Vikan - 06.12.1973, Side 18
Vikan leitar svara tiu manna við tveimur spurningum
Trúmál hafa lengi verið islenzku þjóðinni hugleikin, þó að
sérstakar trúarkenningar hafi kannski ekki átt greiðan beinan
aðgang að hjörtum hennar, heldur hafi hver einstaklingur gjarnan
trúað þvi, sem honum bezt hefur þótt og trúarbrögðin þar af leiðandi
verið mörg og níárgvisleg, ef til vill allt að því eins fjölbreytileg og
fólkið er margt. Máski það hafi verið þess vegna, sem svo auð-
veldlega gekk fyrir Þorgeiri Ljósvetningagoða að miðla málum á
Alþingi árið 1000, enda ber meira á almennri stjórnkænsku en
eldheitum trúarbrögðum i málflutningi hans. Svipað má segja um
siðaskiptin svokölluðu, en átökin vegna þeirra einkenndust fremur af
stjórnmáiabaráttu en trúarbragðadeilum, þó að trúarbrögð hafi þá
verið höfð að yfirskyni og agni eins og oftar hefur átt sér stað i valda-
baráttu stjórnmálamanna.
Það er þvi alls óvist að við myndum láta okkur bregða að ráði, þó að
meirihluti þjóðarinnar tæki sig saman einn góðan veðúrdag og
ákvæði að gera trú á Æsi að opinberri trú íslendinga og lögfesti blót
að fornum sið.
Þjóðtrúin, trú á svipi, vofur, álfa, huldufólk og tröll setti fyrrum
sterkan svip á þjóðlífið, en á seinni árum hefur hún verið á undan-
haldi fyrir ýmsum kennisetningum sértrúarflokka, sem hafa skotið
rótum i tæknivæddu og „raunsæju” þjóðfélagi tuttugustu aldar með
ótrúlega auðveldum hætti. Margir brosa út i annað munnvikið og láta
sér fátt finnast um boðskap útbreiðenda sértrúarflokka en alltaf
eru nokkrir, sem leggja eyrun við og láta ánetjast nýjum söfnuðum.
En hver skyldi hún vera ástæðan fyrir þvi að stöðugt fyrirfinnst fólk,
sem tekur við nýjum kenningum og skoðunum á trúmálum, sem
brenna vill við, að séu litið annað en Örlftið breyttar og saman soðnar
kenningar fyrri spekinga? Liklegast er, að þar verði trúarþörf
mannsins fyrst og fremst um kennt eða þakkað, þvi að umræður og
þenkingar ættu væntanlega að leiðá eitthvað gott af sér til nokkurs.
þroska þeirra, sem um fjalla. Erfitt er að bera á móti því, að manns-
hugurinn finnur hjá sér .þörf fyrir að trúa á æðri máttarvöld,
mismunandi sterka og djúpstæða þörf, en nær þvi almannlega þrátt
fyrir það. Þessi þörf hefur verið virkjuð I þágu hinna ýmsu
trúarbragða með misjafnlega góðum árangri, sem stundum hefur
farið eftir rökvisi boðberanna, en á stundum eftir öðrum og óskýrðum
leiðum.
Hvað greinilegast birtist trúarþörfin i trúnni á framhaldslif i
einhverri mynd. Til eru menn, sem hafa ákveðna og skýrt dregna
mynd af tilveru, sem tekur við að þessari frágenginni, en hinir fyrir-
finnast Iika, sem visa öllu sliku á bug og hrista höfuðið i vandlætingu
yfir heimsku og bábiljum þeirra sem trúa. Flestir reyna að sigla milli
skers og báru, afneita engu og slá engu föstu. Sumir leita staðfesting-
ar á lifi eftir þetta lif og einna mikilvirkastir á því sviði eru án efa
svokallaðir spiritistar eða andatrúarmenn. Heyrzt hefur, að tslend-
ingar eigi flesta miðla allra þjóða, jafnvel þó ekki sé miðað við þá
frægu höfðatölu, en þar eru órökstuddar fullyrðingar og munu að
mestu ókannaðar. Þar fyrir dylst engum áhugi þjóðarinnar á dulræn-
um og yfirskilvitlegum efnum og það sanna svo ekki verður um villst
þær afbragðsviðtökur, sem bækur um þau efni hafa hlotið undanfarin
ár og einna helzt litur út fyrir að markaðurinn sé ómettandi.
Vikunni þótti þvi forvitnilegt að heyra litils háttar frá nokkrum
mönnum og konum um þeirra persónulegu skoðanir á framhaldslífi
og fá þá til að segja frá dulrænni reynslu sinni, ef einhver væri.
Spurningarnar, sem lagðar voru fyrir þátttakendur, voru þessar:
1) Trúir þú á framhaldslif?
2) Kanntu að segja frá yfirnáttúrlegri reynslu, sem þú hefur orðið
fyrir?
Svanhildur
Halldórsdóttir, húsmóðir.
1. Ég trúi þvl, aö æöri máttarvöld fái okkur
visthér á jörðinni til að undirbúa okkur undir
annaö og betra lif og ég tel mig þaö oft hafa
oröiö vara viö, aö látnir ástvinir fylgist
áfram meö okkur, sem eftir lifum, aö það
staöfesti trú mína á lífi eftir dauðann.
2. Mér er minnisstætt atvik, sem kom fyrir
mig á miðilsfundi. Tengdafaöir minn vitjaði
mln f gegnum miöilinn, sem bæöi snart mig
meö sömu handtökum og ávarpaöi mig meö
sama orðalagi og tengdafaðir minn var van-
ur aö gera, þó að útilokaö væri aö miðillinn
heföi haft nein kynni af honum eöa vissi hver
hann var. Svipuð atvik hafa hent niig oftar.
18 VIKAN 49. TBL.