Vikan

Tölublað

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 12

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 12
NÓTTIN VAR KYRR OG STJÖRNURNAR NÆRRI A6 þessari jólamáltíö okkar lokinni fóru menn fram og þvoöu sér á ný. Um leiö og ég var aö ganga útá götuna veitti ég því athygli aö þjónn kom og tók af boröum. Þar var ekki veriö meö neitt vesen meö uppvask: öllum blaömottunum var fleygt og leirkrúsunum lika. Þaö er ekki viö- hlftandi þrifnaöur aö matast oftar en einu sinni af sama blaöi eöa drekka oftar en einu sinni úr sömu krús. 1 þessum svifum kom til min aldraöur Ind- verji, lltiö eitt farinn aö grána I vöngum og meönokkurra daga gráyrjótta skeggbrodda. Röddin var lág og mjúk. Hann talaöi góöa ensku en meö hinum sérkennilega hreimi Indverjans og dálltiö hátlölegu oröavali eins- og gjarnan tlökast þar eystra. — Mér kom I hug þegar þú sast þarna á móti mér I matstofunni hve heimurinn er lít- ill. Þú er frá nyrsta landi heims, eftir því sem mér skilst. Þaö er I Sameinuöu þjóöunum — er þaö ekki minnsta landiö i Sameinuöu þjóöunum? Ég galt jákvæöi viö þvl. — Ég var aö hugsa um hve þaö ætti aö vera litill vandi fyrir alla menn aö lifa saman eins- og bræöur ef þeir bara heföu hugsun á því, hélt hann áfram. Þarna sátu þiö þrjú frá þessu f jarlæga landi og mötuöust einsog Ind- verjar, og mér finnst viö ættum aö geta mat- ast einsog þiö. Eru þaö ekki bara venjur sem skilja þjóöirnar? Þú hefur fariö svo vlöa, hvaö heldur þú um þaö? Ég hef aldrei fariö neitt, en ég les heimspeki. Þú ert náttúrlega aö kynna þér heimspeki, margir Vestur- landamenn koma hingaö til þess. — Ég játti þvl aö mér þætti gaman aö glugga i þess háttar fræöi. Hann hélt áfram: — Til aö mynda Kínverjar og Indverjar. Þaö er sorglegt aö þeir skuli standa and- spænis hver öörum gráir fyrir járnum. Hvers vegna geta þessar gömlu menningarþjóöir ekki komiö sér saman? Gamli maöurinn þurfti I aöra átt svo sam- taliö varö ekki miklu lengra. Þaö var komiö sólsetur. Stjörnurnar höföu kviknaö. Nærri fullur máni sigldi vestur yfir himinhvolfiö. Þetta sama tungl og þessar sömu stjörnur mundu sjást á Islandi þarsem menn voru nú farnir aö halda jól. Þaö var fariö aö kula. Viö komum öll inn um sama leyti. — Gleöileg jól. Auövitaö var þaö Baddý sem byrjaöi. — Gleöileg jól. — Gleöileg jól. Baddý lumaöi einhvers staöar á tveimur kertum. Viö kveiktum. Þaö var allt jólahald- iö fyrir utan þetta sem kannski er I sálinni. Þaö var nú spurningin. Ég nefndi þetta ekki viö mæögurnar, en mér var framt um aö vita hvort ég fyndi hér á þessum staö viö þessi skilyröi þá sömu friöarkennd sem mér finnst eiginlega vera jólin sjálf, hér I köldu herbergi, rykugu og annarlegu. Þaö er eitt aö vita og annaö aö finna. Fyrir mér á þessi tilfinning ekkert skyltviötrúarbrögö. Hún er beinllnis I ætt viö þetta sem gamli maöurinn var aö segja. Ég fór aö dóta I blööum, eiginlega mest af vana, breyta oröi og oröi og nótera niöur hugsanir sem kannski yröu svo einskis viröi þegar ætti aö fara aö nota þær. Baddý tók til viö dagbókina, Elfa fór aö lesa. Skyndilega rak ég augun I upphafsorö greinarinnar sem ég var aö semja. Hún var aö kalla fullbúin, gott ef ég lauk ekki viö hana þama um kvöldiö. Þau eru tilvitnun I H.P. Blavatsky: ,,Sá sem ekkert hiröir um himnarlki, en er ánægöur þarsem hann er, er þegar I himna- rlki”. Fleira var ekki skrifaö I bili. Ég haföi hvaö eftir annaö staöhæft aö vandinn aö þola veöráttu hitabeltisins væri enginn annar en vilji til aö aölagast kringum- stæöum. Og hvaö um rykugt og -kalt her- bergi? Viö gengum til náöa uppúr kl. 9. Aöuren ég lokaöi gekk ég útá stéttina og horföi yfir port- iö. Undarlega náttúrleg kyrrö hvildi yfir þess- um mannabústaö. Ég hef tekiö eftir aö mannabústööum fylgir sérstök stemmning, hvort sem er I Afrlku, Indlandi eöa I Evrópu — ef friöur rlkir. 