Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 40
LUSINA
LUSINA
og margar fleiri svissneskar
úrategundir.
Sendum gegn póstkröfu
um land allt.
Maonús Beniamínsson 8 Co
Veltusundi 3, Reykjavík
glugganum og þá gat hún séö I
gegnum húsiö og út úr glugga á
hinni hliöinni. Þaðan sá hún hvar
Harry righélt sér i klettavegginn.
Hann virtist ekki hreyfa sig neitt.
Jean fann hjartsláttinn upp I háls.
Þá kom hún auga á aöra veru,
sem var þarna, hinum megin við
húsið. Hliöarmynd af manni.
Manni meö riffil!
Hún sá hann hlaupa aö hvltu
giröingunni. Hún sá hann
miöa . . . ., en á hvaö?
Framháld l næsta blaði.
SVARTSTAKKUR
Framhald af bls. 35.
útgangur úr ibúð hans, ef þvi var
aö skipta, án þess þö aö viröast
vera I neinu sambandi viö hana.
Þessi eldsvoöi gat auövitaö veriö
tilviljunin ein - þvi að tilviljanir
voru miklu algengari en fólk
geröi sér yfirleitt ljóst - en samt
áttihann bágt með aö trúa þvi, að
þetta gæti verið nein tilviljun.
Hann drap í vindlingum sinum.
Hann haföi annars ætlaö aö vinna
i dag - við prófakralestur á
nýjustu sögunni sinni - en það
þýddi ekki að vera að hugsa um
þaö. Hann glotti. Útgefendurnir
yröu að biöa einn eða tvo daga.
Hann gekk út i bllskúrinn. Hann
ræsti Muirabflinn og naut engu
siður en venjulega hljóðsins i tólf-
strokka vélinni, ók aftur á bak út
úr skúrnum og ók siðan gegn um
leiðinlegu útborgirnar og út i
sveitasæluna i Setright Cross.
Mestur hlutinn af Peak Manor
var nú ekki annað en brunnin
beinagrind. Útveggirnir voru enn
uppistandandi, en mest af þakinu
var hrunið og allir gluggar voru
svartir og glerlausir. Slökkvidæla
stóö þarna við húsiö og tvær
slöngur frá henni, en þær voru
ekki lengur I notkun. Til hægri við
dæluna voru tveir bilar og einn
lögreglubill og við þá stóð hópur
manna og i miðjum hópnum
Wright.
Verrell ók að þeim, lét vélina
ganga til þess aðhreinsakertin og
drap siðan á honum. Allir
mennirnir sneru sér viö og gláptu
á hann. Einn lögregluþjónn
blfstraði, i þögulli aödáun og
drengur, sem var einn áhorfenda
fyrir utan hliöið, kom hlaupandi
inn Á lóöina, en var rekinn út
aftur.
Verrell steig út úr bilnum og
gekk til mannanna. — Góðan
daginn, Georg, sagði hann glaö-
klakkalega.
— Att þú þennan? sagði Georg
og benti á bilinn.
— Já. Sá gamli var farinn að
gefa sig, svo aö ég seldi nokkrar
perlur og keypti þennan i staðinn.
Wright tautaði eitthvað, sem
hefur llklega ekki veriö neitt sér-
lega fallegt, eftir svipnum á
honum aö dæma. Fulltrúinn, sem
stóð við hlið hans, leit á Verrell,
eins og hann áttaði sig ekki
almennilega á honum.
— Þú vilt vist ekki taka mig i
biltúr? sagöi Georg.
— Þú hefur of mikið að gera til
þess að vera að þeytast i svona
pjattbil, Georg, hvæsti Wright. —
Hvað vilt þú, Verrell?
— Mér skildist þú eitthvað
þurfa að tala við mig, sagði
Verrell auðmjúklega.
— Það er algjö"V misskilningur.
— Jæja, það gerir þá heldur
ekkert til. Ég haföi bara gaman
af að skreppa þetta. Hann sneri
sér síðan aö fulltrúanum, rétt eins
og Wright væri þarna hvergi
nærri, og röddin var svo
valdmannsleg, aö hinn svaraði
strax, án þess að skeyta um
Wright.: Hvað margir fórust
þarna?
— Bara einn maður.
Eigandinn . . .Mathews.
— Þið hafði þá þekkt hann fyrir
vist?
