Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 40
ömmu? spurði Jónas. — Hún
verður svo einmana á jólunum,
þvi sonur hennar verður ekki
heima.
- Hvaða vitleysa erþetta?Það er
ekki hægt að koma méð ókunnugt
fól, sem er ekki einu sinni skylt
okkur! En svo varð mamma hans
vingjarnlegri og sagði: — Farðu
nú inn i herbergið þitt og haltu
áfram með söguna þin. Ég hef
svo hræðilega mikið að gera.
Jónas hlýddi treglega. Hann
átti sjálfur ritvél, þvi að einhver
ókunnugur maður hafði einu sinni
tálaöheillengi við forelda hans og
sagt að hvert barn, sem kynni að
skrifa, ætti lika að eignast ritvél.
Pabbi hans hafði keypt af honum
ritvél, en ekki handa Jónasi,
heldur handa sjálfum sér. Jónas
fékk svo gömlu ritvélina, þvi að
hann myndi örugglega skemma
þá nýju.
Jónas var að skrifa skáldsögu
og hann var búinn með fjórar
siður. Þetta átti að verða regluleg
skáldaga, ekki barnasaga. En
hann var alls ekki upplagður til
að skrifa skáldsögu i dag. Honum
hafði nefnilega dottið nokkuð i
hug, og hann læddist inn i vinnu-
herbergi pabba sins, blaðaði þar I
bréfum, en að sjálfsögðu var það
algjörlega bannað. Svo settist
hann við ritvélina.
Svo kom pabbi hans heim. Þau
borðuðu, Þar næst settust for-
eldrar hans inn i dagstofuna og
töluðu saman, liklega um hann.
Jónas hafði heyrt, að þetta var
kallað samband milli foreldra.
Þegar hann var minrti, var eitt-
hvaö sem kallað var uppeldis-
leikföng. Það var nú meiri vit-
leysan.
RENNIBRAUTIR
Rennibrautir aftur fáanlegar
með útskornu millistykki.
Fylla þarf út 125x46 cm.
Sendum f póstkröfu.
Greiðsluskilmáiar.
(AthugiSl Kaupum einnig
'stramma, útfylltan).
NÝJA BÓLSTURGERÐIN
Laugavegi 134, sími 16541.
Emma frænka svaf illa um
nóttina. Jólaskinan angraði hana
og svo hafði hún sjálf lagt fiskinn
i lút. Hvað átti hún að gera við
allan þennan mat?
Svo hugsaði hún til sonar sins
og tengdadóttur og barnabarn-
anna.
Áður fyrr höfðu barnabörnin
alltaf heilsað henni glaðlega, en
ekki síðustu árin. Þau voru orðin
of stór, og áttu sina eigin félaga
og höfu andstyggð á öllum jóla-
mat, lika skinkunni hennar.
Emma andvarpaði, börn voru lik-
lega orðin svona. Þau höfðu
engan áhuga á gömlum minning-
um og jólasiðum, höfðu aðeins sin
eigin áhugamál.
Harald og Mette höfðu reyndar
talað um það fyrir löngu, að ekki
væri til neins að vera að halda I
þessar gömlu venjur: það væri
ekkert vit að slita sér svona út
fyrir sjólin, sérstaklega þegar
börnin væru orðin svona stór, og
töluðu jafnvel með fyrirlitningu
um jólatré og annað jólaskraut.
Þau vildu heldur fá peninga i
jólagjöf, svo þau gætu sjálf valið
það sem þau vildu, heldur en að
láta foreldrana velja það.
Ef Anton heföi bara verið á lifi,
hugsaöi Emma. Þá hefðu þau
getað setið þarna tvö og talað
saman um jólin I gamla daga,
þegar Harald var litill drengur og
trúði jafnvel á jólasveininn.
Anton hafði lika átt svo áuðvelt
með aö tala við fólk þau áttu
marga vini, meðan hann var á
lifi. En nú var þetta allt á annan
veg.
