Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.12.1973, Side 15

Vikan - 06.12.1973, Side 15
Ragnar Þorsteinsson JÓLA GÆSIN Honum f annst hann finna ilmandi bragð i munninum. Já, einmitt svona hlaut bragðið að vera. Hann skildi sjálfur steikja hann, sá átti nú fyrir þvi. Hann bylti sér sitt á hvaö i rúm- inu, bréiddi upp yfir höfuð, reif aftur ofan af sér og hlustaöi. „Agg, agg, kragg, gagga gagg”. Noröanvindurinn þaut ýlfrandi og hvæsandi fyrir húshorniö. Annað slagið þyrlaöi hann snjógusunum upp á gluggann fyr- ir ofan höfuö hans. Ekki var mjög dimmt, enda fullttungl og sá gerla um stofuna, þar sem hann svaf. Hann var einn núna, þvi að yngri bróöir hans var lasinn og svaf inni hjá foreldrum hans og yngri systkinunum. Hörku frost var og gluggarnir lagöir upp úr. Áreiðanlega myndi enginn bát- ur hreyfa sig í þessu veðri, nú var nærri mánuöur siöan gefiö haföi á sjó, enda orðiö fátt um fina drætti i hjallinum hans fööur hans. Nokkrir steinbitar, íjögur eða fimm skötubörö og um tuttugu þorskhausar. Hann hafði svona rennt augunum yfir þetta i morg- un, þegar hann var sendur út aö ná i skötuna. Þaö haföi veriö Þorláksmessa i dag, merkisdagur i tvennum skilningi. Fyrst var þaö nú skötu- stappan , sem menn skyldu gæta sin aö boröa ekki of mikiö af. Hún haföi sterka tilhneigingu til aö bólgna i maga, haföi pabbi sagt. Svo haföi hann nú lika oröiö þrettán ára i dag, ef til vill myndi hann fá aö fljóta meö á ein hverjum stóra bátnum i vor þeg- ar hann yröi laus úr skólanum. „Agg, agga, gagga gagg, arr....” Nei, nú var honum nóg boöiö, ætlaöi þá fólkiö aldrei aö láta gæsirnar inn i þessu veöri. Nei, þeim sem átti þær var vist alveg sarpa hvernig um þær færi. Hvérnig átti lika dönskum lyfsala að vera mögulegt aö skilja, aö gæsum gæti liöið illa i noröan- gaddi og hörkufrosti, sennilegast að hann ætlaöi aö hafa þær f jóla- matinn. Það var kannski minni fyrirhöfn að taka þær helfrosnar. En nú brosti hann meö sjálfum sér, nei, varla myndu þau nú fjögur boröa átta gæsir, þessar lika hlussurnar. Já, nú var aöfangadagur á morgun, skyidi hann sjálfur fá nokkuð annaö en sigin þorsktálkn i jólamatinn? Þau voru annars glettilega góö ef þeim var difiö ofan i mörflot. Já, nú var langt siöan hann hafði smakkaö kjöt. Var það á siöustu jólum eöa þeim næstu á undan. Hann mundi þaö varla. Hann geispaöi. Agga gagg, agga gagg, arr... Æ, þessar ótætis gæsir, hann myndi ekki sofna dúr i nótt meö þær gargandi viö eyraö á sér. Liklega voru þær hálfdauöar úr kulda, veslingarnir. Ef til vill kæmi nú einhver hlýja út um hús- vegginn. Nei, varla stóöst þaö, þar sem allt gaddfraus inni sem lagarkyns var. Kannski gaefi lyfsalinn einhverjum fátækum gæs i jóla- matinn. Já, hugsaði drengurinn. Ef ég væri ríkur og ætti aligæsir eins og lyfsalinn, þá myndi ég gefa honum Jóa halta eina gæs. Svo henni Betu i Hlið sem missti manninn i fyrra. Svo henni mömmu hans Bjössa mállausa, hún var oröin svo lasburöa. Og svo... hann taldi á fingrunum, þá var nú komið tveimur of mikiö og svo ætti hann enga sjálfur. En þaö geröi nú ekkert ef hann yröi eins ríkur og lyfsalinn, ætti hann áreiöanlega eitthvaö annaö en gæsir aö boröa. Kannski voru gæsirnar ekkert óskaplega góöar. Þó var nú alveg eins og kæmi vatn I munninn á manni ef fariö var aö hugsa um þær soðnar. „Agga gagg, agg, gagg”Þær böröu goggunum í húshllöina. Þær skyldu þó aldrei vera aö tala viö hann, biöja hann um hjálp? Æ, ég held aö næturvöröurinn ætti aö hafa vit á aö láta þær inn, fyrst eigandinn lét sér á sama standa hvernig fór um þær, af þvi aö hann ætlaöi bráöum aö éta þær, hugsaöi drengurinn og vaföi sænginni fastar aö sér. Þaö var nú hreint ekki árennilegt aö fara úr holunni, sem hann var þó búinn aö hlýja upp eftir föngum og út i þetta lika foraös veöur. „Agg gagg, agga gagg”. Þaö glumdi I járnsleginni húshliöinni þegar gæsirnar hjuggu nefinu I hana. Ég held þær séu aö tala viö mig, hugsaöi drengurinn. Einhvers staöar utan úr myrkr- inu læddist aö honum athyglis- verö hugsun. Ætli þaö væri nú synd, ef hann tæki eina gæsina? Þær drepast