Vikan

Útgáva

Vikan - 06.12.1973, Síða 20

Vikan - 06.12.1973, Síða 20
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, 1. Jú, vissulega. Eftir likamsdauðann hér fæðumst við til nýrrar vitundar, nýrrar þroskasöfnunar. Stundum hefi ég orðað það þannig, að viö fæðumst innar i kærleiks- faðmGuðs, nær hjarta hans. Lifið hér er mér aðeins þroskasöfnun fyrir þá för, eins og fóst- ur þarf tima fyrir fæðingu. 2 Hver kann það ekki? Ég þekki þig ekki nóg þ.a. vita hvers þú leitar. Ein og sama sólin kallar meö geislum sinum gleði og fögnuö i brjóst eins, en skelfingu og ógn í brjósti annars. Þaö veldur, hvar þú stendur. Það veldur, hver hugur þinn er. Kannske á ég að segja þér frá þvi, er rödd bróður mins birtist á miðilsfundi? Ég er efagjarn með afbrigð- um, svo aö ég neitaði að kannast við röddina, er hún birtist, ef hún þyrfti barka miðilsins til að ná til min. Þá fór röddin á flökt um stofuna. Ég hafði heyrt um búktal, og ég neitaði enn að trúa. Það fór margt á rnilli min og raddarinnar, en þvi lauk svo, að 3 raddir, ungs manns, gamallar konu og ungrar stúlku, töluðu allar á einni og sömu stundu. Þetta var mér dulræn-reynsla, öör- um sjálfsagt merki um vélabrögö djöfulsins. Þaö fer allt eftir þvi, hvor er I hjarta þlnu stærri Guð eða hann með halann og klaufina. Annað dæmi: Það er laugardagur. Sumar. Komið að kaffitima siðdegis. Ég hraðaöi mér heim úr slægjunni með hugann bundinn við það, að ég þyrfti að ná I áætlunarbllinn til Reykjavlkur, er Jæri fyrir neðan garðinn eftir eina og hálfa klukkustund. Ég ætlaöi suður til fundar við unnustu mlna. Meðan ég hraða mér með fólkinu heim I kaffið, þá grip- ur migundarleg tilfinning: Ég varð aö taka hest minn og fara á bak. Ég lét undan og hélt I átt að eyðibýli,-sem faðir minn átti. Enn man ég, hvaö mér og fólkinu þótti þetta brjálsémislegt tiltæki: „Ætlaöi ég mér að missa af bllnum suður?” En áfram varð ég að halda og fyrr en varði var ég kominn að húsum jarðarinnar. Ég fór af baki, vissi hreint ekki, hvað ég átti aö gera. Ég rölti kringum húsin. Allt I einu veitti ég því at- hygli, að fjósdyrnar voru lokaöar. Þaö áttu þær ekki að ver?i, þær höfðu verið negldar fastar I vegginn, svo að skepnur gætu leitað þar skjóls fyrir veðrum. Nú voru þær lokaðar með krækju að utan. Ég opnaði þær og ófögur sjón blasti viö mér: Kálfar, sem voru að far- ast úr þorsta og hungri. Einhver óþokki hafði lokað þá inni og I óvitaskap slnum nærri deytt Þ4- Hver kallaði mig þeim til hjálpar? Um slikt væri hægt að deila endalaust, án niðurstöðu. Mér varö þetta dulræn reynsla. Ég á mý- mörg dæmin þessum lik, en læt þau nægja til umhugsunar nú. Sigurlaugur Þorkelsson, blaðafulltrúi 1. Þegar ég leitast við að svara spurningunni um það, hvort ég trúi á framhaldslifið.jjinnst mér aö ég verði á einhvern hátt að rökstyðja svar mitt. Ég tel það móðgun við unnendur sannleikans, aö staöhæfa tilveru ódauð- leikans án þess aö færa sönnur fyrir þeirri skoðun eins og hitt að neita henni án nokkurs rökstuðnings. Sagan sýnir að þeir, sem lengst hafa komizt I leitinni að sjálfsþekkingu, uröu öðr- um fremur visari um það, hve skammt þekking þeirra náði. Þekkingarleit þeirra leiddi til afhjúpunar á vanþekkingunni. Eins fer þeim, sem reyna að ráða gátu dauðans. Þeir verða litlu fróðari um dauðann en komast að raun um, hve þekking þeirra á, llfinu nær skammt. Þeir veröa öðrum fremur vlsari um að gáta dauöans er ekki annað en vanþekking á llfinu. Likami mannsins er af moldu kominn og hann hverfur aftur til moldar. Hann er bú- staður mannsins þaö stutta timaskeið, sem nefnist mannsævi. — En þegar ég á aö skil- greina hvað lifið er, veröur mér erfiöara um' vik. Vissi ég hvaö llfið er, og heföi ég ein- hverja hugmynd um hvaðan það kom, gæti ég ef til vill búið til kenningar um framtið þess. En ég þekki llfiö aðeins sem hið