Vikan

Tölublað

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 54

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 54
Leifur Breiðfjörð, listmálari, stendur í simaskránni. bað er þó ekki hans rétta starfsheiti. En ritstjóri simaskrárinnar getur veriðalveg rólegur, orðið er frá Leifi sjálfum komið. Hann er eini maðurinn hér á landi, sem gerir steindar glermyndir, og yfir það skortir ennþá starfsheiti. Glermyndlist er skapandi lis't, sem fáir vita eiginlega nokkuð um, og það er einmitt ástæðan til þess, að við lögðum leið okkar á vinnustofuna til hans. — bað er alveg rétt, fólk veit frekar litið um þessa listgrein, sem er sjálfsagt eðlilegt, sagði Leifur. Auk min er það aðeins Gerður Helgadóttir, sem er i þessu, og hún starfar alltaf erlendis. — Hvað vakti áhugann? — Ég var við nám i Myndlista- og hand- iðaskóla Islands i 4 ár, lauk þaðan prófi 1966. bað var á öðru námsári minu þar, að Kurt Zier fékk til okkar kennara frá Edinborg, James Langan að nafni, sem kynnti okkur bæði glermyndlist og listvefnað, og ég fékk strax mikinn áhuga á þessu og ákvað að læra það. Um haustið 1966 innritaðist ég þvi i Listaháskólann i Edinborg, þar sem ég lagði stund á glermyndlist og útskrifaðist þaðan eftir tveggja ára nám. — bú segir, að hann hafi kynnt ykkur bæði glermyndlist og myndvefnað. Eru þetta svo skyldar greinar? — Ég þekki marga erlenda listamenn, sem vinna bæði i gleri og myndvefnaði. Aðferð- irnar eru óneitanlega skyldar, þó efnið sé gjörólíkt. Við hjónin skiptum þessu á milli okkar, hún stundar listvefnað, en ég er i gler- inu. Kona Leifs heitir Sigriður Jóhannsdóttir og kennir vefnað við Myndlista- og handiða- skólann. Leifur kennir þar einnig, aðallega teikningu, en hefur einnig kynnt þar gler- myndlist i tveimur mánaðarönnum siðan hann kom heim frá námi. — Hefur ekki kviknað áhugi hjá fleirum hérlendis að stunda þessa grein? — Ég veit ekki til þess, að neinn sé i þessu enda eru kannski ekki svo miklir möguleikar hérlendis. Svona listgrein kallar ekki á marga. 1 þessum stóra skóla, sem ég var i úti, útskrifast aðeins fáir i glermyndlist með löngu millibili. — Geturðu lýst þvi i stórum dráttum, hvernig þú vinnur? — begar ég fæ eitthvert verkefni upp i hendurnar, þá byrja ég á þvi að skoða allar aðstæður úti og inni, samspil ljóss og skugga, litasamsetningar og fleira. Siðan legg ég höf- uðið i bleyti og fer að vinna að skissugerð, sem tekur mislangan tima, Endanleg skissa er siðan stækkuð upp i fulla stærð, og siðan geri ég vinnuteikningu fyrir glerskurð og blý- lagningu. bar næst mála ég eftir vinnu- teikningunni aftan á glerplötu, sem er framan við stóran glugga, en þar fer aðal- vinnan fram. Glerið er siðan skorið eftir vinnuteikningunni og fest upp á glerplötuna. Glerið er siðan tekið niður og lagt i blýfals á stóru borði. Siðan eru blýfalsarnir tinkveikt- ir, og að lokum eru gluggarnir kittaðir og hreinsaðir. Glerið er hægt að vinna á mjög margbreytilegan hátt. T.d. mála ég oft á glerið og innbrenni við 600 gráðu hita i þar til gerðum ofni. Stundum er glerið yfirlagt þunnri litarhimnu i öðrum lit, sem er hægt að ná af með sýruætingu. — Ég er óneitanlega allmiklu nær eftir þessa lýsingu, en hvað ertu lengi á að gizka með svona meöalstórt verk? — bvi get ég engan veginn svarað, það er svo misjafnt. baö fer t.d. eftir þvi, hvort gler-. ið er málað og innbrennt, sýruétið eða unnið meira á einhvern annan hátt., — Saknarðu ekkert sálufélags i listgrein þinni? — Ég get ekki sagt, að ég sé neitt einmana, þó ég sé eini maðurinn I þessu hér. En ég finn, að mér ér alveg nauðsynlegt að komast út við og við, kynnast af eigin raun þvi, sem glermyndir þar er að gerast og þeim, sem við þetta fást. Við hjónin vorum saman úti i sumar, ég vann þar nokkrar vikur á stóru verkstæði hjá lista- manni, sem stendur mjög framarlega i þessari grein á Englandi, Patrick Reyntiens. Ég skrifaði honum, og hann bauð mér að koma og vinna hjá sér. betta verkstæði er i litlum bæ nokkurn veginn mitt á milli London og Oxford, og mér fannst geysilega lærdómsrikt og skemmtilegt að vinna þarna. Svo ferðuðumst við um England, Frakkland og býzkaland með það fyrst og fremst i huga að skoða gler, hvar sem þvi varð við komið, LISTIN A HEIM SEM SÓLKIO £ Spjallað við Leif Breiðfjörð, sem er eini maðurinn hér á landi, sem gerir steindar 58 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.