Vikan

Tölublað

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 13

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 13
liðlangan daginn: betlarar, spámenn, spek- ingar, fyrir. utan þá sem ég kalla venjulegt fólk. beir húka i smáhópum, sumir komnir alla leið útí ána. Ekki er áin djúp viö bakkann sem betur fer, og fyrir utan sálarþvottinn eru sumir að skola flfkurnar utanaf sér og baða kýrnar. bað er bannað aö taka myndir á þessum stað. Fólk á að fá að busla fáklætt i ánni án þess aö eiga það á hættu aö fá skripamyndir af sér i erlendum blöðum. Uppá þessum bökkum er sá hluti borgar- innar sem talinn er elstur. Göturnar eru ekki breiöari en svo að viða nær meöalstór maður á milli húsveggjanna ef hann réttir út báðar hendur. Allstaðar er urmull af fólki og hvert skot notað til aö versla. Prangarar bjóða vöru sina og eru ýtnir, en kurteisir og ljúfir, I framgöngu þvi Indverjar eru ljúfmenni og þægilegir v'iöskiptis bæði i Benares og annarstaðar. Um þessar þröngu götur komast auövitað engin faratæki nema hjól, en innanum mann- grúann spígspora kýr. t heilagri borg reika auðvitaö heilagar skepnur. Leiðbeinendur minir um þessar slóöir voru bræður tveir, annar prófessor i enskri tungu og bókmenntum, hinn dýralæknir sem dval- ist hafði um átta ára skeið á Englandi. baö var prófessorinn sem sagöi kaldhæöinn um leið og hann skaut sér á ská framhjá einni af- lóga beljunni: — Viö Indverjar dýrkum kúna og sveltum hana. bið striðalið hana og étið! Sumar eru þessar veslings skepnur ekki einasta horaðar, heldur lika fársjúkar. Eina sá ég meö æxli á stærð við mannshöfuð útúr kviðnum. bað er þvl nóg að gera fyrir dýra- lækna þótt naumast sé unnt að ráða bót á vandanum nema meö byssunni. Flækingskýr á götum borganna eru hinn mesti smánar- blettur i augum góðra og upplýstra heima- manna sem vilja að þeim sé útrýmt eða þær fluttar á brott, enda aö kalla bjargarlausar á mölinni Ekki bera þær heldur allar heilagleikann utaná sér. Ég varð vitni að þvi að mannýgur tarfur, særður á höfði, kom æðandi eftir göt- unni, ruddi um manni nokkrum sem bar stóra byröi á herðum og óö gegnum mann- þröngina svo fólk hljóp æpandi inni skot og ranghala til að foröa sér. begar ég svo rölti um hin þröngu sund eftir þessa landkönnun, vék úr vegi fyrir heilögum og horuöum kúm og sneiddi framhjá þeirri „blessun” sem þærhvarvetnalátafalla ágöt- una, gat ég ekki að mér gert að hugsa hve jarðýtur eru göfug tæki. Meö þeim væri hægt aö sópa öllum sóðaskapnum útá fljótið. betta voru auðvitað syndsamlegar hug- leiöingar i heilagri borg. Ég hafði heldur ekki skúraö mitt hjarta úr ánni, brast meira aö segja kjark til aö dýfa minum minnsta fingri niöri heilagleikann um hádegisbilið hvað þá um miðja nótt þegar lofthitinn var kominn niöri 6-7 gráður á C. Astæðan var meöfram sú aö mér þótti vatniö ekki nema i meðallagi heilagt — svona frá venjulegu sjónarmiði. Fólk þvoöi þarna sálina, leppana og kýrn- ar, en ekki nóg meö þaö: úti ána flóði inni- hald holræsanna og annað þess háttar góð- gæti. En þetta var misskilningur. Ain er tandurhrein þrátt fyrir allt. Visindin segja það meira að segja og hver trúir ekki þvi sem visindin segja nú á dögum? Drykkjarvatn taka Benaresbúar úr ánni einsog ekkert sé. Ég spurðist fyrir um hvar ég gæti fengið drykkjarvatn og var visað á venjulegan vatnskrana. begar ég svo bað um skýringar á þvi hvers vegna ekki væri hægt að fá alminlegt vatn aö drekka var mér sagt aö vatniö úr Ganges, hinu helga fljóti, væri hreinna og heilnæmara en annað vatn þar nærlendis. Skýringin kom á eftir og var mér þá öllum lokið. baö er siður að brenna lik á bökkum hins helga fljóts. bau eru brennd á bálkesti, og ef um er aö ræða rikan mann er viðurinn mest- megnis angandi sandelviður. A eftir er brenndum kjúkunum kastað á fljótiö. Dýralæknirinn sagði mér að það væru hrein firn sem þannig færu úti ána og. stein- efni úr öskunni, þar á meöal úr beinunum, gætu vel stuölaö að þvi að sótthreinsa vatnið. bað væri staöreynd að gerlafræðileg rann- sókn á vatninu leiddi i ljós að það væri ekki óhollt neyzluvatn og betra en viða annarstaö- ar á landinu. 49. TBL. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.