Vikan - 10.05.1973, Síða 39
þvi ekki a<f reyna....
SLENDERTONE
* Slendertone þjálfar slöppu vöðvana
með rafbylgjum.
Slendertone grennir.
Slendertone fegrar húðina.
Reynið hið frábæra grenningar- og
vöðvauppbyggingatæki.
6 eða 10 skipta meðferðir.
Að sjálfsögðu eru okkar rómuðu nudd- og
gufutímar í fullum gangi, jafnt fyrir
konur sem karla.
Allar upplýsingar í sima 23131.
NUDD- OG GUFUBAÐSTOFAN HÓTEL SÖGU.
— Vertu kyrr hérna. Ég hefi
sæmilega gott forskot núna, sem
ég get misst, ef ég sný mér ekki
strax aö þessu.
Harry hljóp meðfram girð-
ingunni, þangað til hann kom að
þeim staö, sem girðingin gekk út i
beinan vinkil og myndaði eins og
hring um nautiö. Hann klifraöi
yfir giröinguna. Bolinn æddi um,
nokkrum metrum frá honum —
bak við girðinguna, og það var
engu likara en að hann blési eldi
úr nösum sér. Harry var ekki
neinn matador og heldur ekki
hraðhlaupari. Það var hræöilega
heitt. Sólin brenndi hann i bakið.
Stigurinn var ójafn og skósólar
hans hálir. Það var líka óþægilegt
að hlaupa i þessum fötum, sem
limdust við likama hans. En
Harry hljóp.
Jean, sem stóð þarna i sól-
skininu, I irsku dragtinni sinni,
skalf af ótta.
Ungfrú Emmaline lá grafkyrr i
rúminu. Perkins læknir stóð viö
höfðagaflinn, — Paul Fairchild
við fótgaflinn. Hann sagði:
— Verið nú svo góð, ungfrú
Hanks, aö láta mig fá telpuna
mina. Ég bið yöur. — Ég grátbiö
yður.
Ungfrú Emmaline herpti
saman varirnar. Hún sagði ekki
eitt sinasta orð. Hvernig átti hún
að vita að hann væri rétti
maöurinn? Þegar hún væri oröin
frisk og vondi, syndugi maðurinn
væri dáinn, þá ætlaöi hún að segja
hvar Bobby væri. En alls ekki nú.
— Pabbi, sagði Dick i
viðvörunarróm. Hann stóð öðrum
megin við rúmiö og honum leizt
alls ekki á hörundslit föður sins.
Perkins læknir sagði: — Ég get
ekki leyft ykkur að trufla sjúlking
minn, herrar minir.
— Ungfrú Hanks, sagði fylkis-
stjórinn, sem stóð við hlið bróður
sins. — Vitiö þér að það á að taka
Maximilian Kootz af lifi á
miðvikudags morgun?
Augu ungfrú Emmaline skutu
bókstaflega gneistum. Að sjálf-
sögðu vissi hún það!
Fylkisstjórinn hélt áfram. —
Ég skil vel að yöur finnst aö þér
þurfið að vernda telpuna og að
þér þorið ekki að treysta þvi að
við séum einmitt að hugsa um þaö
sama. En eitt getiö þér sagt okkur
og það er hvort nokkur möguleiki
sé til að aðrir geti náö til hennar,
þar sem hún er nú?
— Nei, sagöi hún og opnaði nú
munninn i fyrsta sinn. — Nei, nei.
— En treystiö þér mér ekki?
spurði gamli maðurinn.
— Ég treysti aðeins Herra
minum, sagði hún. — Ég hefi
beðið og Hann hefir heyrt bæn
mina. (Þeir hefðu getaö beitt
hana pyndingum, en hún heföi
samt ekki sagt þeim hvar Bobby
var niðurkomin. Ekki fyrr en eftir
aftökuna á miðvikudaginn.)
Ungfrú Emmaline haföi aldrei
séð svona marga myndarlega
menn I návist sinni.
Hún sagöi: — Perkins læknir,
viljið þér biðja þessa herra aö
koma aftur á miðviku-
dagsmorgun? ’'
— Jæja, herrar minir, þá
sjáumst við á miðvikudag, sagði
Perkins.
Einmitt um þetta leyti hafði
Frank Miller laumast inn i húsið
á búgarði Mike Mizers. — Ungfrú
Bowie.
— Já, Frank, hvað er þaö?
— Fairchild og unga stúlkan
Hann benti með höfðinu.
— Hvað segið þér? spurði Mike
Mizer hæversklega.
Dorinda sneri sér að hús-
bóndanum og sagði: — Herra
Mizer, þér sögðuð að þér hefðuð
einmitt ætlað að selja nautið
yöar. Viljið þér ekki selja mér
þetta naut?
