Vikan - 09.08.1973, Qupperneq 29
hverjum degi. bó að ég væri að
fást við þetta hérna heima, hafði
ég aldrei dottið i hug, að ég fengi
tækifæri til þess að spreyta mig
erlendis.
— Hvers vegna varstu svona
viss um það?
— Ég var orðinn allt að þvi tiu
árum of gamall, þegar ég byrjaði
að æfa af alvöru. Ég kem þvi
aldrei til með að verða arftaki
llelga Tómassonar eins og sagt
var i einu dagblaðanna. Ég er
eiginlega bara heppinn sveita-
strákur. Sá, sem ætlar sér að ná
virkilegum árangri i klassiskum
ballett, má ekki byrja mikið eldri
en tiu ára og þarf helzt 'að byrja
yngri. Klassiskur ballett krefst
þess, að likaminn sé að einhverju
leyti mótaður fyrir hann og þarf
að gera á meðan likaminn er að
vaxa. Ég var næstum fullvaxinn,
þegar ég fékk fyrst klassiska
þjálfun . En ég vona, að það hái
mér ekki mikið, þvi að ég hef
meiri áhuga á leikhús- og óper-
ettudönsum og þeir krefjast ekki
eins mikillar tækni og klassiskur
ballett gerir. Svo er ég að gera
mér vonir um, að ég geti svolitið
sungið og þá ætti það að geta
hjálpað hvort upp á annað,
söngurinn og dansinn.
— Er ekki sjáldgæft, að
islenzkir karlmenn leggi stund á
ballett?
— Jú a 11 of sjáldgæft. Annars
voru óvenju margir strákar i
Þjóðleikhússkóianum i vetur, þvi
að við vorum niu i allt. En ég vil
eindregið hvetja stráka, sem hafa
áhuga, til þess að láta ekki þá
skoðun, að strákar eigi frekar að
spila fótbolta en dansa baílett,
aftra sér. Hér hefur lika alltaf
verið hörgull á karldönsurum
eins og reyndar viða annars stað-
ar. Ég held, að flestum karl-
mönnum sé tekið opnum örmum i
ballettskólum.
— Hefur það kannski að ein-
hverju leyti komið i staðinn fyrir
ballettþjálfun, að þú hefur tekið
þátt i iþróttum eða fimleikum?
— Ég hef aldrei gert það að
ráði. Ég er heldur ekkert liðugur,
TEXTI: TRAUSTI ÓLAFSSON MYND: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
ÁKUR”
Spjallað við Guðlaug
Einarsson, sem ráðinn hef-
ur verið fastur dansari við
leik- og óperuhúsiö í
Lubeck.
eoa pað finnst mér ekki. Svo er
heldur ekkert, sem getur komið i
staðinn fyrir klassiska þjálfun.
Guðlaugur hefur gert fleira en
að dansa, það sem af er æfinni.
Hann segist hafa verið að leita
fyrir sér, hvað honum félli og
hvað ekki. Hann var tvo vetur i
leikskóla hjá Ævari Kvaran og
þreytti siðan inntökupróf inn i
Leikskóla Þjóðleikhússins, en var
ekki einn þeirra heppnu. Seinna
varhann um tima við matreiðslu-
nám og starfaði þá meðal annars
á Óðali og Nautinu. Eitt sumar
var hann kokkur á bát.
— Ég var á litlum bát. Við vor-
um bara fimm, á botnvörpu. Mér
féll það alveg ágætlega. Að visu
var svolitið erfitt að elda i fyrstu,
þegar sjóveikin sagði til sin og
maður var ómögulegur af þeim
sökum. En þetta var miklu
skemmtilegra en steikja fransk-
ar kartöflur og selja kokkteilsósu
á Nautinu. Eiginlega fóru frönsku
kartöflurnar með matreiðslu-
námið hjá mér. Þær tröllriða öll-
um islenzkum matsölustöðum nú
orðið.
— Er ekki erfitt að stunda fasta
vinnu jafnframt timafrekum
æfingum fyrir sýningar, og skóla
eins og Listdansskóla Þjóðleik-
hússins?
— Það er mjög erfitt. Að visu
hef ég notið sérstaklega góðs
skilnings. Ég fór að vinna i prent-
smiðju um svipað leyti og ég
byrjaði i ballettskólanum. Ég
varð að hætta þar, þegar æfingar
á Lysiströdu hófust. Þær tóku
óhemju tima og það er leiðinlegt
að þurfa alltaf að vera að hlaupa
af vinnustað, þegar maður veit,
að það kemur sér illa. Eftir
áramótin i vetur var ég svo hepp-
inn að fá vinnu sem lausamaður á
barnaheimili suður i Hafnarfirði.
Ég fékk timakaup og mátti mæta,
þegar ég gat og fara, þegar ég
þurfti. Launin voru náttúrlega
ekki há, þvi að bæði er taxtinn
lágur og e-ins fannst mér ég ekki
geta gert miklar kröfur, úr þvi að
ég var ekki fastráðinn.
— Hvernig kunnirðu við að
starfa á barnaheimili?
— Mér þótti það skemmtilegt
og gæti vel hugsað mér að starfa
meira á uppeldisstofnunum og
jafnvel mennta mig i þá átt. Að
minu áliti væri lika mjög æski-
legt, að karlmenn væru við störf
á barnaheimilum. Börn einstæðra
mæðra eru þar i meirihluta og
eins og ástandið er núna, hafa
börnin litil kynni af öðrú fullorðnu
fólki en fóstrunni á dagheimilinu
og móðurinni heima.
— Þú ætlar samt ekki að taka
störf að uppeldismálum fram
yfir dansinn?
— Nei, ég heíd, að ég geri það
ekki. Ég þykist vera búinn að
finna mig i leikhúsinu og ég geri
mér vonir um, að ég geti orðið að
Framhald á bls. 36
32. TBL. VIKAN 29