Vikan

Issue

Vikan - 06.12.1973, Page 22

Vikan - 06.12.1973, Page 22
vinsælda Þá er komið að ykkur, kæru les- endur, að sýna hug ykkar I verki. Vinsældakosning hefur ekki farið fram á Islandi f langan tíma og er ástæðan sú, að þeir sem einu sinni hafa lagt út i slikt fyrirtæki, hafa ekki talið grundvöll fyrir slíku nema einu sinni. Það má ef til vill segja, aö það sé af mikilli bjart- sýni, sem slik kosning er nú hér á ferö. Mikill meirihiuti popp- skrifara landsins telja slikhóger- legt og að kosning sem þíssi, gefi enga mynd i það mínnsta. ekki rétta mynd af poppinu. A það hefur einnig verið bent, að Is- lenskir lesendur séu með afbrigð- um latir, og nenni bökstaflega ekki að taka þátt i kosningu sem þessari. Nú er þaö sem ságt ykk- ar, kæru lesendur, að afsanna þetta og sýna áhuga ykkar á þvi, sem nú kraumar i tónlistarpottin- um. Viljið þiö smakka eða viljið þiö ekki smakka? „Hér er um leið kjörið tækifæri til þess að skamma stjórnanda þáttarins (sign) meö nokkrum vel völdum oröum, sé þess talin þörf. En um leiö og þið setjiö skammarseðil- inn I umslagið, þá vil ég benda á, að kosningaseðillinn getur hæg- lega komist fyrir i sama umslagi, og þið þar með slegið tvær flugur i einu höggi, skammaö mig og átt kost á að vinna I verðlaun fyrir þátttöku, flestar popp/rokk hljómplötur ársins 1973, bæði litlar og stórar. Um það má lesa annars staöar hér i opnunni. • REGLUR OG LEIÐBEININGAR Kosningaseöillinn birtist aðeins i þessu eina blaöi. Til þess að hann sé gildur tekinn, verður að vera á honum nafn sendanda og heimilisfang. Einnig er hægt, að merkja hann aöeins með nafn- númeri sendanda. Skilafrestur er til áramóta. Hljómsveitir þær, sem skráðar eru til keppninnar, eru aliar I FIH, Félagi islenskra hljóðfæra- leikara, þ.e.a.s. þeir sem skipa hljómsveitirnar, eru fullgildir meðlimir félagsins. Þaö var skil- yrði til þátttöku. Þaö sem kosið er um er: 1) vinsælasta hljómsveit ársins 1973 2) vinsælasta 2ja-- laga plata ársins 1973 3) vinsælasti lagasmiður ársins 1973 4) vinsælasti söngvari ársins 1973 5) bjartasta vonin árið.1974. Aður hefur verið minnét á. þessa vinsældakosningu I tveimur siðustu þáttum. Þá var atriði númer 5 I kosningunum, „vin- sælasta söngkonan”. Við nánari könnun á þvi, sem i pottinum kraumaði (tónlistarpottinum áðurnefnda), kom I ljós, aö söng- kona með starfandi hljómsveitum I poppinu var engin. Var þvi nýju atriði bætt við I stað „vinsælustu söngkonunnár”. Það atriöi er nefnt „bjartasta vonin”. Þar er átt við, hvaöa hljómsveit er talin eiga björtustu framtiðina á komandi ári, við hvaða hljóm- sveit eru mestar vonir bundnar* Hin fjögur atriðin á kosninga- seðlinum skýra sig að mestu sjálf, en vert er aö benda á, að þeir einstaklingar, sem nefndir eru til keppninnar, teljast að sjálfsögðu ekki til hljómsveita. Aðeins er kosið um þá einstakl- inga og þær hljómsveitir, sem til keppninnar eru nefndir. A: ni össurason söngur Jón Skaftason gitar Sigurður Halldórsson gitar Sófus Jón Björnsson trommur Steindór Steinþórsson bassi GADDAVÍR: Bragi Björnsson bassi Ingvi Þór Kormáksson gitar Vilhjálmur Guöjónsson gitar Þorkell Jóelsson trommur BENDIX: Agúst Ragnarsson bassi ' Gunnar Arsælsson gitar Steinar Viktorsson trommur Viðar Sigurösson gitar BRIMKLÓ: Arnar Sigurbjörnsson gitar Björgvin Halldórsson söngur Hannes Jón Hannesson gitar Ragnar Sigurjónsson trommur Sigurjón Sighvatsson bassi DöGG: Kjartan Eggertsson gitar Jóhann Þórisson bassi/söngur Nikulás Róbertsson orgel/pianó - Ólafur Helgi Helgason trommur Páll Kr. Pálsson söngvari Sæmundur Rúnar Þórisson gítar/söngur 22 VIKAN 49.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.