Vikan - 10.05.1973, Qupperneq 4
Ef M ert að:
BYGGJA.
BREYTA
EBA BÆTA
bá líttu við í litaveri.
bví bií teíor ávatfl
bonaðag
LITAVER
Símar 32262 - 30280 oo 30480
Grensásvegi 22 - 24
P0STURINN
Aö smyrja brauð
Kæri Póstur!
Mig langar að biðja þig að upp-
lýsa mig um svolítið, sem ég
hef mikinn áhuga ó, og það er
eftirfarandi: Hvað er langt nám
að gerast smurbrauðsdama? Er
hægt að læra það í kvöldskóla?
Þarf maður að vera samnings-
bundinn á smurbrauðsstofu,
meðan á námi stendur? Mó
ólærð kona selja smurt brauð?
Ég vona, að þú svarir þessu
fljótt. Kær kveðja.
Ein áhugasöm.
----------^____________^
(r----------
Við fengum þær upplýsingar
hjá smurbrauðsdömu hér í bæ,
að þetta starf væri ekki hægt
að læra öðruvísi en af reynsl-
unni, og ekki vitum við til þess,
að neinn geti bannað þér að
selja smurt brauð.
Með krossgátudellu
Ég hef keypt Vikuna undan-
farna mónuði, aðallega vegna
krossgótunnar, ekki samt vegna
verðlauna, ég sendi aldrei lausn-
ir, heldur aðeins vegna ánægj-
unnar af að glíma við hana.
Einhvern tíma fór ég að asnast
til að lesa framhaldssöguna
„Skuggagil", ég segi asnast,
vegna þess að ég hef haft
meira ergelsi en ánægju af því.
Og það er vegna þess, hve þýð-
ingin á sögunni er hroðaleg, að
vísu hef ég ekki lesið hana á
frummálinu, en ég er viss um,
að það er sleppt heilum setn-
ingum, jafnvel heilum köflum,
svo nú hef ég hreinlega gefizt
upp á sögunni og held mér hér
eftir við krossgátuna. Mér finnst
skömm að svona vinnubrögðum
fyrir Vikuna, sem er annars
sæmilegt blað. Svo er það stóra
spurningin: Hvað segir þú um
skriftina, og getur þú lesið eitt-
hvað úr henni? Beztu kveðjur.
Jóna Jóns.
Ástæðan til þess að efni um-
getinnar framhaldssögu kom þér
spánskt fyrir sjónir er sú, að
það urðu gróf mistök við um-
brot sögunnar, þannig að hún
brenglaðist verulega í tveimur
blöðum. Okkur þykir vissulega
miður, að slík mistök skyldu
eiga sér stað, enda á þetta ekki
að geta komið fyrir. Af hverju
sendirðu aldrei ráðningu á kross-
gátunni, Jóna, þú færð 500-
kall, ef þú ert heppin, og það
er alltént fyrir nokkrum eintök-
um af Vikunni. Skriftin er góð
og lýsir vanafestu og reglusemi.
Hestatamning
Sæll Póstur!
Mig vantar upplýsingar um það,
hvort það sé nokkur skóli hér-
lendis með hestatamningar sem
sérgrein og hvort það sé hægt
að taka próf og verða hesta-
tamningamanneskja að mennt,
þá hvar, og hvað felst í nám-
inu. Þarf einhver próf, t. d.
gagnfræðapróf, til að komast í
þann skóla, og er aldurstak-
mark? Ég veit, að í Bændaskól-
anum á Hvanneyri eru kenndar
hestatamningar. Er hægt að
komast að þar og stunda hesta-
tamningar eingöngu? Ef ekki,
hvað þarf ég þá mörg ár, ef
ég tek alla súpuna? (Fyrirgefið,
bændur, ég er ekki á móti ykk-
ur). Póstur minn, þetta er nú
allt hálf ruglingslegt, en viltu
nú veita mér allar þær upplýs-
ingar, sem þú getur, því ég hef
svo mikinn áhuga ó að læra
hestatamningar. Ég er 17 ára
stúlka, gerir það strik f reikn-
inginn? Síðan langar mig til að
koma með þá áskorun, að þið
Vikumenn komið á fót föstum
umræðuþætti um eiturlyfjamál
og biðjið hassneytendur hér-
lendis að lýsa reynslu sinni, svo
þeirra eigin sjónarmið komi nú
einu sinni í dagsljósið, en ekki
bara þeirra, sem eru þeirrar
skoðunar, að hass komi mönn-
um til að sprikla og froðufella
o. s. frv. Svaraðu mér nú fljótt,
Póstur góður, því ég er svo
hræðilega óþreyjufull.
Með fyrirfram þökk.
Auður.
Es. Ég held, að skriftin min
bendi til kæruleysis og óþolin-
mæði, en hvað lesið þið úr
henni? Er ekki rangt að skamm-
stafa eftirskrift P.S.?
Búfræðiném í Bændaskólanum
á Hvanneyri tekur eitt ár, og
þar eru kenndar hestatamningar.
Krafizt er gagnfræðamenntunar
4 VIKAN 19. TBL.