Vikan - 06.12.1973, Side 21
Vigfús Þór Árnason,
guðfræðinemi.
1. Þau eru farin aö nálgast tvö þúsund árin,
sem liðin eru slöan hér á jöröu fæddist maö-
ur, sem átti eftir aö breyta manninum,
breyta öllu llfi hans i heiminum.
Meö komu hans uröu allir hlutir nýir, öll
lifsafstaöa mannsins varö önnur en hún var
fyrir komu hans. Vegna okkar mannanna
kom hann til aö opinbera okkur nýjan raun-
veruleika, nýjan heim, nýtt lif.
Hann gaf okkur þaö, sem kallaö hefur veriö
eilift Hf. í þeim raunveruleika er ekki geröur
greinarmunur á lifi hér, og á lifi eftir dauö-
ann. Jesús Kristur er okkar lif. Hann sem
lét „lifiö” fyrirokkar afbrot, og reis upp, gef-
ur okkur svar viö lifinu, bæöi hér og fyrir
handan. Hann, þ.e. Jesú Kristur er llfiö
2. Hér er rétt aö gera sér grein fyrir hvaö er
átt viö, þegar rætt er um þaö, sem I daglegu
tali er kallaö yfirnáttúrulegt. Oftast állt ég aö
fólk eigi viö hluti eins og fótatak i myrkvuöu
húsi, rödd út úr tóminu o.s.frv. Meö þá
skýringu eöa túlkun I huga, hef ég ekki
oröiö fyrir yfirnáttúrlegri reynslu.
Sé oröiö hins vegar notaö i sambandi, viö
gjöröir og athafnir Guös i llfi okkar mánn--
anna, þá er svar mitt játandi. Þaö er þó ekki
rétt aö kalla t.d. bænheyrslu yfirnáttúrlega.
Guö er I huga hins kristna manns, ekki yfir-
náttúrlegur samkvæmt nútimalegum
skilningi þess orös. Ef þetta hugtak er notaö,
er réttara aö nota oröiö „náttúrlegur” um
Guö, athafnir hans og gjöröir I llfi okkar.
Sunna Borg,
leikkona.
1. Mér er ekki aö skapi að flíka trú minni og
tek þvl sjaldan þátt I umræðum um trúmál.
Ég get þó sagt, að ég á enn mlna barnatrú og
hún hentar mér vel varðandi trúna um llf
eftir dauöann. Mér þykir svo gaman aö lifa,
aö hugsunin ein um að geta haldið áfram að
lifa og þroskast I eitthvað frábrugönum heimi
finnst mér ósköp notaleg. Ég leita ekki
sannana. Tel það raunar tilgagnslaust, en
eitthvaö er það innra meö sjálfri mér sem
segir, að það sem illa fer I þessu llfi megi
bæta i þvl næsta. Ég veit ekki hvort þetta ér
trú eða einskær óskhyggja, um þaö skal ekki
deilt, en hugsuninni verður ekki breytt
2. Ég skil mæta vel til hvers er ætlast af mér,
þegar ég er beöin aö svara þessari
spurningu. Ég á að segja, aö þegar ég bjó
mig undir aö leika hlutverk Ragnheiöar
Brynjólfsdóttur i Skálholti, þá hafi jómfrúin
á einhvern dulrænan hátt birzt mér og oröiö
mér leiðarstjarna I meðferð hlutverksins.
Því miður er þessu hreint ekki þannig variö.
Ef nokkuö má um mig segja, þá held ég aö,
þaö sé, aö ég standi nokkurn veginn meö báö-
ar fætur á jöröinni og þvl efnisbundin i meira
lagi.
Dulræna hæfileika hef ég s^m sé enga.
m
Rós Ingadóttir,
menntaskólanemi.
1. Ég hef þá trú, að við sem dveljum hér á
jörðinni, séum komin misjafnlega langt á
þroskabrautinni og eigum vel flest eftir að
fæöasthér oft aftur, áöur en við náum fullum
þroska. Þessi skoðun mín er meðal annars
mótuð af þvl, hversu misjafnlega fólki er
lagiö að beina huga sinum aö verðmætum og
gildum, sem einstaklingurinn ber ekki utan á
sér I jarðneskum eigum eða stöðútáknum.
2. Ég er ekki trúuð á tilveru drauga, og ég bý
ekki yfir neinum skynjunarhæfileikum um-
fram þaö sem almennt gerist. Samt get ég
ekki boriö á móti þvi, aö ýmislegir smámunir
hafa boriö fyrir mig, sem ég kann ekki aö
skýra, þó aö vafalaust sé til á þeim eðlileg
skýring. Ég vil þó alls ekki bera á móti því,
aö til sé fólk, sem býr yfir dúlrænum hæfi-
leikum, þó að ég sé ekki I þeim hópi.
GVÖRURö
MS
s»
KS
49. TBL. VIKAN 21