Vikan

Útgáva

Vikan - 09.08.1973, Síða 6

Vikan - 09.08.1973, Síða 6
BÆNIR VIÐ ALTARI Þetta er fyrsta greinin af þremur, sem segja lítils háttar frá daglegu lífi í Saigon, höfuðborg S-Víetnam. Hérsegir frá hjónúnum Nhung og Sen, sem bæði stunda erfiða vinnu til þess að sjá sér og sínum farboða. Nguyen Van Nhung er 37 ára gamall telexritari á aðalsímstöðinni i Saigon og hefur fyrir níu manna f jöl- skyldu að sjá. Hvernig það er hægt á heiðarlegan hátt í landi þar sem verkamaður fær að meðaltali 3800 krónur i mánaðarlaun er gáta, sem Nguyen fjöl-( skyldunni hefur tekizt að ráða. Nguyen er eftirnafnið. Að fornafni heitir hann Nhung, sem borið er frani Njung, og konan hans heitir Sen. Enn hefur loftslagið ekki haft teljandi áhrif á andlit hennar og mýktina í limaburði á hún sameigin- lega með löndum sínum. Nhung gengur vel til fara. A honum má sjá, að hann er vel gefinn og þokkalega menntaður. Allt svipmót hans verkar upp- örvandi á ókunnuga, ef nokkuð er uppörvandi í þessari borg and- stæðnanna. Borginni þar sem auður og fátækt, ánægja og armæða, gæfa og böl eru hvert við hliðina á öðru. Borginni milli stríðs og friðar, þar sem fólk getur átt á hættu að vakna við fal Ibyssuskothríð hvenærsem er. Til þess að komast heim til sin verður Nguyenf jölskyldan að klifra yfir gaddavírs- girðingar og hermenn með byssur reiddar um öxl fylgjast með vegfarendum hálffaldir bak við sand- pokahleðslur. Nhung er ættaður frá strandborginni Vung Tau, 6 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.