Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.12.1973, Side 34

Vikan - 06.12.1973, Side 34
KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR GLUGGATJALDAEFNIN TEJIDOS DIAFANOS eru frá sólarlandinu Spáni. Þau eru 150— 270 cm breið, framleidd úr Crilenka (tery- lene) þræði sem gerir hina silkimjúku áferð. Þau falla mjög vel og eru sérstaklega góS í þvottum, haldast óbreytt þvott eftir þvott, eru litekta og hrenna ekki í sól. Einnig höfum við oftast fyrirliggjandi fal- legt úrval af stores-efnum frá Vestur- Þýzkalandi og ítalíu, með og án blýþráða. Flest eru þau hvít eða drap-lituð, en nokk- ur þó í sterkum litum, með eða án blý- þráða. S. ÁRMANN MAGNÚSSON HEILDVERZLUN Hverfisgötu 76. sími 16737. BORGARTÚNI29 SÍMI 18520. B l! )S L Ó Ð HÚSGAGNAVERZLUN sagði hún. Svo þagnaði hún og horfði undrandi á Michael, hann var svo alvarlegur i bragði. — Hvað er að, Michael, ég var aðeins að gera að gamni minu? — Þú varst vön að segja þetta áöur, alveg i þessum tón.En nú gleymdir þú að steyta hnefann og flissa. Þau stóðu andspænis hvort öðru og um stund var sem þau gleymdu öllum hörmungunum, sem á undan voru gengnar, voru sjálfum sér lik. A föstudag var Michael hækk- aður i tign, var gerður að höfuðs- manni. Þau héldu upp á það með Patrickshjónunum, borðuðu á veitingahúsi og áttu reglulega skemmtilegt kvöld saman. Laurel var svolitið ör af vini og á leiðinni heim i bilnum, hallaði hún sér upp að Michael. Hann virti hana fyrir sér með kimnis- svip, sagöi ýmislegt við hana i glettni, en þetta kvöld var hann ekki eins kuldalegur og vanalega. Við erum sannarlega farin að nálgast hvort annað, hugsaði Laurel. Það gat verið, að þau bæru gæfu til að verða hamingju- söm, — gat veriö að þessi siðari kynni þeirra nægðu til þess. Kannski hún ætti bara aðhætta að hugsa um fortiðina, strika yfir hana, byrja nú, lifa i nútim- anum.... En svo hrökk hún við, gamli óttinn læddist að henni, hræðslan við það, að hættan væri á næsta leiti. Hvers vegna var þetta svona? Það var eins og hún mætti aldrei njóta neinnar hamingju I friði. Michael þurfti að vinna um næstu helgi. Jimmy og hvolp- urinn, sem hafði hlotið nafnið Bonnie, voru orðnir góðir vinir og Laurel ákvað að nota helgina til að mála eldhúsið. A laugardags- morgun fór hún i gamlar galla- buxur og skyrtu af Michael. Þegar hún var búin að fara tvisvar yfir loftið, var isskáp urinn, veggirnir og andlitið á henni sjálfri orðið allt i gulum málningarklessum. Hún heyrði að Bonnie gelti ákaft fyrir utan húsið og Jimmy stakk höfðinu inn um gættina. — Hippar, mamma. Bonnie kom inn og dinglaði skottinu, Laurel tók i hnakkann á honum og setti hann út fyrir, áður en hann velti málningardósinni. — Laurel, hefirðu séð hvað er um að vera þarna úti? Myra og Sherrie komu hlaupandi inn i eldhúsið, áður en Laurel hafði lokað dyrunum. — Það er allt fullt af hippum, og þeir koma alls staðar að. Jimmy og Sherrie hoppuðu upp I loftið, fyrir utan dyrnar. Tveir grfðarstórir strætisvagnar allir blómum skreyttir, stóðu fyrir utan húsin. Gamall skólabill, himinblár, með bláum tjöldum fyrir gluggunum, ók upp að húsinu hinum megin við götuna. — Mamma, hvað eru hippar? — Venjulegt fólk, elskan, svaraði Laurel.-----Var ekki veriðað tala um einhver mótmæli við flugstöðina? hvislaði hún að Myru.Þau ætla kannski aö ganga I fylkingu héðan að girðingunni. Nú fóru alls konar skilti að skjótast upp úr þvögunni. A þeim stóðu alls konar setningar, eins og þessi gamalkunna „Lifið í ást, ekki striði” og fleira, nýtt af nálinni. Það sem var mest áberandi var mynd af höfuðkúpu með flugmannshúfu, samskonar húfu og Michael gekk með. Þar var texti ekki nauðsynlegur. Ungur piltur setti hátalara við munn sér. — Raðið ykkur upp. Og svo göngum við svo þétt saman, að viö stöðvum umferðina.... — H.var er Sid? — Þú átt við Jóhannes skirara. Hann kemur til móts við okkur við hliðið, með stúdentunum frá Tempe. Nú var mikill hávaöi, hróp og köll, þegar sehdiferðablll ók hægt gegnum þvöguna. Tiu til fimmtán ungmenni sátu i bilnum og þegar hann var stöðvaður, stukku þau öll út úr bilnum og fóru að dreifa skiltum og plaggötum, sem tveir menn i bilnum réttu þeim. — Þetta sjáum viðsjálf um, viö þurfum ekki á hjálp ykkar að halda, öskraði pilturinn i hátal- arann. — Þið farið til fjandans, án okkar hjálpar, svaraöi einn unglingurinn i sendiferöabilnum, hlæjandi negri, með mikið og hrokkið hár og stóran hring i öðrum eyrnasneplinum. Hvitur piltur við hlið hans hélt áfram að dreifa skiltunum, og það voru nógar hendur til aö taka á móti þeim. Pilturinn, með hátalarann, stökk upp á bil Laurel, sem vaggaði Iskyggilega undir berum fótum hans. Hann kallaði mót- mæli sin til fjöldans. Það var greinilegt, að þeir, sem á undan voru komnir, höfðu ekki mikið álit á þessum skiltum, enda þurftu piltarnir að þröngva þeim upp á fólkið. Þessir hávaðasömu aðkomu- menn voru ekki margir, en þeir hleyptu ólgu i hina. Laurel lagði höndina á koll Jimmys og hugsaði með sér, að greinilega væri auð- veldara að efna til óláta en frið- samlegra aðgerða. — Það verða áreiöanlega óeirðir, sagði Myra. — Já, finnst þér, að við ættum að hringja til lögreglunnar? — Það er óþarfi, hlustaðu bara! Þær heyrðu i sirenum lög- reglubilanna i fjarska, einmitt þegar einn af þeim herskáu sló hippa, sem neitaði að taka á móti skilti. Pilturinn, sem varð fyrir högginu, hné niður við bil Laurel og nokkrir nærstaddir, sem höfðu ætlaö að hafa sig á brott, hikuðu, þegar þeir heyrðu i lögreglubil- unum og stóðu kyrrir hjá honum. — Það mega alls ekki verða neinar óeirðir núna. Pilturinn með hátalarann, stökk aftur upp á Iitla Jagúarbilinn. Hann hristi hárlubbann. — Við göngum með okkar eigin spjöld og göngum rólega. Lögreglan stöðvar okkur ekki, ef við erum róleg. Komið ykkur nú af stað! Gatan var nú lokuð i báða enda, bæði af bilum og ungmennum og Laurel fór að fhuga, hvernig lög- reglan kæmist i gegnum þessa 34 VIKAN 49.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.