— Hann er nú ofbrunninn til
þess að þekkja hann i fljótu
bragöi, eða ná af honum
fingraförum, en hann var með
falskar tennur og efrigómurinn
var óskaddaður. Ég fór svo með
hann til tannlæknis og hann
kannaðist viö hann.
— Bjó hann herna einn sins
liös?
— Það voru einhver hjón, sem
sáu um húsið og garðinn. Þau
eiga heima i þorpinu og við höfum
náð sambandi við þau. Mathews
var einn heima þegar þau fóru
héðan klukkan séx i gær, og bjóst
áreiðanlega ekki við neinum, þvi
hann baö þau ekki aö gera neitt
svefnherbergi i stand eða búa til
neinn kvöldmat nema brauð og
smjör eins og hann fékk sjálfur
venjulega.
— Þiö hafði náttúrlega leitað i
rústunum, til þess að vita, hvort
þarna eru ekki nein fleiri lik?
— Við höfum gert bráðabirgða-
leit, en það liður nokkur timi áður
en rústirnar eru orðnar það
kaldar, að hægt sé að leita
vandlega.
Wright greip allt i einu fram i:
— Ég þarf að tala við þig, Verrell.
Hann hnykkti höfði til vinstri og
gekk siðan á undan yfir blettinn,
sem var þakinn brunaleifum,
þangað til þeir voru komnir nógu
langt frá hinum mönnunum. —
Hvern fjandann ertu að fara?
— Hvað fær þig til að spyrja um
það?
— Þú gerir svo vel og segir mér
það, eða ....
— Hvað? Ætlarðu kannski að
senda mig i Tower og láta leggja
mig þar á pinubekkinn?
Wright stillti sig, en það átti
hann annars alltaf bágt með,
þegar Verrell var annarsvegar.
— Hvað fær þig til að halda, að
einhver annar hafí verið þarna i
húsinu i nótt?
—.Ég minnist ekki að hafa sagt
neitt um það. Verrell tók upp
vindlingahylkið sitt og bauð
hinum.
— Ég skal segja þér, hvað
gerðist, sagði Wright, i æsingi. —
t nótt sem leið, léztu þér ekki
nægja að gera húsrannsókn hjá
Atkins, eins og ég bað þig um. Er
þaö ekki satt?
Verrell kveikti i hjá < þeim
báðum.
— Þú komst hingað, þrátt fyrir
það, aö ég haföi sagt þér að láta
það nægja að rannsaka hjá
hinum. Þú ert andskotann ekkert
ofgóður til að gera eins og þér er
sagt. Þú getur séð þarna, hvað
hefur gerzt.
— Þú ert væntanlega ekki að
bera upp á mig, að ég hafi kveikt i
kofanum?
Wright hefði sýnilega mest
langað til þess, en stillti sig um að
segja það berum orðum. — Hvað
gerðist?
Verrell svaraði rólega: — Ég
fór heim til Atkins og fann þar
bankabók frá byggingarfélagi
með tvö þúsund pundum i, spm
lagt haföi verið inn fyrir þremur
mánuðum, undir nafninu Arnold.
Wright horfði út fyrir garðinn.
Þegar hann tók aftur til máls, var
mesti bardagahugurinn horfinn
— Nú, hann hafði þá verið að
selja upplýsingar?
— Já, ég gekk út frá þvi, og
þessvegna vakti ég hann og
spuröi hann um það.
— Gerðiröu hvað . . .? tautaði
Wright, sem var of reiöur til þess
að geta einusinni öskrað upp yfir
sig.
— Þegar maður er vakinn af
fasta svefni um miðja nótt af ein-
hverjum, sem stendur
við rúmstokkinn hans, hættir
honum til að halda, að siðasta
stund hans sé komin og játar
þessvegna állt. Verrell sló öskuna
af vindlingnum sinum. Hann fór
að velta þvi fyrir sér, hvernig
Atkins mundi liöa i dag: var hann
dauðskelfdur og vænti þess aö
verða dreginn fyrir lög og dóm,
nokkurnveginn viss um, að
starfsferli hans og frelsi væri
lokið?
— Atkins játaði, að hann hefði
selt nokkrar upplýsingar, en sór
hinsvegar, að það væri ekki neitt
verulegt, vegna þess, hve litið
hann hefði vitað. Hann hélt þvi
40 VIKAN 19. TBL.