Vikan

Issue

Vikan - 06.12.1973, Page 44

Vikan - 06.12.1973, Page 44
Æfingasalur pianósnillingsins er sérstaklega fallegt og viðkunnanlegt herbergi. Mjög er vandað til allra innréttinga með tilliti til hljómburðar, og þvkir það hafa heppnast prýðilega. Herberginu er lokað á tvo vegu með tvöföldum hurðum. Flygillinn stendur á upphækkuðum trépalli f suðurenda her- bergisins, en gólfið er að öðru leyti klætt teppi f dökkblágrænum lit. Askenazy kann vel að meta þá aðstöðu, sem hann hefur nú fcngið i nýja húsinu. Þegar þessi mynd var tekin, var hann að æfa sig fyrir konsert að Borg í Grimsnesi. hverjum degi eitthvaö að vinna, og við urðum að kaupa okkur mat úti i bæ. — Var þetta þá ekki erfitt fyrir manninn þinn i sambandi við æfingarnar? — Þetta var einmitt allt i lagi fyrir hann, hann lokaði sig bara af inni i stúdiói og spil- aði. Hann hefur svo mikinn sjálfsaga i sam- bandi við starf sitt, að ég hef oft undrast það. Við fljúgum úú geysilega mikið, og oft þegar við höfum flogið timunum saman og ég er að niðurlotum komin, þá er hann alveg til i að æfa sig. Hann getur kannski verið þreyttur, en hann getur alltaf æft sig. — Nú, við vorum hér sem sagt i mánuð i vor, og mér fannst þetta ekkert heimili þá, einlægur gauragangur og læti, maður reyndi bara aðhalda hlutunum gangandi. Svo fórum við hjónin og yngsti drengurinn út um mánaðamót april-mai og komum ekki aftur fyrr en rétt um daginn og erum á förum aftur næstu daga. Eldri börnin komu til móts við okkur i Honolulu, þegar skólinn var búinn hjá þeim i mailok, og við fórum til Fijieyja, Nýja Sjálands og Astraliu og siðan i sumarleyfi til Grikklands. Skólinn byrjaði svo hjá þeim i september. — Þið ferðist mikið með börnin. Er það ekki erfitt? — Vist er það oft erfitt, en mér finnst ekki um annað að ræða. Ég hefði auðvitað getað setið heima yfir börnunum, en það er ekkert hjónaband. Ég vildi ekki, að börnin min vendust á það að lita á pabba sinn sem ein- hverja fjarlæga veru, sem alltaf væri á ferð- inni i burtu frá þeim. Þau virðast heldur ekki hafa haft neitt illt af þessu flakki, iinnst virkilega gaman að ferðast og eiga létt með aö aðlagast nýjum aðstæðum. Við höfðum 44 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.