dular- fulla afl, er birtist I hæfileika hins lifgædda llkama til þess að vaxa og æxlast. Þetta dularfulla afl, vaxtarundrið, virðist mér hins vegar vera eilift, ekki aðeins að þvi er mann- inn varðar, heldúr einnig dýrin, jurtirnar og aðrar llfverur. Ég get á engan skynsamlegan hátt komist að þeirri niðurstöðu, að þetta lif sé dauðlegt. Þaö eru sterkustu rökin I vitund minni fyrir framhaldsllfinu, enda þótt mér séu kunn mörg önnur rök. Svar mitt viö spurningunni um það, hvort ég trúí á framhaldsllf, verður þvl afdráttar- laust játandi. Ég kem ekki auga á, að dáuð- inn sé andstæða lifsins, heldur éimmgis einn af viðburðum þess. Þann viðburö sjáum viö gerast alls staðar I riki náttúrunnar. Og nú, þegar laufið hefur fallið af trjánum, blðum við þess að það blómgist með nýju vori. Við vitum, að llfiö deyr ekki þótt laufið fölni, að llfið er eillft þótt llkaminn hrörni og deyi. 2. Ég get ekki sagt frá eigin reynslu af yfir- náttúrlegum fyrirbærum. Allt þaö,' sem fyrir mig hefur borið á ævi minni, virðist mér fylgja ákveðnu náttúrulögmáli. Ágúst Jónsson, lögfræðinemi. 1. Frá örófi alda hafa verið uppi hinar ýmsu kenningar um llf að loknu þessu. Hafa kenningar þessar og skoðanir fólks að miklu leyti mótazt af menningu hvers tlma og hvers staöar. Undirrót þessarar trúar er liklega til- gangshyggja mannsins, ásamt almennri sið- fræði trúarbragða yfirleitt. Þeir, sem trúa að jarölífið hafi tilgang, sé aðeins upphafið á öðru meira, reyna þvl að breyta samkvaémt trúarbragðakenningum, til þess að fram- haldslifið verði þeim ljúfara. Þeir reyna að búa sig sem bezt undir það, sem á eftir kem- ur, I þeirri von að verða ekki teknir fyrir hinn æösta dóm, sbr. Jóh. 5:24 „Sannlega, sann- lega segi ég yður : Sá, sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eillft llf og kemur ekki til dóms, heldur hefur hann stigið frá dauðanum til lifsins”. En kirkjan segir ekki hvað tekur við, heldur hvernig breyta skuli I þessu lifi, til þess aö vel fari, eöa eins og skáldið sagði:”..að elska Guð og gjöra gott, geym vel æru þlna. „Þeir , sem trúa, sjá þvi slna sæng útbreidda. Meö trúnni á framhaldsllf rls m.a. vonin um að hitta aftur vini og vandamenn, sem fallniF eru frá. Reyndar hefur fólk taliö sig ná sambandi við fram'liðna, en sllkt brýtur I bága viö Blbliuna, þar sem Móses segir: „Ekki skaltu leita frétta af framliðnum”, enda hafa kirkjunnar menn oft ráðist harka- lega gegn splritisma. Með vaxandi þekkingu mannsins og ránn- sóknum, m.a. á upphafi llfs á jörðinni, hefur tilgangshyggjan heldur farið halloka. Og rannsóknir manna og tilraunir hafa engum stoðum rennt undir framhaldsllf, heldur hrundið ýmsum kenningum þar að lútandi. Enn sem komið er, er því llklega ekkert hægt að fullyrða'um llf að loknu þessu, og ég tel mér þvl ekki fært að hafna þessari hugmynd með öllu, en efast þó um að hún standist. 2. Þeir, sem taka Biblluna bókstaflega, hljóta að verða fyrir yfirnáttúrulegri reynslu á hverjum degi, því aö hvað er það hjá okkur, sem Guð hefur ekki hönd I bagga meö? En þeir, sem ekki trúa .1 blindni, hljóta að gera sér það ljóst, aö með vaxandi þekkingu mannsins fækkarstööugt þeim fyrirbrigöum, sem talin eru yfirnáttúruleg. Má t.d. nefna sólmyrkvann, sem varö, þegar Jesús var krossfestur, sem þótti svo yfirnáttúrulegur þá. Nú er fengin skýring á þessu fyrirbæri. Eins er meö önnur fyrirbæri, sem þykja yfir- náttúruleg, að þau verða það ekki lengur, þegar orsökin er fundin. Það, sem I dag er kallað yfirnáttúrulegt, er þvl eitthvaö sem við ekki skiljum eða áttum okkur á, en á þó slna náttúrulegu orsök. Þess vegna svara ég þessari spurningu neitandi, en hinu neita ég ekki, að ég hef margoft staðiö frammi fyrir fyrirbærum, sem ég kann enga skýringu á. TRÚIIi PXJ á FRAMHALDSLÍF? 20 VIKAN 49. TBL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.