Vikan - 06.12.1973, Side 35
þvögu. Það heyröist stöðugt i
sirenunum en lögreglubflarnir
virtust ekki komast áfram og
Laurel sá, að þeir höfðu verið
stöövaðir rétt utan við hópinn.
En svo heyrðu þau, aö Bonnie
fór aftur að gelta og sáu, að hún
hljóp fyrir hornið og beit i fyrsta
fótlegg, sem hún náði til. Laurel
gretti sig, þegar hún sá þetta.
Hún heyrði manninn æpa, og svo
hvarf Bonnie inn I þvöguna, sem
nú var búin að koma sér i raðir og
lögöu af stað i gönguna. Þau
heyrðu hvolpinn væla, eins og
hann hefði orðið fyrir einhverju
hnjaski.
Jimmy smeygði sér út um
dyrnar, áður en Laurel gat gripið
hann. Eitthvað hafði þrýst
hópnum upp aö dyrunum og skellt
hurðinni aftur og nú stóöu þær
Myra og Laurel íyrir inna, en
Jimmy var einhvers staðar þarna
úti. Það eina sem þær gátu séð út
um gluggaboruna, voru óteljandi
þök.
— Læstu dyrunum Myra, ég fer
út hinum megin.
— Flýttu þér, Jimmy getur
troðist undir.
Það leit út fyrir að húsið myndi
hrynja, það fannst Laurel að
minnsta kosti, þegar hún kom að
hliðinu milli húsanna. Hún sá
hvorki Jimmy né Bonnie. En svo
gleypti þvagan hana sjálfa og
henni var hrint fram og aftur.
— Jimmy! Hún reyndi að
komast áfram, en var strax hrint
til baka og hávaðinn var ærandi.
— Hjálpið mér, litli drengurinn
minn er einhvers staðar þarna i
þvögunni.
En orð hennar köfnuðu i hávað-
anum. Hún skildi ekki hvers
vegna hópurinn hélt ekki áfram,
hvers vegna fylkingin gekk ekki
til flugstöðvarinnar. Allar
hugsanir hennar snerust um
Jimmy. En þegar hún missti af
sér annan ilskóinn og nam staðar,
sá hún svipinn á unglingunum.
Ofsalegt æði hafði gripið um sig.
Hún sá, að þeir voru ekki siöur
óttaslegnir, en hún sjálf. Ef hún
kæmi ekki fljótlega auga á
Jimmy, myndi þetta sama æði
gripa hana llka.Hún fann að augu
hennar fylltust tárum og hún sá
allt 1 móðu og hún beit svo á
vörina, aö það blæddi. Hún varð
nú að berjast, bæði við sjálfa sig
og mannfjöldann. Hún reyndi aö
anda djúpt, en það leit ekki út
fyrir að hjálpa henni.
Hún rak upp vein, þegar oln-
bogi rakst i andlit hennar og var
næstum oltin um koll. En mann-
fjöldinn hélt henni upprettri. Hún
mátti ekki öskra, hún mátti ekki
láta undan, þá gæti hún kannski
ekki hætt að öskra. Henni var
stöðugt þrýst á bak og hún
var ekki komin að fremri
vagninum, þegar hún kom auga á
hvitan hjálm, sem nálgaöist
óðum. Þá fékk hún meiri kjark,
sparkaði og klóraði allt i kringum
sig, þangað til hún var búin að
ryðja sér braut að hjálminum.
Lögregluþjónninn, sem bar
þennan hjálm var óvenjulega
hávaxinn og hann sveiflaði kylf-
unni yfir höfðum nærstaddra:
hann var öryggistákn og Laurel
fékk aftur vonina um að finna
Jimmy. Loksins tókst henni aö ná
i belti hans, en unglingarnir I
kringum hana, rifu i hana, til að
ná henni lausri.
— Hjálpaöu mér! Hjálpaðu
mér! kallaöi hún og henni var
sjálfri ljóst, að rödd hennar lýsti
taugaæsingi. Lögregluþjónninn
greip til hennar og spurði:
— Hvað er um að vera?
— Hjálpaðu mér! Litli
drengurinn minn...
— Ertu undir áhrifum? Hann
pirði augunum, þegar hann leit
rannsakandi á hana. —■ Það er
bezt að þú komir með mér. Hann
tók hana undir annan arminn,
rétt eins og hún væri svolitill
böggull og ruddi sér braut með
kylfunni.
— Biddu! Drengurinn minn!
Jimmy! Jimmy! Þvi meira sem
hún sparkaði, þvi fastar hélt hann
um mitti hennar, svo fast, að hún
átti erfitt með andardrátt. Hún
reyndi að snúa sér og smeygja sér
frá honum, en það tókst ekki.
Þau voru komin fram hjá húsi
Myru og út á malbikuðu götuna.
