Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.12.1973, Side 90

Vikan - 06.12.1973, Side 90
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR Löngum þá ég löngun fæ að láta fjúka bögur. Drukknuðu i sollnum sæ sumarkvöldin fögur. Eins og þegar á söltum sjá sjósótt kvelur rekka, ekkert ráð er annað þá en að jeta og drekka. Þegar hrafnar Óðins á öndu leita þina, vilja bit-a, berja, slá og bannsett nefin sýna. Varast, þeirra vanga geir verði þér að meini. Sólgnir eftir sækjast þeir sálar augasteini. Og þá vikjum við aö botnunum, Fyrriparturinn, sem birtur var i siðasta þætti, hljóðar svo: Vetrarnóttin nálgast bæ, nemur yztu gjögur. Eins og áður gerum við ekki upp á milli botnanna, en birtum fáein sýnishorn: Inn til fjalla og út við sæ enn þá gerast sögur. Sigurður Magnússon, ■ Hverfisgötu 14, Hf. Nú er foldin falin snæ. Freyðir kaldur lögur. Einar H. Guðjónsson Seyðisfirði. Niður i bláan sigur sæ sólin geislafögur. Leggsteg þá i leti og næ i ljóð og draugasögur. Leggst svo yfir lönd og sæ löng en undrafögur. Jóhann Jónsson, Hábæ, Garði. Kvaddi land og sigldi sæ Sumardisin fögur. Arnheiður Guðjónsdóttir, Seyðisfirði. Sólveig Guðjónsdóttir, Seyðisfiröi. Eygló horfin, svalt á sæ, samt má kveða bögur. Kólgubakkar krepju og snæ klina á landsins ögur. Norðurljósin sjást af sæ svifa björt og fögur. • Stefán Stefánsson, 'Skagaströnd. G.M. Seyðisfiröi Mltu fá þær heim tíl þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! Pyrstur meö fréttimar VISIR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.