Vikan

Útgáva

Vikan - 06.12.1973, Síða 82

Vikan - 06.12.1973, Síða 82
þegar Abe Stark greip i handlegg- inn á Ridgeway, benti fram fyrir sig og spuröi: — Hver er þetta? í skimunni sáu drengirnir há- vaxinn mann koma niður stigann. Hann var klæddur gömlum far- mannsbúningi. Sólarljósið féll á andlit hans. Hann leit út fyrir að vera um fimmtugt. Hann hafði skýrt mótaða andlitsdrætti, hrokkið, rautt hár, skegg og barta, en húðin var algerlega lit- laus. Maðurinn kom alla leið niður og gekk i átt til drengjanna, sem færðu sig frá, þegar hann nálgað- ist. Maðurinn gekk framhjá þeim og inn i eina káetuna. Það leittút fyrir að hann hefði alls ekki orðið drengjanna var. Náfölir og dauð- hræddir flýttu drengirnir sér aft- ur upp á þilfar og settust þar til þess að jafna sig. Þegar þeir höfðu náð sér nokkurn veginn, gerðu þeir sér ljóst, að ekkert hafði heyrst til mannsins, þó að allt væri á floti i vatni undir þilj- um. Loks fóru þeir til afa Ridge- ways og sögðu honum, hvað þeir hefðu séð. En kaupmaðurinn hló bara. Hann hafði heyrt um draugaganginn i skipinu, sem hann hafði keypt, og hann sagði drengjunum söguna. Eftir þvi sem næst verður komizt hófust reimleikarnir þann 21. júli 1861, þegar Suðurrikjaherinn hafði bundið endi á allar vonir Norður- rikjanna um auðunninn sigur i Þrælastriðinu. Eigandi Wilming- tón Star var kappsmál að geta haldið siglingum milli Norður- og Suðurrikjanna áfram, og sigldi þess vegna undir fána Suðurrikj- anna i Suðurrijunum og fána Norðurrikjanna i Norðurrjikjun- um. Til frekara öryggis skipti hann lika um nafn á skipinu eftir þörfum og héit tvær dagbækur. Heita nótt um miðjan júli 1861 lá Wilmington Star i Chin- coteagueflóanum i Maryland. Einhverra hluta vegna höfðu skipstjórinn Josiah Marchmont og fyrsti stýrimaður Andrew Garatty farið i land, og áhöfnin notaði tækifærið til að láta fara vel um sig. Hundavaktin var ný- byrjuð, þegar vaktmaðurinn heyrði langdregin hróp, sem virt ust koma frá landi. Hann vakti fé- laga sina og sagði þeim, hvað hann hefði heyrt. Þeir horfðu allir til lands, en þá heyrðu þeir allt i einu braka i stjórnpallinum. Þeir sneru sér við og sáu Marchmont skipstjóra ganga niður þrepin frá brúnni. Þeir sáu rautt skegg hans i tunglsljósinu. Hann var náfölur og svaraði ekki, þegar þeir heils- uðu honum og sögðu: ;;Gott kvöld, þerra”. Þess i stað flýtti hann sér framhjá þeim, fór niður i káetu sina og lokaði á eftir sér dyrunum. 1 þeirri andrá kom annar stýri- maður þar að og félagar hans vöruðu hann við: — Gættu að þér. Skipstjórinn er kominn aftur. Stýrimaðurinn starði furðu lostinn á þá. — Hvað eigið þið við? spurði hann. — Skipstjórinn er kominn aftur, endurtóku mennirnir. — Hvenær kom hann? Andlit stýrimannsins stirðnaði upp. — Hann er ekki kominn aftur. Hvað eruð þið að reyna að telja mér trú um? öskraði hann. Mennirnir sögðu frá þvi að þeir hefðu rétt áður séð skipstjórann ganga niður i káetuna sina. En annar stýrimaöur bar á móti þvi, að skipstjórinn eða fyrsti stýri- maður væru komnir aftur um borð i skipið. Til þess að fullvissa sig barði hann að dyrum á káetu skipstjórans. Ekkert svar. Stýri- maðurinn opnaði dyrnar og káet- an var mannlaus. Morguninn eftir voru stýrimað- ur og skipstjóri enn ókomnir og skipið varð að sigla til New York án þeirra. Eigendur Wilmington Star réðu nýjan skipstjóra og stýrimann. Marchmont skipstjóri og stýri- maður sáust aldrei framar i lif- anda lifi, en afturganga skip- stjórans var fastur gestur um borð i Wilmington Star, þegar skipið nálgaðist strandlengj- una milli Ocean City, Maryland og Cape Charles i Virginia. Aldrei hefur upplýstst hvað i rauninni kom fyrir mennina tvo, en marg- ar getgátur hafa veriö á lofti. Ein sagan segir, að irsk vændiskona hafi opnað hóruhús i grennd Chin- coteauge i kringum 1860. Sagt var, að hún ginnti sjómenn inn i hóruhús, rændi þá og myrti og feldi siðan likin. Margir vildu halda þvi fram, að þau hefðu orð- ið örlög Marchmont skipstjóra og Garratty fyrsta stýrimanns. ... köstuðust öll upp að strönd Florida...” 1 lok striðsins við Seminoleindi- ánana árið 1858 voru ekki eftir nema um það bil 150 þeirra i Flor- ida. Nú hefur tala þeirra tifaldazt og þeir hafa haldið sérkennum sinum og siðum. Lifsmáti þeirra hafði litiö sem ekkert breytzt i kringum 1950. Meöal þeirra geng- ur sága um sjóanda, sem einu sinni réði fyrir ströndum Florida. Það er athyglisvert að þessi sögn er ekki upprunnin meðal Allir þekkja og treysta reiknistokkum. Nú sendir á markaðinn nýjan smáreikni M-27. — .. Minnsti reiknir með auðveldum fingraáslætti. Framleiddur í Vestur-Þýzkalandi. Högg-og stuðfastur. Töluborð öruggt með gagnsæju loki. Allur undirstöðureikningur mögulegur. Stöðugt minni fyrir stuðul. Færanleg komma og sjálfvirk afrúnnun. Með 1 6-talna reiknihæfni. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 1 3271 86 VIKAN 49. TBL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.