Vikan

Útgáva

Vikan - 06.12.1973, Síða 42

Vikan - 06.12.1973, Síða 42
Askenazyhjónin þarf ekki að kynna i löngu máli fyrir lesendum Vikunnar. Þessi elsku- legu hjón, pianósnillingurinn Vladimir og konan hans Þórunn Jóhannsdóttir, hafa lengi veriðeftirlæti Islendinga, sem fylgzt hafa ná- ið með ferli þeirra, jafnt i velgengni sem mótlæti. Það vakti þvi almenna athygli og ánægju, þegar þau fyrir rúmum fimm árum ákváðu að stofna hér heimili. Sú ákvörðun hefur eflaust áð miklu leyti verið tekin barnanna vegna, sem þau vildu gjarna, að ælust upp á íslandi og hlytu menntun sina i islenzkum skólum. Börn þeirra eru þrjú, Vladimir Stefán 12 ára, Nadja Lisa lOára og Dimitri Þór 4 ára. Fyrsta heimili þeirra hérlendis var að Brekkugerði 22. Þau kunnu vel við sig þar, en húsið reyndist þeim brátt of litið. Húsbóndinn þarf að sjálfsögðu mikið að æfa sig á flygil- inn, og það þarf sérstakar aðstæður til þess að starf hans geti farið saman með daglegu lifi og heimilishaldi fjölskyldunnar. Það varð þvi úr, að þau réðust i húsbygg- ingu, sem svaraði þeirra sérstöku kröfum. Þaufengu lóð að Brekkugerði 8, eða raunar 2 lóðir, þvi þar sem hæð hússins varð að vera takmörkuð, urðu þau að fá nóg landrými. Teiknistofa Gisla Halldórssonar sá um gerð hússins, en aðalarkitekt var Bjarni Mar- teinsson. Húsbyggingin gekk ákaflega fljótt og vel, og þó ekki alveg nógu fljótt, þvi að þegar f jöl- skyldan flutti inn 1. april s.l., var ærið margt ógert, þar á meðal eldhúsið. Askenazy — fjölskyldan varð sem sagt, eins og svo margir aðrir húsbyggendur, að sætta sig við hálfgert útileguástand fyrstu dagana. Nú er húsið að mestu fullgert, og húsráð- endur voru svo elskulegir að leyfa okkur á Vikunni að heimsækja sig, þegar þau stönz- uðu hér nokkra daga i október i haust. Þórunn sýndi okkur húsið, sem er tvær samsiða álmur og tengiálma. Vestari álman er á einni hæð, og þar er aðalinngangurinn. anddyri og stór hol, gestaherbergi og gesta snyrting, svo og setustofan. 1 tengiálmunni er borðstofa, eldhús, borð- krókur og opinn gangur og stigi upp og niður i eystri álmuna, sem er á tveimur hæðum. Á neðri hæð i eystri álmunni er æfingasalur Askenazys, stórt leik- og sjónvarpsherbergi, þvottahúsog sauna. Á efri hæðinni eru svefn- herbergin. Þar er hjónaherbergi, 2 baðher- bergi, 4 barnaherbergi og litil ibúð með snyrtingu, eldhúskrók og sérinngangi fyrir ráðskonu. Margrét Snæbjörnsdóttir heitir konan, sem haldið hefur heimili fyrir fjöl- skylduna i 3 ár og er þar i miklum metum. Eldhúsið er ekki stórt, cn þægilega búiö. Innréttingar eru úr tekki, flisar á veggjum dökkgrænar, ljóst harðplast á borðum. Eld- hústæki eru öll i grænum lit af Westinghouse- gerö, nema uppþvottavélin er Kitchenaid. Húmgóður borðkrókur er svo eins og mið punktur hússins I tengslum viö leikherbergiö niöri og herbergin uppi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.