Vikan


Vikan - 15.06.1972, Side 45

Vikan - 15.06.1972, Side 45
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - STMI10322 væri bezta aðferðin til að fá fuglakvikindin til að þegja, meðan hannu læddist með þá yfir landamærin. Hann lét dauðadrukkna fugl- ana síðan í plastpoka. Þegar pokarnir voru orðnir fullir faldi maðurinn þá í fóðri frakk- ans síns, hneppti frakkanum að sér og gekk svo yfir landamær- in. Viðskiptavinir hans biðu eftir honum hinum megin landa mæranna. í engu landi er fuglaveiðin stunduð af meiri ofsa en í ítal- íu. Talið er að á hveru vori lendi tíu milljónir farfugla í netjum ítalskra fuglaveiðara eða í gildrum þeirra, sem eru líkar rottugildrum. Álíka marg- ir eru veiddir á hverju hausti. Óskammfeilni ítala í þessum efnum á sér engin takmörk. Þannig er í bænum Sacile hald- in á haustin „hátíð drepnu söngfuglanna". Danski blaða- maðurinn Kaj Robert Svend- sen lýsir henni þannig: „Á veitingahúsunum eru þá étnir yfir hundrað þúsund læ- virkjar, þrestir, finkur og aðr- ir smáfuglar. Á götunum standa konur og plokka fugla í tug- þúsundatali, grillspjótin snúast og túristarnir hópast að til að smakka á þessu óvenjulega lostæti." í apríl 1968 bannaði ítalska stjórnin veiðar á smáfuglum að vori til. Það átti að vera fyrsta skrefið til að siða ítali í þessum efnum. Mikill mótmælagnýr gegn lögum þessum hófst þeg- arí stað, og fæstum datt í hug að hlýða þeim. Norðan til á Ítalíu er fugl- arnir einkum veiddir í net. Fuglaveiðararnir hafa þar sitt eigið stéttasamband og gefa út blað, og þeir eru duglegir að fá þingmenn á sitt band með hót- unum um að kjósa þá ekki, ef þeir berjist fyrir fuglafriðun. Samband þetta kom því til leiðar að þegar vorið 1970 var veiðibannið numið úr gildi. En jafnvel í Ítalíu fer þeim fjölg- andi, sem líta á fuglaveiðarnar sem svívirðu fyrir land, sem vill kallast siðað. Þegar veiði- bannið var afnumið, skrifuðu sjö hundruð þúsund manns undir mótmælabréf til land- búnaðarmálaráðherrans. Það er því ekki ólíklegt að bannið verði fljótlega aftur lögfest. í Frakklandi eru að vísu í gildi lög' gegn smáfuglaveiðum, en þau eru rækilega brotin, einkum suðvestan lands, þar sem yfirvöldin í héruðunum sjá vísvitandi í gegnum fingur sér við hina seku. Þar eru veiðarn- ar orðnar að stórfelldum at- vinnuvegi, og talið er að um sextíu milljónir farfugla séu veiddar í landinu árlega. í Vestur-Frakklandi eru um fimmtán þúsund veiðistöðvar til þessara hluta. í fyrra var dagveiðin, sem send var frá einni stöðinni í sekkjum og kössum með lest, fimm hundr- uð og átta kíló að þyngd! Á fundi alþjóðlega fugla- verndarráðsins í fyrra í Hol- landi var samþykkt áskorun til Frakklandsstjórnar um að stöðva farfuglaveiðarnar eins fljótt og mögulegt væri. Fugla- fræðingar eru sannfærðir um, að fuglalífinu á Norðurlöndum sé stór háski búinn af veiðun- um, og jafnvel viðbúið að sum- ar tegundir þurrkist út með öllu. Og eina leiðin til að koma í veg fyrir það er að mótmæla sem ákafast við stjórnir Belgíu, Frakklands og ftalíu. -fo HIN EIGINLEGA JESÚBYLTING Framhald af bls. 9. það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs. Engillinn víkur ekki einu orði að hold- getnaði hans, lýsir aðeins þeirri guðs blessun og afli andans, sem einkenna muni hið ófædda barn. Dettur nokkrum nokkuð Hkamlegt í hug þegar við segj- um að andinn komi yfir ein- hvern, að hann fyllist anda- gift. Þvert á móti. Kenningin um meyjarfæðinguna er blátt áfram fundin upp til að inn- sigla líkamlegan guðdóm Jesú frá Nasaret, í góðu skyni gert að vísu og honum til dýrðar, en fjarlægir hann oss um leið. Og það er meira en hæpið, ef byggja á kenninguna á ritning- arstöðum, að slá slíku föstu eins og bent hefur verið á hér að framan. Þessi kenning hefur að óþörfu orðið mikið ásteyt- ingarefni meðal upplýstra þjóða í almennum náttúrufræðum. Veit ég vel að almáttugum Guði er ekkert ómáttugt, hann getur gert undantekningar frá þeim náttúrulögmálum, sem hann hefur sálfur sett. En í frásögn- um ritningarinnar er hvergi talað um meyiarfœðingu, allra síst að Jesú geri það sjálfur. Og hví þá að búa þetta ásteyt- ingarefni til, aðeins til að klúðra einfált mál, sem sé það að ef heilagur algóður andi hefur búið í nokkru barni frá móðurlífi, þá var það í svein- inum sem fæddist í Betlehem. Það sem vér nefnum Guð er í hverju barni, hverjum manni, 24. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.