Vikan - 10.05.1973, Side 12
BLAA
EKKIAN
Smásaga eftir Harry Mark
Petrakis
Við pöntuðum einhvern mat.
Ég helti enn i glasið hjá henni.
Eftir stundarkom skreyttu rjóðir
blettir kinnar hennar og
tennumar blikuðu, hvitar og jafnar
þegar hún brosti.
— Mér finnst svo langt siðan ég
hef setið svona og bragðað vin
og talað við einhvem.
Eitthvað settist að mér i fyrsta
skiptiö sem ég sá hana Angelu
ekkju i matvörubúðinni hans
Mantaris gamla. Eitthvað meira
en þessi venjulegi órói i holdinu,
sem maður finnur til i návist
fagurrar konu. Ég komst i sömu
vandræðin og venjulega ef ég sé
kvenpersónu, sem ég má ekki
snerta á, samstundis. Þegar hún
var farin út með brauðið og
ostinn, sem hún var að kaupa,
spurði ég Mantaris gamla um
hana.
Hann neri hnúaberum
fingrunum um kinnarnar, sem
voru eins og leður á aö lita. Dró
djúpt að sér andann og and-
varpaði. Já, þetta er nú kven-
maður i lagi, finnst þér ekki? Hún
var fædd og uppalin i fjöllunum i
gamla landinu. Fullorðin
fjórtán ára. Svo kom hún hingaö
til lands og giftist mannjötni, sem
fékkst við framieiðslustörf. Og
svo dó maðurinn.
— Hvað er langt siðan hann dó?
spurði ég.
Hann hristi höfuðið hægt og
reyndi að koma þvi fyrir sig. —
Tvö ár, sagði hann loksins. —
Kannski svolitiö lengra. Hann var
Spartverji. Stór maður með
glimumannshandleggi. Og siðan
hefur hún setið i sorg.
Tvö ár eða rúmlega það. Það
var oflangur timi fyrir konu, sem
var vaxin eins og Angela ekkja,
til að loka hjarta sitt inni.
Þá áttaöi ég mig á áhrifum
hennar á mig. Hún var hávaxin
og dökkhærö og hárið nælt aftur i
snyrtilegan hnút. Andlitið var fölt
og gjörsamlega saklaust af máln-
ingu og púðri. Varirnar voru
þykkar og lausar við allan vara-
12 VIKAN 19. TBL.