Vikan - 09.08.1973, Qupperneq 39
við öðru: börnunum var harð-
bannað að fara þangað.
— 1 hlöðunni þá? Ot á langa
veginn? A tjörninni?
Hann reif höndina til sin og
hljóp i burtu. Hafi ég nokkurn
tima séö hræðslusvip, þá var
hann uppmálaður á andliti hans.
Ég nam staöar og horfði á eftir
honum.
Tjörnin!
Ég veit ekki hve lengi ég var aö
komast út úr völundarhúsinu. Ég
hrasaði og stökk áfram, rakst á
frosin limgerðin. I hvert sinn,
sem ég hélt aö ég væri að
komast út úr þessu, fann ég, að ég
var komin á leið til baka. En að
lokum komst ég út og hljóp eins
og brjáluð manneskja niður að
tjörninni.
Walter stóö þar viö vatnsborð-
ið.
— Walter! hróp mitt varð
eiginlega ekki annað en hálfkæft
hvisl.
— Þaö er húfan af Peter, sem
þarna liggur. Hann benti og ég
sá,að viða höföu verið höggnar
vakir á isinn. Húfan af Peter lá á
einum vakarbarminum, hárauð.
Ég þoröi ekki aö spurja, hvort
hann hefði séð nokkuð annað.
— Ernest ók til bæjarins, til að
sækja hjálp, sagöi hann og rödd
hans var aöeins hvisl. — Viö
veröum aö brjóta upp isinn.
Ég fann, hvernig fótleggir min-
ir gáfu eftir og hallaði mér upp að
tré, skjálfandi af ótta. Þá sá ég
skauta, sem lágu á troðningnum
niður af vatninu. — Skautar, sem
einhver hafði misst, einhver, sem
hafði verið að flýta sér. Það var
dálitið bil á milli þeirra.
— Walter, skautarnir....
— Þetta eru skautar Sandys.
Ég keypti þá handa honum fyrir
skömmu. Þeir hljóta aö hafa ver-
ið hér, annað hvort seint i • gær-
kvöldi eða þá snemma i morgun.
— En hvernig stendur á þess-
um vökum, þær voru ekki hér i
gær, þegar við gengum niður að
vatninu.
— Það hlýtur einhver að hafa
höggviö þessar vakir, til þess að
seint I gærkvöldi. Það skeður svo
oft. lsinn hefur sjálfsagt verið of
veikur, svo þess vegna hefur sá,
sem ætlaði að fiska, farið heim til
sin. En þetta eru auðvitað getgát-
ur. Það eina, sem ég veit meö
vissu, er þaö, að þessar vakir
voru ekki hér i gær, þegar við
vorum á skautum með drengjun-
um. Við heföum ábyggilega orðiö
vör við þær.
Rödd hans var eintóna, frekar
sem hann væri að reyna að halda
I einhverja von, heldur en að hann
væri að tala við mig.
----Drengirnir hafa ekki
getað séð þessar vakir, fyrr en
þeir komu alveg að þeim. Jafnvel
ekki þótt tunglið hefði veriö fullt.
Og ef þeir hafa oröiö varir við
vakirnar, þá hefur það verið of
seint. Og Peter, sem svo litið
kunni á skautum. Hann hefði alls
ekki getað stöðvað sig i tæka tíð.
Hann greip báðum höndum
fyrir augun og ég heyrði ekki
betur en að hann væri að gráta.
Ég stóð þarna hjá honum og tárin
runnu niður kinnar mér.
— Farðu heim og vertu hjá
Frances, sagði hann lágt.
Ég var fegin að komast burt frá
vatninu, en ég vildi ekki verða til
þess, að færa Frances þessi tið-
indi. En hún beið eftir mér og
þegar hún sá hvernig mér leið, þá
greip hún i handlegginn á mér.
— Hvar funduð þið hann?
hrópaði hún i örvæntingu sinni.
— Hvar?
— Við vitum ekkert ennþá,
Frances. Walter er niðri við vatn-
ið....
Hún beið ekki eftir þvi að heyra
meira, flýtti sér framhjá mér og
hljóp niður aö vatninu. Ég
hugsaði til gamla mannsins,
herra Sanders: hann ætti að fá aö
vita þetta. Ég náði þvi í Sam og
sagöi honum þessa harmafregn.
— Það er liklega bezt að halda
honum utan við þetta, að minnsta
kosti að svo stöddu, sagði Sam.
— Ég veit ekki, hvort hann þolir
slikt áfall.
Ég hitti Amy i barna-
herberginu, þar sem hún var að
reyna að leika við Maggie, með-
an hún skipti um bleiju á litla
barninu. Maggie spuröi i þaula
um Peter og Sandy og viö reynd-
um að tala um eitthvað annað við
hana. Hún fór að dunda við
brúðurnar sinar, en eftir andar-
tak, sneri hún sér að okkur og
sagði:
— Hvar eru þeir, er langt
þangaö til þeir koma?
