Vikan - 10.05.1973, Qupperneq 37
HVERFITÓNAR
var búin að fá meira aö drekka,
en ég var nú ekki úr steini. Auk
þess var eitthvað einkennilegt við
stellingar hennar. Ég vissi, að nú
var stundin komin.
Hún sneri höfðinu ofurlítið og
ég lét höndina siga. Ég sá andlitið
á henni, með svörtu augun og
þykku varirnar likastar rökum á-
vöxtum fyrir augum hungraðs
manns.
— Þú mátt ekki snerta mig,
sagði hún.
Ég snerti hálsinn á henni að
aftan og fann þessa kitlandi mýkt
á hárinu á henni við fingurna. —
Mig langar að snerta þig, sagði
ég, og mér var alvara með það. —
Angela, allur likami minn þráir
að snerta þig.
Ég sá hikandi andardrátt
hennar hefja brjóstin. Hún vissi,
að ég haföi tekið eftir þessu og
viðbrögð hennar juku enn
spennuna hjá mér. — Þetta er
ekki rétt, sagði hún. Höndin
færðist hikandi upp að kinninni á
henni. — Þaðer ekki rétt, að hann
liggi i kaldri moldinni, en ég skuli
vera i hlýju og með kinnroða.
— Þú ert ekki dauð, sagði ég. —
Þú ert ekki dauð, Angela. Þú ert,
kona, sem bæði lifir og andar.
Þegar þú ert dauð, verðurðu köld
um alla eilifð. En þangað til
vérðurðu að lifa.
Hún sneri frá mér um leið og ég
sagði þetta. Svo stóö hún og sneri
að mér baki, en andlitinu til
veggjar, og gljáði a-svarta-hárið.
Ég stöðvaði grammófoiunn i
snatri. Danslagið dó út og þögnin
tók viö. Ég fann til mikillar eftir-
væntingar um mig allan. Ég vissi,
aö nú hafði ég sigrað hana. Ég
vissi það af þvi, hvernig hún stóð
og vildi ekki lita á mig. Gráturinn
getur enzt yfir daginn, en Larakis
kemur að kvöldi.
Ég seildist eftir henni og þegar
hún fann til handa minna, sneri
hún sér við eins og i leiðslu, og að
mér. Augun voru lokuð og hol,
yfir máluðum kinnunum. Þegar
ég dró hana að mér, opnaði hún
þau og þau voru æst og kærulaus.
Ég kyssti þykkar varir hennar.
Munnurinn á mér, sem þrýsti fast
að vörum hennar, greip andann á
lofti og dró að sér skarpan ilminn
af vininu. Kossinn rofnaði og við
náðum andanum. Hún dró sig i
hlé, rétt sem snöggvast en flaug
þvinæst i fangið á mér, af miklum
ákafa. Ég fann fingur hennar á
andlitinu og hálsinum og kring
um augun. Ég fór að draga hana
að legubekknum.
Þá heyrðist skarpt hljóðið i
dyrabjöllunni.
Ég fann hana stiröna upp og
reyndi sjálfur að ná andanum.
— Við erum ekkert að svara,
sagði ég lágt, og greip hana aftur.
Ég greip um brjóstin á henni og
mér fundust þau eins og' eldur.
Einhver fór að lemja á hurðina.
Við litum hvort á annað, hún
var föl og slegin og ég litið betri.
— Við verðum að svara, sagði
hún hás. Hún gekk frá mér og
lagaði á sér kjólinn.
Hefði ég haft byssu á mér hefði
ég tæmt hana út um dyrnar, án
tillits til þess, hver fyrir yrði. En
þess i stað reikaði ég þangað,
bölvandi i hljóði.
Ég reif upp hurðina, og þarna
stóð Mantaris með hnefann á lofti
reiðubúinn að berja enn.
Hann virtist steinhissa og
munnurinn á honum opnaðist upp
á gátt. Hann hlýtur að haf.a, orðið
skithræddur við alla grimmdina i
svipnum á mér.
Hvern fjandann sjálfan vilt þú
hér? öskraði ég.
Hann lyfti skjálfandi höndum
sér til varnar. Hann hopaði á hæl
og leit svo aftur fyrir mig, þangað
sem Angela ekkja stóð. Hann á-
varpaði hana I bænarróm, en
hafði þó eitthvert hornauga á mér
á meðan.
— Gott kvöld, Angela ekkja,
sagöi hann og seildist siðan niður
fyrir sig og tók upp stóran poka.
— Ég er að. koma með mat-
jurtirnar til þin.
Ég glápti á hann orðlaus.
Ekkjan kom lengra fram i
dyrnar.
— Herra Mantaris, sagði hún og
röddin var enn skjálfandi. — Ég
hef ekki pantaö neinar matjurtir.
