Vikan - 06.12.1973, Side 9
Stjaman
Náftúran öll er svo köld og kyr
sem kirkja þögul, með auðum bekkjum.
Vindarnir læðast um Ijósgeimsins dgr,
og landbáran sefur í klakahlekkjum.
Allt er svo hljótt. Það er heitagt í kvötd.
Nú hvílasi öll lífsins öfl og völd.
En hugur minn glæðist af auðn þess ytra,
í anda ég sé gegnum blámans tjöld,
finn strengina á heiðloftsins hörpum titra.
Nií bý ég í tindrandi himnahöll.
Til hafsbrúna er allt í logandi spili.
Nú glampa við opin gullportin öll,
og grafkyrrt hvert ský eins og málverk á þili.
Það glitrar á spegla um voga og völl,
og vegghá sig reisa hvítmjölluð fjöll.
Gólfið er íslagt og ofið með rósum,
en efst upp í hvotfi, yfir svellum og mjöll,
er krónan — með milljón af kvikandi Ijósum.
Hún Ijómar og skín út á yzta álm
af eldum með blikandi gimsteinaliti;
einn brennur þó rikast á röðlanna hjálm,
með rúbínsins loga, með smaragðsins gliti.
Þar tindrar þú, sijarna mín, stolt og há,
sterkasta Ijósið, sem hvelfingin á.
Eg elska þig, djásnið dýrðarbjarta,
demant á himinsins tignarbrá,
geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta.
Hvað veldur, að þú ert ást mín ein
af öllum blómum í stjarnanna kransi?
Svo margt skín þó eplið á glitmeiðsins grein,
og gott er um sólbros í hnattanna dansi.
Mín jarðneska hugsun, þitt himneska bál
hittust eitt kvöld eins og tinna við stál,
og síðan man ég þig, svipurinn fríði,
sé þig í draumi, við gleðinnar skál,
finnst allt, sem er fagurt, þér einni til prýði.
Um þig kveður aldan og andvarans sog,
þér ómar Iwert Ijóð, sem mitt hjarta á grafið:
til þín horfa ioflsalsins þjótandi log,
td þin streymir sal mín, sem lindin í hafið.
Almáttka fegurð, hrein og há,
ég hneigi þér, ann þér með brennandi þrá.
Stjörnudjásnið mitt dýrðarbjarta,
demant á guðdómsins tignarbrá!
Ejós yfir dauðadjúpið svarta!
Einar Henediktsson.