liklega hvort sem er. Þá fengjum viö lika einu sinni góöan jólamat. Þessi voöalega hugsun kom svo miklu róti á hug hans, aö hann funhitnaöi allur. Þaö var aöfangadagur jóla á morgun. Hvaöa skýringu gæti hann gefið? Ekki heföi hann getaö keypt hana, allir vissu, aö enga átti hann peningana. Fengiö upp i snúninga kannski. Gæsasteggur- inn myndi ráöast á hann. Oft haföi hann vikið úr vegi fyrir hon- um þegar hann óö blásandi af illsku um götuna. Klukkan sló eitt inni I svefnherberginu. Þaö var áreiöanlega útséö um aö hann myndi sofna i nótt. Skyndilega tók hann ákvöröun,; snaraöist fram úr og fór aö klæöa sig i fötin. Yfirhöfn átti hann enga og vettlingana sem hann fékk i afmælisgjöf ætiaöi hann ekki aö nota fyrr en á jólunum. Hann log- sveið I andlitiö þegar kófflyks- urnar skullu á honum, en úr þessu varö ekki aftur snúiö. Þegar gæsirnar uröu hans var- ar, teygöu þær fram álkurnar til hans og görguðu án afláts. Þaö var engu likara en þær væru aö fagna honum og væntu sér nú full- tingis og björgunar. Þær stóöu i þéttum hnapp, hálffenntar og hausarnir stóöu rétt upp úr kvos- inni, sem þær höföu myndað meö traöki sinu. Hafi drengnum dottiö eitthvaö ósæmilegt i hug inni i rúmi sínu, þá var þaö nú gjörsamlega horfiö úr vitund hans. Hann sá ekkert annaö en illa stadda vesalinga, sem myndu krókna ef ekki bærist hjálp. An þess raunverulega að gera sér grein fyrir hvernig þessi björgun yrði bezt framkvæmd, var hann farinn aö troöa braut út úr garðinum. En gæsirnar þoröu alls ekki út á brautina, þær hring- snerust og görguöu hver upp i aðra. Þegar til kom virtist þeim hrjósa hugur viö aö fara út á ber- svæði. „Já, nú er hlaupinn vindurinn úr þér, Gassi”, tautaði drengur- inn þegar gæsasteggurinn hélt sig imiðjum hópnum og stakk hausn- um niður á milli kvenna sinna i leit aö skjóli fyrir kófinu. „Jæja, ég skal þá launa þér rembinginn sem þú ert vanur aö sýna hérna á götunni og leyfa þér að hafa forustuna fyrir kerlingun- um”. Og drengsi stökk með samanbitnar tennur aö steggn- um, tók annarri hendi um háls honum og hinni undir búkinn. Hú! Sá var nú þungur. Hann snaraði steggnum fram i miöja brautina, hljóp svo til baka og rak gæsirnar á eftir. Þetta virtist vera þeim aö skapi, þær vögguðu af staö gagg- andi á eftir húsbóndanum, sem nauðugur varö aö gegna forustu- hlutverki sinu þvi ekki gat hann snúiö viö, þar eö þá var snjóskafl- inn til beggja hliða. Þegar út á götuna kom, gekk allt vel undan veörinu og skóf eft- ir götunni I stóran skafl kring um húsiö lyfsalans. Engin mannvera var sjáanleg, ekki einu sinni næturvöröurinn. Gæsakofinn stóö hlémegin viö ibúöarhúsiö hær kaffenntur, sá aöeins efst á' huröina. Já, nú kárnaöi gamaniö. Þaö var auöséö aö ekki myndi auöhlaupiö i kof- ann. Drengnum lá viö aö gefast upp á þessu. Hann var oröinn gegnum kaldur krókloppinn og fötin byrjuö aö frjósa utan á hon- um. Nei, ekki gæti hann skiliö gæsaskammirnar eftir hér. Hann klofaöi aö huröinni og fór aö krafsa snjóinn meö höndunum, þar til hann loks náöi i klinkuna og gat opnað dálitla rifu. Hann spyrnti meö báöum fótum I dyra- stafinn, en togaði meö höndunum i huröina þar til hann áleit gætt- ina nógu stóra fyrir guflana. Meö þvi aö hoppa kring um gæsirnar og láta öllum illum látum, tókst honum aö festa þær i skaflinum. Þá tók hann eina eftir aöra og brauzt meö þær aö dyrunum og smeygöi þeim inn. Honum var oröið funheitt þegar hann haföi lokiö viö aö koma þeirri siöustu inn yfir og halla huröinni aö stöf- um. 1 ákafanum fyrir verkinu haföi hann ekki gætt sin fyrir gæsasteggnum, sem þótti sér nú misbobið viö slikar aðfarir og hjó I einn fingur á hægri hendi - drengsins. Höndin var dofin og hann fann ekkert til. Þaö var hrollur I honum þegar hann kom heim og þab var erfiö- leikum bundið aö komast úr föt- únum. Hann skildi þvi fötin eftir I „bislaginu”, til að óþrifa ekki gólfiö I stofunni. Þegar hann haföi sofiöum hriö, heyröist honum barið I vegginn undir glugganum. Hann fór aö hlusta. Brátt þóttist hann vita aö framhald á bls. 17 49. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.