Emma vaknaði snemma og fór
aö eiga við jólaskinkuna. Það var
eins gott að ljúka þvi af. En þegar
hún for athuga kryddglösin sin,
vantaði hana einmitt það, sem
hún var vön að nota... Það var
bezt að biða, hugsaði hún, —
Jónas myndi kannski koma. Það
leit helzt út fyrir að Jónasi leidd-
ist jólaleyfið.
En Jónas kom ekki. Þau voru
liklega á förum. Emma fór I káp-
una og gekk þreytulega niður
stigann. Hún var svolitið sár út I
sjálfa sig. Það var ekki nóg með,
að maður ætti erfitt með gang,
þegar ellin færðist yfir, heldur
var hún lika að verða svo gleym-
in. Skyldi hún eiga nógan sykur
heima? Ef hún skyldi nú þurfa að
drekka sykurlaust kaffi ýfir
hátíöina! .
Emmamætti Almqvist, sem kom
másandi upp stigann. Gamli
maðurinn brosti svo glaðlega til
hennar, hann tók jafnvel ofan.
— Égþakka kærlega, sagði hann.
— Þótt það verði nú svolitið erfitt,
þar sem hún byggi svona hátt
uppi.
Emma brosti vandræöalega og
héltáfram. Hvað var Almqvist að
þakka fyrir? Og hvað var svona
erfitt?
Hún hristi höfuðið. Fólk gat nú
stundum verið skrýtið. Johnson,
sem stóð við dyrnar, hann lyfti
lika hattinum og reyndi að segja
eitthvað, en þaö var aðeins: — Ég
þakka fyrir.
Emma keypti lika einn pakka
af molasykri, svona til vara. Hún
sagði nokkur vingjarnleg orð við
stúlkuna við kassann i kjörbúð-
inni, hún heyrði óminn af skvaldri
kvennanna, sem alltaf höfti eitt-
hvað að segja nábúunum og flýtti
sér svo áleiðis heim, á sinum
aumu fótum.
Valmér fylgdist með henni upp
stigann. Hún tók undir arm henn-
ar og leiddi hana upp. Hann
þakkaði lika fyrir eitthvað.
Drottinn minn, mikið gat fólk
verið skrýtið um jólaleytið. Og
allir þökkuðu, skyldi það vera
einhver nýr jólasiður? Atti hún
lika að fara að þakka fólki i allar
áttir? Ne-hei, það datt henni
sannarlega ekki i hug. Hún hitaði
kaffi, þegar hún kom inn til sin,
henni veitti ekki af, að ylja sér á
kaffisopa. Og svo fór hún að búa
sig undir aðsitja heima alla fjóra
dagana. Hún gat horft á sjón-
varpið, sem Harald hafði gefið
henni og hlustað á útvarp. Og á
morgun, á sjálft aðfangadags-
kvöld, ætlaði hún að opna
pakkana, sem Harald og börnin
höfðu sent henni. Það yrði að
sjálfsögðu peysur og sjöl, — og
henni sem þótti svo gaman af þvi
að prjóna svoleiðis flikur.
Svo kom aðfangadagskvöld.
Það snjóaði og var reglulegt jóla-
veður. Emma skar nokkrar
sneiðar af skinkunni og lagði á
borð fyrir sig. En þá var hringt
dyrabjöllunni. Hver gat það
verið?
Það var Johnson, sem stóð þar,
spariklædduroghátiðlegur.Hann
var með pakka og það eina, sem
hann gat komið út úr sér, var að
hann þakkaði kærlega fyrir boöið.
Svo stóö hann þarna, þar til
Emma sá sig knúða til að bjóða
honum inn fyrir. Hann leit á
skinkuna, smjattaöi og sagði að
það væri tilhökkunarefni að
smakka á henni.
Já, þvi ekki það? Emma náði I
annan disk. Hún hafði ost hugsað
sér, aö.bjóða honum upp á kaffi
en það var lika óvenjulegt i svona
stórborg. Þar áttu allir að lifa
sinu eigin lifi og skipta sér ekki af
högum annarra. En svo var
hringt og Emma varð vandræða-
leg. I þetta sinn frú Fredriksson,
sem stóð fyrir utan með blóm i
potti og tvær flöskur af heima-
brugguðu eplavlni. Hún var von-
svikin, þegar hún sá Johnson,
sagðist hafa ætlað að koma fyrst,
svo hún gæti hjálpaö eitthvað til.
