Vikan


Vikan - 15.06.1972, Page 51

Vikan - 15.06.1972, Page 51
Rjómaís milli steikar og kaffis isréttur er friskandi ábætir, sem fljótlegt er að útbúa. Vinsæld- ir hans við matborðið eru öruggar. Skemmtilegt er að fram- reiða hann á mismunandi hátt og fylgja hér á eftir nokkrar uppskriftir: ÍSSÚKKULAÐI. Fyllið glas að 1/3 með kakó eða kakómalti. Setjið nokkrar sneiðar af vanilluís í, skreytið með þeyttum rjóma og sultuðum appelsínuberki eða möndlum. JARÐARBERJAÍS MEÐ HNETUM. Ristið hasselhnetur þurrar á pönnu. Fjarlægið hýðið og saxið hneturnar gróft. Stráið þeim yfir ísinn og hellið 1 msk. af víni yfir (t. d. líkjör eða sherry). BANANAÍS, 1 skammtur. 1 banani / 3 msk. súkkulaðiis / 1 msk. sólberja- eða jarðarberjasulta / Vz dl þeyttur rjómi / 1 msk. hnetukjarnar. Kljúfið banana að endilöngu og leggið á disk. Setjið isinn yfir, skreytið með rjóma, sultu og söxuðum hnetum. IS I PONNUKOKUM er sérlega ódýr og Ijúffengur eftirréttur. Skerið vanillu- eða súkkulaðiís í lengjur, vefjið pönnuköku utanum, hellið súkkulaðisírópi, bræddu súkkulaði eða rifnu yfir. NOUGATÍS MEÐ APRIKÓSUM. Setjið til skiptis i glas nougat- ís, niðursoðnar aprikósur og möndlur. Blandið dálitlum sítrónu- safa saman við aprikósumauk og skreytið með því. HEIT ÍSTERTA. 1 sykurbrauðsbotn / 3 msk. sherry / 1A ds. niðursoðnir ávextir / 2 msk. saxað súkkulaði / 2 msk. saxaðar möndlur / 1 lítri vanilluís. Marengs: 4 eggjahvítur / 3 dl (250 g) sykur. Hellið sherryi yfir kökubotninn, setjið ávextina yfir og súkkulaði og möndlur þar yfir. Spænið ísinn upp og setjið hann yfir ávextina. Þeytið hvíturnar með 1 dl af sykri mjög vel, góða stund eftir að þær eru stífar. Blandið því sem eftir er af sykr- inum gætilega saman við. Smyrjið eggjahvítunum utan um ís- inn og bakið við mikinn yfirhita (300° C) í örfáar mínútur, eða þar til marengsinn er gulbrúnn. Berið ísréttinn fram strax. ÍSKAFFI. Fyllið hátt glas til hálfs með sterku, köldu kaffi. Leggið nokkrar skeiðar af vanilluís í kaffið, skreytið með þeytt- um rjóma og rifnu súkkulaði. <t> ‘Emm m ess| LbJ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.