur þér ekki dottið i hug að skrifa sögu úr þéttbýli? — Nei, það ferst mér nú held ég ver. En það kemur fyrir að ég verð að skrifa eitthvað úr þvi umhverfi. Það kemur fyrir svo- litið hér i Reykjavik. Ég hélt það væri nú klaufalegt, en það segir nú að það sé ekki. En best lætur mér að skrifa um þá tiö, meðan puðað var með orfinu og ljánum og eldað i hlóðunum og þetta nokkuð. Það er alltaf rikast i huganum. — Hefur þér aldrei dottið i hug að skrifa skáldsögur upp úr fornsögum? — Nei, það held ég mér dy tti nú aldrei i hug. Nei, það held ég sé eitthvað saman við þær sögur. Usss! Það held ég sé aðallega skáldsögur, ég skil nú ekki I öðru. Ég get aldrei komið þvi inn i huga minn hvernig þessir fyrstu land- námsmenn hér á íslandi hafa getað lifaö. Ég skil ekki i öðru en einhverjar skepnur hafi verið fyrir á landinu, þegar þeir komu. Annars hefðu þeir ekki getað búið. Varla hafa þeir getað flutt svo mikiö inn af búpeningi með sér. Og ekki vantaði það að nógir voru til að éta hjá þeim, þrælarnir og vinnufólkið. i r*ÍUi OU líuiíi Oii/iú iy i t. áhrifum frá einhverjum rithöfundum öðrum? — Nei, ég held ég skrifi ekkert likt neinum öðrum. Églasmikið, en það hefur mikið dregið úr þvi, núna þegar ég er búin að tapa sjón á öðru auganu. Og það sem ég las voru skáldsögurnar, alltaf hreint. 1 bernsku náði maður ekki i neitt nema fornsögurnar, ís1endingasögurnar og Noregskonungasögurnar, um annað var ekki að velja. Ég held að fyrsta skáldsagan sem ég las hafi verið litil saga eftir Torfhildi Holm, sem hét Högni og Ingibjörg. Mikið lifandis ósköp öfundaði ég þessa manneskju að geta skrifað þetta og komið þessu i bók. En þetta breyttist, þegar við komum inn á Höfðaströndina, þarvarsvo mikið bókafélag. Það var nú meiri gullnáman að komast i það. — Hefurðu ferðast mikið? — Það er nú litið. Það_ er helst núna, siðan börnin min fluttu hingað suður. Þá fór ég fyrst að fara hingað til höfuðstaðarins. Annárs hef ég ferðast ósköp litið. Þessi saptján ár sem ég var á Skaganum fór ég ekki nema tvisvar sinnum inn á Sauðárkrók. Þá sérðu það, hvort útslátturinn hefur verið mikill. önnur voru ekki ferðalögin, nema gangandi milli næstu bæja. — Var talsvert um böll og skemmtanir I þá daga i sveitinni? • — Já, það var veric að skralla, já, já. — Nú er Stiflan komin undir vatn. — Já, já, auminginn hún er alveg að hverfa. Tveir bæir uppi- standandi núna, sem er búið i. Hún hefur tapað ósköp miklu. Þeir fengu þarna rafmagn og sima, en þá var eins og væri bara sigað á þá hundum, þvi að allir stukku i burtu. Eftir að vera búnir að hanga án þessa i öll þessi ár. Það gerði nú Siglufjörður, óskaplega mikið. Þetta var svo mikið lúxuslif þar, i sildinni. — Hvernig kanntu við þig I Reykjavik? — Ég kann ágætlega við mig. Mér leiöist mest að ég sé aldrei fjöllin. Þetta eru ekki nokkur fjöll, sem ég sé hér. Ekki heldur i Grindavik, ég er þar oft. Já, þar áégson. Þarersama fjallaleysið þar. — Er þer ekki eitthvað sérstak- lega minnisstætt, frá þvi þú varst barn? — Ojú, það er . náttúrlega margt, sem maður man. Margt sem maður gruflar upp. I sambandi viö samferðafólkið, sem óðum er að tinast i burtu. Viö vorum tiu fermingarsystkini, en nú erum við þrjú eftir á bakkanum og biðum. Svona er það. — Þú sérð persónur þinar ljós- lifandi fyrir þér. Ertu kannski skyggn? — Nei, ég hef aldrei nokkurn tima séð nokkurn hlut svoleiðis. Ég trúi exki á huldufólk eða neitt svoleiðis. Ég held að það hafi bara verið hugmyndasmið fólks. Það var svo mikil trúin. Ég held ég muni það. Það var þarna hólaflasi niðri við ána, fyrir neðan Lund. Þetta voru kallaðir Alfhólar. Einn hóllinn var alveg sérstakur og var kallaður Kirkju- hóll. Og hann var nú bara i laginu ekkert ólikur kirkju, lágur að ofan, reisti sig svolitið að framan. Þarna sátum við krakkarnir lömbin i kringum þennan hól, það var þarna lækur hjá og grænt i kringum lækinn. Og svo vorum við alltaf uppi á hólnum að leika okkur, grofum i hann holur og bárum þangað upp steina neðan frá ánni. Það voru óskaplega fallegir steinar þar. Við settum þá i holurnar, þær voru kisturnar okkar. Og einu sinni, þegar ég var þarna ein og eitthvað að bauka, þá heyrist mér ég heyra hurð skellt undir fótunum á mér. Ég varð svo hrædd að ég hentist i hendingskasti ofan af hólnum. Þá hélt ég að huldukónan hefði verið að ganga um. Mér finnst ég heyra.dynkinn ennþá. — Það er vist ekki ofmælt að landið hafi tekið gagngerum breytingum á þinni æfi. Hvernig list þér á? — Breytingarnar eru svo miklar, að maður á erfitt með að imynda sér að þetta sé sami heimurinn. Og þó maður komi út i sveit, þá er þessi kaupstaðasiður orðinn alveg eins þar, með mataræði og alla skapaða hluti. Fólkið sefur ekki lengur I rúmum, það sofa allir svona i bekkjum, alveg eins og i kaupstöðunum. — Hvaða áhrif heldurðu að breytingarnar hafi haft á fólkið? Hefur það batnað eða versnað? —Ætli það sé bara ekki ósköp líkt og það var. Þetta er bara orðinn svo mikill fjöldinn á fólkinu. Og unglingarnir, þeir verða eitthvað að fá sér til að gera, og þá kemur skemmdar- fýsnin til. Og svo eru þeir alltaf að lesa sögur. Og horfa á sjón- varpið. Það held ég sé nú ekki bót að þvi. Það er æsandi fyrir börnin að sjá þessar hryðjuverka- myndir. Alltaf þessi skot og eltingar. Ég hef gaman af að horfa á ýmislegt i sjónvarpinu, til dæmis þegar samtöl eiga sér stað, en þessar hryðjumyndir, það get ég ekki horft á. — En nú lásu börnin forn- sögurnar i gamla daga, og ekki vantar hryðjuverkin þar. — Jújú. Og þá held ég strákarnir væru meö pott- hlemmana og prik að pota hver i annan. Eins var það á Króknum, ég sá það alltaf þegar strákarnir höfðu verið á biómyndasýningu þar sem bardagar höfðu verið. Þá voru þeir komnir með hlemma og prik. — Krókurinn hefur stækkað mikið siðan þú fluttist þangað? — Já, húsunum hefur fjölgað heil ósköp. En mannfólkinu fjölgar ekki að sama skapi. Þeir hafa bara rýmra um sig. 36 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.