Fleir lögreglubilar voru nú
komnir á staðinn, og sjúkrabill
var staðsettur við gaddavirs-
girðinguna, sem lá um flug-
völlinn. Lögregluþjónninn setti
Laurel inn i aftursætið á einum
bflnum, þar sem vopnaður lög-
regluþjónn gætti nokkurra óróa-
seggja.
— Hér kem ég með eina, sem
ég held að sé undir áhrifum.
Gættu hennar. Svo þaut hann i
burtu. Laurel var uppgefin og sat
á hörðum bekknum, altekin ótta
vegna Jimmys.Svo sá hún út um
gluggann, að komið var með
sjúkrabörur, og þá datt henni
strax i hug, að Jimmy hefði verið
troðinn undir, svo hún þaut upp úr
sætinu.
— Sittu kyrr! sagði vörðurinn
— En litli drengurinn minn er
þarna úti. Ég verð að ná i hann!
Ég er ekki hippi, ég á heima i hús-
inu þarna og maðurinn....
— Er barn þarna úti? Hvernig
dettur ykkur lika I hug að draga
börnin með ykkur, þegar þið ætl-
ið að efna til uppþota!
— Ég er ekki i þeirra hópi! Ég
er.. Hún fylgdi eftir augnaráði
hans og sá þá útganginn á sér,
óhreinar buxurnar, allar i máln-
ingarslettum. Hún var nú búin að
týna báðum ilskónum og önnur
ermin á skyrtu Michaels var rifin
i tætlur. — Góði, reyndu að finna
hann fyrir mig.
— Er strákurinn þinn ljós-
hærður með blá augu? I gulri
peysu? Litill? Einn fanganna
spurði hana þessara spurninga. —
Vertu róleg, ég bar hann á háhesti
og fékk einum lögregluþjóninum
hann. Hann situr örugglega i ein-
um löggubilnum og japlar sæl-
gæti.
— Ertu viss um það? Lltill,
tveggja ára drengur? ó, guði sé
lof!
— Þú skalt ekki þakka honum,
þakkaðu heldur mér. Ljós augun
voru sljó, en samt lýsti augnaráö
hans áhuga. — Ég þekki þig
ábyggilega? Hann hallaöi undir
flatt og virti hana betur fyrir sér.
ÞJÓÐSÖGUR FRA
EISTLANDI
Þýðcmdi:
Séra SIGURJÓN GUÐJÓNSSON
Bókin veitir nokkra innsýn í hugar-
heim eistnesku þjóðarinnar á liðn-
um öldum, fjölþætta þjóðtrú henn-
ar á gott og illt, á dularfullar
vættir í skógum, ám og vötnum.
Sumar sögurnar minna á íslenzkar
þjóðsögur. Má þar minna á sækýr
og viðureign manna við kölska
sjálfan, þar sem hann í allri sinni
flærð lýtur í lægra haldi fyrir
mannlegu. viti. — Aðrar eru þeim
alveg óskyldar.
Nýjar
bækur frá
LEIFTRl
Höfundur sagnanna um HORN-
BLOWER sjóliðsforingja, C. S. For-
ester, varð meðal vinsælustu höf-
unda Breta á sviði sjóferðasagna,
svo að honum hefur jafnan verið
líkt við Captain Marryat, sem
flestir Islendingar karmast við.
SAMSÆRI
ASTARINNAR
Tracey Langford, ung og falleg
stúlka, réð sig til þess að hafa
ofan af fyrir dóttur auðugs manns,
en stúlkan dvaldi á afskekktu
landsetri á írlandi. Á leiðinni þang-
að fór Tracey strax að gruna, að
eitthvað væri bogið við íbúana á
þessu tilvonandi heimili hennar og
að ekki væri þar allt með felldu.
En Tracey var forvitin og huguð
stúlka, og auk þess ástfangin af
ungum manni, sem ætlaði að eyða
sumarleyfi sínu í grennd við fyrir-
hugað heimili hennar. Hún lét þvi
slag standa. Fljótlega komst hún
að því, að allir íbúar hússins höfðu
eitthvað að fela . . . En einmitt
þegar hún áleit að hún væri búin
að finna lausn á þeirri gátu, steðj-
uðu að atburðir, sem nærri höfðu
kostað hana lífið.
Höfundur bókarinnar er að því leyti
kunn alþjóð, að hún hefur öðru
hverju i nokkur ár flutt í hljóð-
varpi vísnaþætti eftir ýmsa hag-
yrðinga og gert það með ágætum.
Hersilía er fædd á Mælifellsá í
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði,
dóttir Sveins Gunnarssonar bónda
þar og siðar kaupmanns í Reykja-
vík. — 1 bókinni eru fimm sögur:
Gœfuspor — Móöurminning — Eng-
inn veit hvaö undir annars stakki
býr — Laufás — Hildur.
ÞJÓÐSÖGUR
FRÁ
EISTLANDI |
Hersilía Sveinsdóttir:
VARASÖM
ER
VERÖLDIN
49. TBL. VIKAN 35