Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 61
mig dreymdi
VINKONAN DÓ/ EN HIN MISSTI AF RÚTUNNI
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig um að ráða tvo stutta
drauma fyrir mig.
Sá fyrri er á þessa leið:
Mér fannst ég vera stödd heima hjá fyrrverandi
vinkonu minni. Hún lá í sófanum, ég sat beint á móti
henni og við vorum að rabba saman. En allt í einu deyr
hún, þar sem hún liggur í sófanum. Þá verður mér
hugsað sem svo: Nú er hún á leiðtil himnaríkis.
Hinn draumurinn er svona:
Mér fannt eins og ég ætti að fara norður á Raufar-
höfn til þess að vinna i f iski. Ég átti að leggja af stað
klukkan hálf tíu að kvöldi. Ég var búin að setja allar
mínar föggur niður í töskur klukkan níu. Mér fannst
eins og nokkrar aðrar stelpur ættu að fara með mér.
Við áttum að taka rútuna, sem ekur fyrir ísal. Við
lögðum af stað, en þegar við komum að steypustöðinni,
sjáum við að rútan er farin og vorum við mjög
óánægðar yf ir að missa af henni. Okkur datt í hug að
taka leigubíl, en hættum við það, vegna þess hve dýrt
það hefði orðið. I því vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk.
G.S.
Fyrri draumurinn er berdreymi fyrir langlífi
þessarar fyrrverandi vinkonu þinnar. Sá seinni er fyrir
því að þú lætur happ úr hendi sleppa og átt eftir að sjá
eftir því seinna meir.
EINVIGI A BRú
Kæri draumráðandi!
Viltu ráða þennan draum fyrir okkur.
Mér fannst ég og vinkona mín vera að ganga yfir
mjög sfóra og glæsilega brú, en hún var yfir breiða og
hvítfyssandi á.
Á brúnni voru tveir strákar^að slást. Þegar við
komum nær, sjáum við, að þetta voru strákar, sem við
þekkjum. Annar, sem við skulum kalla X, er á föstu
með vinkonu minni, þeirri sem gekk yfir brúna með
mér. Ég var einu sinni með hinum stráknum, sem við
skulum kalla Zog ég erenn svoíítið skotin í honum.
Þeir halda áfram að slást, þó að við séum komnar á
brúna, og allti i einu hendir X Zetu ofaní ána. Þá lítur
X á okkur og við sjáum að blóðið lagar niður andlitið á
honum. Hann hnígur niður á brúna og þá endaði
draumurinn.
Viltu vera svo góður að ráða þennan draum fyrir
okkur.
Fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Tvær áhyggjufullar.
Einhver vandræði virðast steðja að þessum piltum og
ekki verður séð, að þið vinkonurnar getið neitt gert til
þess að afstýra þeim. En kannski getið þið létt róðurinn
hjá þeim, seinna meir, þegar þeir eru búnir að hlaupa
af sér hornin.
HÁLFBYGGT HÚS
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum.
Hann er á þessa leið:
Mér fannst ég vera að ganga úti með frænku minni.
Úti var kalt og hráslagalegt. Loks komum við að stóru,
gráu húsi, ómáluðu og voru-vinnupallar utan á því.Við
fórum inn i húsið og þá blöstu við okkur endalausir
brattir stigar, sem mér fannst við verða að ganga upp.
Við vissum að efst uppi var útsala. Ég gleymdi að geta
þess, að allan tímann var ég með tveggja ára dóttur
mína á mjöðminni.
Við lögðum af stað upp stigana, en mér veittist mjög
erfitt að ganga þá, því að fæturnir á mér voru blý-
þungir og fannst ég varla geta lyft þeim þrep fyrir
þrep. En ég varð ekki vör við að dóttir mín, sem ég hélt
á, þyngdi mig neitt niður.
Með mestu herkjum tókst okkur loksins að komast
alla leið upp með hjálp frænku minnar. Þar uppi voru
staflar af blöðum með prjónauppskriftum. Ég tek eitt
blaðið og fletti því. Það var allt bleikt og fötin í þvi
líka, en þau voru öll ætluð börnum.
Með fyrirfram þökk.
B.J.G.
Þértekst að sigrast á allmiklum erfiðleikum, sem að
þér steðja. Svo virðist sem þú njótir aðstoðar frænku
þinnarað einhverju leyti, og þúátt eftirað launa henni
það.
BROTINN HRINGUR
Kæri draumráðandi!
Fyrir 12-14 árum dreymdi mig að ég horfði á gift-
ingarhringinn minn liggja í tveimur hlutum á borði.
Nú f yrir stuttu dreymdi mig, að ég væri búin að týna
þessum sama hring og auk þess steinhring, sem mað-
urinn minn gaf mér, og ég er búin að ganga með í 19
ár.
Viltu ráða þennan draum fyrir mig og draga ekkert
undan, hversu slæm sem ráðningin kann að vera. Ég er
við öllu búin, því að ég hugsa að þessir draumar séu að
koma fram, en mig langar mikið til að vita hvert
framhald verður á lífi mínu.
Innilegt þakklæti. a.T.
Það vekur án efa furðu þína, að við skulum ekki
draga þá ályktun af þessum draumi, að hjónaband þitt
sé að fara út um þúfur. Við höldum að svo sé ekki, enda
sjaldgæftað berdreymi í draumi eins og þessum komi
ekki fram fyrr en eftir nítján ár. Sá draumur hefur
verið eins konar martröð, sem þú hefur hugsað allt of
mikið um, og seinni draumurinn er að öllum líkindum
afleiðing þeirra hugsana. Brotni hringurinn hefur
grafið um sig i huga þér og spillt mörgu í lífi þínu.
Gleymdu honum fyrir fullt og allt og reyndu að bæta
upp tortryggnina og varhugann, sem trúlega hafa af
honum leitt, því að ekki er mark að öllum draumum,
þótt sumir komi skýrt og greinilega fram.