1 einu horninu sat maöur og kynnti ofn. Þaö var ofninn sem baövatniö var hitaö I. Hjá honum stóö lukt, sams konar og faöir minn notaöi I fjárhúsin. En á stéttinni svosem hálf- an annan metra frá dyrum mlnum lá maöur I hálfgeru hnipri. Hann var vafinn I lérefts- druslur svo rækilega aö hvorki sást I augu né nef. Ekki var hann dauöur, hann andaöi, en andardrátturinn var hryglukenndur og ann- aö veifiö hóstaöi hann þungt, stundum virtust koma sárar hóstahviöur, en stundum þess á milli eitthvert kjöltur. Hver var aö tala um kalt og rykugt her- bergi? Dimmrauöur bjarmi frá ofninum flögraöi um portiö. Nóttin var kyrr og stjörnurnar nærri. Svo bar viö um kvöld nokkrum dögum seinna aö tveir menn ræddust viö þarsem mig bar aö. Þeir horföu spekingslegir á tungliö. — Sástu tunglmyrkvann? spuröi annar. — Nei, ég varö aö viöurkenna aö ég heföi ekki séö hann. Myrkvanum var nýlokiö, og ég haföi eitthvaö veriö bundinn inniviö. — Veistu aö þegar gerir tunglmyrkva för- um viö hindúar niöur aö Ganges og bööum okkur. Menn hafa þaö fyrir satt aö ef þeir baöi sig I Ganges þá skoli þeir af sér allar syndir ásamt hinum llkamlegu óhreinindum, ekki síst ef svo vel stendur á aö þaö er tungl- myrkvi. — Þægileg aöferö, ansa ég. Þiö eruö miklir forréttindamenn aö eiga slikt fljót og sllkan tunglmyrkva. Aö vera syndugur hér er þá bara kjánalegt hiröuleysi, álika og aö van- rækja aö skafa undan nöglunum! Já, samsinnti hindúinn. Og þessa stundina er allt brjálaö af umferöartruflunum niöur- viö ána þvi menn eru orönir svo forframaöir hér aö fara I bílum til syndaaflausnarinnar. Hann segir þetta I hálfkæringi. Rétttrúuö- um hindúa mundi llklega finnast hann vera aö guölasta, en þaö er ekkert einsdæmi um guöspekifélaga eftir þvl sem ég heyri, bæöi i austri og vestri. Ég get ekki annaö en látiö i ljós aö þá hafi borgarbúum fundist þeir hafa eitthvaö af sér aö skúra og hvort ekki væri áreiöanlegt aö þeir mundu kveöja gamlaáriö daginn eftir hvítfáguöu hjarta. Viö slitum svo talinu. En þó aö hjörtun hafi kannski veriö hrein var borgin ekki hrein. Benares eöa Varanasi, einsog hún heitir réttu lagi, er talin ein elsta borg I heimi þeirra sem enn eru I byggö. Fróöur maöur sagöi mér aö hún væri aö minnsta kosti 4000 ára gömul, ef til vill einu þúsundi betur. Hún er nefnd I Maha Baratha og Ramayana, söguljóöunum miklu. Og frá trúarlegu sjónarmiöi hefur hún veriö höfuöborg Ind- lands frá því áöur en sögur hófust. Til forna mátti hún teljast almennt talaö mikiö menntasetur. Gautama Buddha flutti sína fyrstu ræöu I Sarnath, skammt fyrir utan þessa borg, en nú er þar aöeins snoturlega hirtur feröa- mannastaöur meö fornum minjum, safni, musterum sem sýnd eru feröamönnum, eld- fornri stúpu sem er stein-minnisvaröi um helgan dóm og búddhiskt trúartákn, hjarta- garöi og rústum hins gamla búddhlska klausturs og menntaseturs. Afþvl borgin er heilög sækir hana mikill fjöldi pllagrima. Þeir koma á marga staöi I borginni og þræöa á milli þeirra hinn krók- ótta pílagrfmsveg sem mér er sagt aö sé 36 milna langur. Frá sögulegu sjónarmiöi er Benares auö- vitaö stórmerk borg. En ekki gat ég séö aö hún væri fögur, nema vlösýnt er af bökkun- um suöuryfir ána. Bakkarnir eru háir og brattir og hlaönir uppi tröppur. Þar er margt aö sjá. 1 tröppunum sitja alls konar menn allan 12 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.