— Yöur getur ekki verið alvara,
ungfrú Bowie, sagði Mike
undrandi.
— Ég greiði með ánægju hvað
sem þér setjið upp. Ég skal greiða
yður helmingi meira en það sem
yður hefir verið boðið.
— En . . . .en ég er nú þegar
búinn að lofa manninum að selja
honum nautið........
— Ég borga helmingi meira,
sagði hún ákveöin. — A borðiði
(Hún gat ekki álitið að hann
myndi ganga á bak orða sinna
fyrir peninga!)
— Þá gætum við hreinlega
skotið hann, sagði hún og brosti
blltt. — Er það ekki rétt, herra
Mizer?
Mike Mizer stirðnaði upp. Var
þessi kvenmaður hreinlega
gengin af vitinu? -Égheld að þér
skiljið ekki rétt vel, ungfrú
Bowie, sagði hann. — Rocket er
mjög gott kynbótanaut og ég hefi
lofaö aö selja hann manni til
þeirra þarfa.
— En ég verð að fá spari-
grisinn! hrópaði hún. — Og það
strax!
— Það finnst ekki annað eins
kynbótanaut I öllu rikinu, sagði
hann. — Ég hefi lagt mig allan
fram til að ala hann rétt upp. Ég
held að þér skiljið þetta ekki, eða
þá að yður er ekki sjálfrátt. Ég
get sagt yður strax, að það kemur
ekki til mála að skjóta Rocket.
Á svipstundu var Dorinda búin
aö ná I skambyssu úr tösku sinni
og miöaði henni nú á Mizer. — Jú,
Rocket verður að deyja, sagði
hún. — Sittu kyrr, Frankf
Frank var lika meö skamm-
byssu I hendinni.
Bóndinn hallaöi sér aftur á bak
I stólnum og brosti. — Það munar
ekki um þaö, sagði hann. — Hvaö
á allt þetta að þýða? Ætlið þiö að
skjóta Rocket með svona barna-
leikfangi? Hann skellihló.
Dorinda sagði: — Frank, ég sá
riffilkassa. Þarna. Farðu og
finndu eitthvert vopn til að drepa
dýriö. Og sæktu svo grisinn. Ég
skal passa þennan kappa á
meðan.
Frank hlýddi og fór inn i næsta
herbergi.
Bros Mike Mizers varð ennþá
breiöara. — Þér hafið sennilega
verið aö segja mér einhverja
lygasögu, ungfrú Bowie, sagði
hann. — Hvað er eiginlega innan i
þessum sparigris?
— Það kemur yður ekki við,
svaraði hún stuttaralega.
— Eruð þér góð skytta? (Mike
hafði séö skugga gegnum flugna-
netið I dyrunum.) — Gætið yðar!
sagði hann, svolitið hærra. —
Lltið upp! Og svo varö hann allt
aö þvi smeðjulegur: — Hagið
yður ekki eins og kjáni, ungfrú
Bowie. Þér getið hvorki skotiö
mig eða Rocket. Hvað ætliö þér
aö gera, ef allir vinnumennirnir
minir koma að okkur? Hafið þér
hugsað yður að skjóta þá alla?
Litli drengurinn renndi sér
hljóölega frá dyrunum með
netinu, þar sem hann hafði staöið
á hleri. Hann fór svo að hlaupa.
Jean sá til hans og hún hljóp á
móti honum.
Höfuðið á Harry var nú einmitt
að koma I ljós við hólbrúnina.
Drengurinn sagði: — Konan
miöar skammbyssu á pabba. Og
nú ætla ég að fara til að kalla á
hjálp.
— Ö . . .
— Veriö ekki hrædd. Dreng-
urinn brosti til hennar og hvarf i
átt að hliðinu.
En Jean hugsaöi með skelfingu
að það væri nokkuð langt fyrir
litlu fæturna að hlaupa þessa þrjá
kilómetra og hún hafði ekki bil-
lyklana. Þaö myndi taka of
langan tima að biða eftir hjálp.
En hvað gat hún gert?
Hún horfði heim aö húsinu.
Þegar hún sneri sér við, sá hún
höfuðið á Harry bera við kletta-
vegginn. Hann baðaði út höndum.
Nautið æddi um og rótaöi upp
jörðinni. Mér er ekkert um þetta,
hugsaði hún.
Hún læddist nær húsinu og
smeygþi sér meðfram veggnum.
Þá sá hún ekkert? til Harrys. En
hversvegna var Dorbda að ota
byssu að Mizer? Og hvar var
Frank Miller?
Jean hafði þokað sér að einum
)9. TBL. VIKAN 39