Ég vissi, hvernig Amy leið. t
hvert sinn, sem Maggie spurði
um drengina, reyndi hún að
svara henni glaðlega, en ég sá,
hvernig hún varð að bita á vörina.
Við og við leit hún út um glugg-
ann. Það leit út fyrir aö hún gæti
ekki hugsaö sér, að neinn, ekki
einu sinni ég, yrði þess vörn, hve
angistarfull hún var vegna
Sandy.
Þaö liöu fleiri klukkutimar, þar
tilbúiövar að saga isinn af tjörn-
inni og við heyrðum, að þau voru
aö koma.Walter leiddi Frances,
sem var alveg niðurbrotin, inn i
dagstofuna og bað okkur aö vera
hjá henni, hann þyrfti að fara út
aftur.
— Þeir fundu hann, sagði hún,
hljómlausri rödd. —Hann var
meö skautana á fótunum. Ég skil
ekki, hvernig hann hefur getað
spennt þá svona fast á sig, en lik-
lega hefur Sandy hjálpað honum.
Hún grét með ekkasogum, og
mér fannst þessi örvæntingar-
fulla sorg, væri bein ásökun gagn-
vart mér. Ég gat ekki láö henni
Ernest hafði náð sambandi við
Joan og Charles og sagði þeim
frá slysinu. Þau ætluðu að koma
heim 'eins sljótt og þeim væri
unnt. Hann hafði lika hringt til
Raab læknis. Það var eins og
Ernest hefði hrist af sér þann
dvala, sem lengi var búinn að
hvila yfir honum. Hann var þung-
ur á brúnina. Raab vildi gefa
Frances róandi sprautu, en hún
stritaði um stund á móti þvi, en
lét loks undan að lokum.
— Hvenær skeði það? spurði
hún hálf þvoelulega.
— Við vitum það ekki, fyrr en
við finnum Sandy. En ef hann
hefir legið i sinu eigin rúmi i nótt
og Amy segir að hann hafi verið
þar, þegar hún kom heim, þá
hlýtur þetta að hafa skeð fyrir
miönætti, sagði Walter og lagði
arminn um axlir Frances. En
hvaða máli skiptir það, elskan
min? Það verður ekki bætt, þótt
við vitum hvenær þaö hefur skeö.
— Ég skil ekki, hvernig stendur
á þvi, að ég skuli ekki hafa heyrt
til þeirra. Mér fannst ég þurr i
munninum og alveg niður i
kverkar.
— Hvernig hefðir þú átt að
heyra það, þú, sem varst sofandi.
Og aftur varð ég vör við ásökun i
rödd hennar.
Hverju gat ég svarað? Ég
horföi I gaupnir mér og fann
hvernig tárin þrýstu á hvarm-
ana.
Fyrir aftan mig heyrði ég Raab
segja viö Ernest, lágri rödd:
— Rannsóknin leiðir i ljós hve
lengi hann hefur legiö i vatninu.
Þetta var meira en ég þoldi.
Mér fannst ég sjá Peter i vatn-
snyrtiklefans en þar kastaði ég
upp. Ég veit ekki, hve lengi ég var
þar inni, en þegar ég kom fram á
ganginn, beið Raab læknir eftir
mér.
— Ég er að hugsa um að gefa
þér róandi sprautu sagöi hann, og
greip um handlegginn á mér og'
leiddi mig inn i herbergið mitt.
— Frances hatar mig, sagði ég
örvæntingu nær. — Ég skil ekki,
hvernig stóð á þvi aö ég sofnaöi
svona fast. Það er sannarlega
ekki likt mér. Ég veit ekkert hvað
skeði, en hún sagði mér að læsa
dyrunum til drengjanna og lofa
þcim að ærslast....
— Anne, sagði hann mildilega,
— þú mátt ekki búast við að
Frances hagi sér eölilega i dag.
Láttu þaö ekki á þig fá, hvað hún
segir næstu daga. Reyndu að vera
henni góð. Hún þarf á þvi að
halda. Ég fann að hann stakk nál-
inni i handlegginn á mér og ég
fann fljótlega hvernig ég dofnaði
upp.
— Ernest hatar mig lika. Ég
hefi varla yrt á hann, en samt
hatar hann mig. Hvers vegna? Ég
veit að...
— Sandersfjölskyldan er nokkð
skrýtin, sagði Raab hughreyst-
andi. — Það er sjálfsagt arfur frá
móöur þeirra. Þau láta alltof
fljótt hugfallast, ef eitthvaö kem-
ur fyrir og þola illa mótlæti.
Hann klappaði mér á höndina og
ég greip um hönd hans dauöa-
haldi og þannig sofanði ég.
Þegar ég fór að rumska, var
farið að dimma. Ég tók á öllu,
sem ég átti til, fór á fætur gekk
yfir i ibúð Frances. Þar sá ég
aðeins matreiðslukonuna. Hún
32. TBL. VIKAN 39