Gamli maðurinn reyndi að
sýnast hissa og hossaðist upp og
niöur þarna i dyrunum, dauð-
hræddur.
— Ég þóttist viss um, aö þetta
væri pöntunin þin, sagði hann. —
Kannski hefurðu verið búin að
gleyma henni, Angela ekkja.
— Ertu bandvitlaus? sagði ég
og einhver órói greip mig. — Hún
pantaði ekki neinar vörur.
Snáfaðu nú burt og vertu fljótur
að þvi.
— Mike! sagði Angela ekkja i
ásökunartón. Nú var hún orðin
nokkurnveginn róleg aftur.
— Mér þykir það leitt, hr.
Mantaris, sagði hún lágt. — Þetta
er einhver misskilningur. Ég hef
ekkert pantað.
Gamli maðurinn hætti aö
hossast og svitaperlurnar blikuðu
á þeldökkum kinnunum og
enninu. — Afsakið. Ég er að verða
elliær, sagði hann. — Þetta hefur
ruglazt eitthvað hjá mér. Afsakiö.
Nú fyrst leit ég á matjurta-
pokann. Ég stóð næstum á
öndinni. Efst I pokanum var
hvorki meira né minna en kál-
haus!
Nú var mér nóg boöiö. Ég hrinti
honum frá og skellti hurðinni
aftur beint framan i smettið á
honum.
Ég sneri mér aftur að ekkjunni.
Ég var dálitið ringlaður en þó
ekki beinlinis miöur min. Ég
hafði verið kominn svo langt, aö
ég gat ekki hugsað mér annað en
ég gæti unniö upp það, sem tapazt
hafði. Ég gekk til tennar aftur.
Hún tók á móti mér með oln-
bogum og harðneskjusvip.
— Angela, sagði ég. — Rektu
mig ekki frá þér, elskan min.
Hún hristi höfuðið, og . stóð
þarna eins og bláókunnug
manneskja. — Þetta var rangt af
mér, sagði hún. — Ef ekki gamli
maðurinn hefði komið af tilviljun,
einmitt á þessari stundu, hefði ég
sleppt mér.
Ég horfði á rakar varir hennar
hreyfast og minntist þess þá
þegar þær snertu minar varir.
— Þú getur ekki sofið ein til
eilifðar nóns, sagði ég hörkulega.
Hún hristi höfuðið og augun
voru djúp og skær. — Nei, ekki til
eilifðar, sagði hún. — Þegar ég
finn mann, sem ég elska og elskar
mig, þá háttum við saman.
Ég heyrði til hennar með
eyrunum og sá hana meö
augunum. Það var einhver
glymur i höfðinu á mér, og ein-
hver fiðringur i lendunum. — Þú
ert vitlaus, sagði ég.
— já, ég var það, rétt sem
snöggv.ast, sagði hún. — En nú er
ég komin til sjálfrar min aftur.
— En ég sleppi þér ekki.
— Ég vil ekki sjá þig, sagði hún.
— Ég skal koma þér til að lita
við mér.
— Við getum verið vinir, sagði
hún.
— Vinir! Mér næstum svelgdist
á orðinu.
Það var harka I hverjum
andlitsdrætti hennar. Hún var
Iklædd dyggðinni, eins og stál-
brynju.
Nú var ég búinn að fá nóg.
„Mannsins hjarta upphugsar sinn
veg, en drottinn stýrir þess
gangi”. Þessa stund, siðan ég
stóð upp af legubekknum, hafði
eldurinn i mér kulnað út.
— Vertu sæll, sagði hún.
Ég stóð kyrr andartak. Ég var
eins og sá frægi veiðigarpur,
Nimrod, á heimleið með tóman
poka. — Hattinn minn og
frakkann! sagði ég drembilega.
Hún sneri sér til að sækja
hvorttveggja og ég sendi fallegu
lendunum á henni siðasta augna-
tillit og grönnu lögulegu öklunum.
Hún rétti mér frakkann og
hattinn. Gekk siðan til dyra og
opnaði þær. Ég gekk framhjá
henni og sneri mér við i dyrunum,
einmitt á sama blettinum og karl-
djöfullinn hafði staðiö.
— Angela, sagði ég, — þú gerir
okkur báðum rangt til.
Hún sneri sér viö og gekk út og
skildi mig eftir i dyrunum, sem
enn voru opnar. Hefði hún bara
ýtt mér út og skellt i lás — en
þarna skildi hún mig eftir i reiði-
leysi.
Með öllum þeim virðuleik, sem
ég átti yfir að ráða seildist ég eftir
huröinni og skellti henni aftur
framan i sjálfan mig.
Þegar ég kom út I bilinn minn,
19. TBL. VIKAN 37