Svo spurði hún, hvort Emma
hefði sjálf skrifað boðskortin.
— Boðskortin? Emma skildi
hvorki upp né niður, en vildi ekki
koma upp um gleymsku sina.
Eftir að hún hafði farið I kringum
það, bað hún hana að lofa sé að
sjá kortið.
Það var vélritað og margar
villur I textanum. En þar stóð,
svart á hvitu, að hún, Emma,
bauö til kvöldverðar klukkan sex
á aðfangadagskvöld.
Emma hristi grahærða höfuðið
og var alveg viðutan. Hún hlaut
að vera meira en litið gleymin,
hún hafði þá boöiö þeim I mat. En
hún skrifaði alls ekki á ritvél,
enda átti hún enga. En gestirnir
voru nú komnir. Furðuleg
hugsun greip hana, hve margir
höfðu fengið þessi boðskort?
Skyldi skinkan bara duga? Og
lútfiskurinn? Og jólaglöggið,
kaffið og kökurnar?
Frú Frederiksson hjálpaði
henni að dúka borðið. Johnson sat
I hægindastólnum og hafði ekki
augun af skinkunni. Hann hafði
liklega ekki bragðað reglulega
jólaskinku, frá þvi hann varð
einn.
Að lokum voru þarna saman-
komnar sex manneskjur.
Almqvist kom siðastur, blés
mikið og kvartaði undan stigan:
um. Hann hafði koniaksflösku
meðferðis. — Rétt til að hafa með
kaffinu, sagöi hann, andstuttur að
venju.
Þegar Emma var búin að na
sér að mestu, fór hún að sinna
húsmóðurstörfunum. Hún af-
sakaöi hvað allt væri ófullkomið
hjá sér, en i hjarta sinu gladdist
hún innilega og gestirnir hældu
matnum hennar á hvert reipi og
áttu ekki orð til að lýsa aðdáun
sinni fyrir þvi, að henni skyldi
detta þetta i hug. 1 fyrstu gekk
samtalið skrykkjótt, en svo
endaði meö þvi, að þau töluðu
jafnvel öll i einu.
Frú Frederiksson varð að biða
um stund, þangað til hún gæti
fengið hljóð. Var ekki upplagt, að
þau kæmu svo öll til hennar á
annan dag jóla? Að sjálfsögðu
hafði hún ekki upp á neitt að
bjóða, aðeins kaffisopa. Og svo, —
hún leit á Emmu, — svo gætu þau
kannski fengið að horfa á sjón-
varpið hjá Emmu?
Það voru mörg ár siðan Emma
hafði verið svona þreytt eins og
hún var, þegar siðustu gestirnir
stauluðust niður stigann. Hún
lagði sig á sófann og lokaði aug-
unum. Það var orðið svo langt
siðan hún hafði þurft að gegna
húsmóðurstörfum og heyrt svona
glaðværar raddir i kringum sig.
Henni var sama um þreytuna,
þetta var ban þægileg þreyta, já
alveg dásamleg.
Hún hugsaði lengi um þetta
uppátæki með boðskortin. Svo
breiddist ljúft bros yfir ásjónu
hennar. Mikið gat hún veriö
heimsk, að hafa ekki látið sér
detta það fyrr i hug, hver hefði
gert þetta. Það var auötivaö
Jónas. Hann átti ritvél og hann
hafði sýnt henni þaö, sem hann
var að skrifa, fyrstu siðuna af
skáldsögunni sinni.
— Prakkarinn litli, tautarði hún
og hló með sjálfri sér. Skyldi hann
gruna, hve dýrmæta jólagjöf
hann færöi mér? Og hún hafði
sjálf gleymt jólagjöfinni hans.
40 VIKAN 49. TBL.