Vikan

Issue

Vikan - 10.05.1973, Page 9

Vikan - 10.05.1973, Page 9
Röð kannana hefur verið gerð með tóman stól. „Sjáandinn" lýsir persónunni, sem í nóinni eða fjarlægri framtíð sezt í ókveðinn stól í leikhúsi eða fundarsal. Menn vita að stöku „sjáend- ur“ verða margs vísari um liðna atburði með því einu að snerta hluti, sem að einhverju leyti komu þar við sögu. Slík fyrirbrigði hafa verið könnuð mikið af sálfræðingum. Sígilt dæmi um slíkan einstakling er kona, sem franski sálfræðing- urinn Eugene Osty rannsakaði á fyrri hluta þessarar aldar. Vinur Ostys, sem var læknir, átti sumarhús úti á landi og fól það í umsjá gamals manns. Dag nokkurn hvarf maðurinn á dularfullan hátt. Leitin, sem framkvæmd var af ættingjum og nágrönnum og síðar lögregl- unni, bar engan árangur. Þá sneri læknirinn sér til Osty, því að hann vissi að hann var einmitt að rannsaka „sjáandi" konu, sem gæti — ef það var satt, sem um hana var sagt — komizt að hinu sanna og fund- ið manninn. Osty kynnti lækn- Læknum geta orðið ó mistök, ekki sízt þegar um er að ræða vanda eins og staðsetningu krabbameins. Hins vegar er það furðulegt, að venjuleg kona sjói úr fimm bundr- uð kílómetra fjarlægð það sem sérfræðingum yfirsést. inn fyrir konunni, sem sagðist fús til þess að reyna að leysa þennan vanda, en til þess þyrfti hún „vitni“ þ, e. a. s. hlut, sem týndi maðurinn hafði átt. Henni var fengin flík af manninum. Hún sat lengi með hana milli handanna áður en hún féll í trans. f því ástandi lýsti hún útliti mannsins, sem hún hafði aldrei séð, í smáatriðum. Hún sá hann yfirgefa húsið og garjga nokkurn spöl eftir stíg, sem hann sveigði síðan út af og kom þá að skurði. — Maðurinn hefur dottið á skurðbarminum, sagði konan. — Hann fékk hjartaáfall og dó eftir fáeinar mínútur. Lík- ami hans er grafinn í leðju og dauðum jurtaleifum. Læknirinn hringdi samstund- is út í sumarhúsið og leit var hafin samkvæmt upplýsingum „hinnar sjáandi". Maðurinn fannst þótt hann væri vart sýnilegur. Til að sjá virtist ekkert vera á staðnum annað en svolítil moldarhrúga. Nokkr- um klukkustundum síðar stað- festi læknirinn, að sá týndi hefði dáið af hjartaslagi. Séð hundrað ár aftur í tímann. Vísindarit um efni sem þessi eru nokkuð algeng. Það er samt hyggilegra að styðjast við fyrirbæri, sem doktor Cassoli rannsakaði, því að hann getur sjálfur skýrt frá þeim. „Fyrir nokkrum árum,“ seg- Um aldamótin kom út bók, þar sem sögð var fyrir harmsaga Evrópu. í einum kafla bókarinnar er lýst ofnunum, sem glæpamenn- irnir brenna menn, konur og börn í. Höfundurinn kallaði þessa glæpamenn meira að segja SS. ir hann, „rannsakaði ég konu frá Milano. Hún heitir Luisa Avalle. Hún gekkst undir alls. konar sálfræðileg próf og kann- anir auk þess sem gerðar voru sérstaklega undirbúnar tilraun- ir á henni. í einni slíkri voru henni sýnd gleraugu ásamt mynd af hlæjandi eldri konu, sem leiddi lítinn dreng. Um leið og konan snerti myndina og gleraugun sýndi hún greini- leg merki viðbjóðs og leit út fyrir að hún myndi kasta upp. Skyndilega fleygði hún sér á gólfið og lá hreyfingarlaus á 19. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.