Vikan

Issue

Vikan - 09.08.1973, Page 14

Vikan - 09.08.1973, Page 14
c )jaf) kemur olt lyrir . aft ég fæ hingað ungmenni, sem eru i öngum sinum út af bólum og ftlapenslum. Hvað n að gera? Fflapenslar (anec) eru mjög algengir hjá baöum kynjum á kynþroskaskeiði, en þó tiðari hjá piltum. beir breiðast út um allt andlitið, brjóst og bak, og ungt fólk, sem hefir feita húð , er oft mjög þjáð af þessum ófögnuöi. Á kynþroskaskeiði er mikil breyting á hár- og fitukirtlum hörundsins. Hársekkirmr lyllast af fitu og þegar kirtlarnir stiflast, vfkka svitaholurnar. Þar sem bakteriur eru ailtaf fyrir hendi á yfirhúðinni, geta þær auðveld- lega komizt i opnar svitaholurnar og orsaka igerð, sem lýsir sér sem bólur og kýli. Það getur veriö að bólgan hjaðni, þegar bólan springur og tæmi sig og skilji ekki eftir ör. En bólgan getur iika verið dýpri og orsakað slæm kýli. Sumir fá aðeins nokkra fila- pensia, en aðrirgeta fengiö útbrot um allt andlitið og niður á bak og brjóst. Ungar stúlkur fá oft bólur um leiö og mánaðar- blæðingar, en það hættir venju- lega að sjálfu sér um 20-25 ára nldur Það er álitið að hormónar hafi áhril a myndun lilapensla, uukm framleiðsla kynhormóna hefur áhrif á fitumyndun i fitu- og hárkirtlum, en þeir eru þó ekki eina örsökin. Þar koma lika til næringarefni, nautnalyf og ýmis efni, sem notuð eru i snyrtivörur. Hvað næringarefni snertir, þá er það aðallega dýrafita, súkku- laöi og önnur sætindi, sem hafa áhrif á fitumyndun i húðkirtlum. Lyf, sem innihalda bróm og joð, geta lika orsakað filapensla. Áður var bróm mikið notað við taugaveiklun og flogaveiki, en nú eru önnur lyf komin i staðinn. t sumum snyrtivörum eru efni, sem geta orsakað útbrot, fólk hef- ir kannski ofnæmi fyrir þeim efn- um og útbrotin geta valdið þvi, að fitukirtlar stiflist. Við filapenslum eru engin ..töfralyf” til, er lækna þá á ör- skömmum tima. Eins og áður var getið um, er álitið, að hormónar hafi þarna eitthvaö að segja. Það hefir gefið góða raun. bæði hjá piltum og stúlkum. að fá hormónagjafir. en þá aðeins eftir læknisráði Fæðan heiir mikið að segja. Daglegt fæði ætti að vera ávextir. grænmeti, magurt kjöt. fiskur (þó ekki mikill fiskur), kartöflur, mjölmatur, undanrenna, B- og C- vitamin. Það ætti lika að forðast mikið krydd og áfenga drykki. Það er lika nauðsynlegt að hreyfa sig mikiö, vera i góðu lofti og sól (háfjallasói) og passa, að hægðirnar séu i góðu lagi. En það mikilvægasta er að viðhafa mikið hreinlæti. Ef kýlin eru slæm, er nauðsyn legt að láta lækni gera við þau. EG BiÐ ÞIN_____________________ Framhald af bls. 13 Ég fór og verzlaði og ugvélin fór um eftirmiðdaginn. Þannig fór þaö sumarfríið. Vel heppnað, en I sjálfu sér hvorki furðulegt né minnisvert, nú þegar hugur minn hvarflar til baka. Sumarið leið. Rúmum einum og hálfum mán- uöi siöar sat ég, án þess að botna neitt I neinu og horfði á simtólið, sem ég hélt á I hendinni. Glaðleg rödd starfsstúlku á rannsóknar- stofunni var að enda við að segja mér, aö niðurstaöa þungunar- prófsins hafi veriö jákvæð. Fram til þessa var ég alin upp með góðum árangri i anda fjöl- skylduáætlana og haföi lært að setja ástarleikinn i samband við barnaframleiðslu. Nú blasti Sú staðreynd við mér, aö mér höfðu orðiö á hrapallega mistök. Ég stóð upp og gekk um gólf. Ég var undrandi vegna minna eigin yið- bragða. „Það er annað lif innan I mér” endurtók ég. Ég gekk með litið lif, sem átti aö verða barn, ný mannvera. Þessi vitneskja streymdi um mig, og ég hló vegna ómeðvitaörar gleði. Frammi fyrir lækninum nokkr- um dögum seinna sýndi ég, að ég held, eöliiegri viðbrögð vegna ó- viöbúins og fööurlauss barns. Ég gat ekki hamiö grát minn og snökti út úr mér þeim spurning- um, sem lágu mér á hjarta: Hvernig á ég að ráða fram úr þessu, jafn einsömul og ég er, meira en yfirgefin? Hvernig ræö ég fram úr fjárhagnum? Hvað gerist ef ég missi atvinnuna? Hvað gerist, ef ég missi húsnæð- ið? Hver á að gæta barnsins, þeg- ar ég verð að byrja að vinna á ný? Hugsaöu þér, ef barníð fæðist vanskapað? Hvað geri ég, ef það er veikt? Hvernig getur það alizt uþp án föður? Ég hef ekki einu sinni staðgengii, föðurimynd upp á að bjóða. Hvernig get ég sagt barninu — og umheimi þess — að þaö sé ávöxtur skemmtunar eina sumarnótt, aö ég hafi ekki einu sinni kært mig um aö ganga úr skugga um hið rétta nafn föðurins eða fortíð? Hvaö ætli veröi um mig? Hvernig á ég að geta lifað fyrir tvo? Læknirinn var skilningsrikur. Hann fór yfir þá möguleika, sem fyrir voru. Ég snökti. Svo leið mánuöur. Ég háttaði mig meö sömu áleitnu spurningarnir, sem svifu um I hugskoti minu liölang- an daginn. Ég grét mig i svefn. Ég átti erfitt meö að einbeita mér i vinnunni og lita út eins og ég gerði áður. Hlaut þaö ekki aö sjást á andliti minu, hvað gerzt hafði? Likamlega fann ég litið fyrir ástandi minu. Ég var kannski dálitið þreyttari en ég átti aö mér, og brjóstin voru stundum "dálitiö viökvæm. Að Framhald á bls. 35 14 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.