Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.12.1973, Side 94

Vikan - 06.12.1973, Side 94
 MARSIPANKÚLUR Jól aóeins einu sinni á ári Það eru bara jól einu sinni á ári og liklega búa húsmæður sjálf'ar til sælgætið aðeins þá. Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir að ýmiss konar jólasælgæti: eldhús vikunnar UMSJON: DRÖFN H. FARESTVEIT HÚSMÆÐRAKENNARI Tjong 2 dl. rjómi 2 dl. sýróp 2 1/2 dl. sykur 2 msk. smjör Allt sett i þykkbotna pott og soðið upp og látiö sjóða án loks ica.45 minútur. Prófið siðan hvort nokkrir dropar af massanum stifna i köldu vatni. Þá á að vera hægt að brjóta prufuna i bita. Ef þetta er ekki hægt látið þá sjóða dálitið lengur. Þá er massanum heilt á oliusmurða bökunarplötu og berið oliu á hendurnar og hnoðið massann vel. Dragið hann út og þvi betur sem massinn er teygður út i loftið þvi ljósari og finni „Tjong” fæst. Að siðustu er rúlluð út lengja, og er hún siðan klippt i smábita og pakkað inn i sellófan. Geymið i vel iuktu iláti. Þetta verða ca. 100 stk. Súkkulaðikaramellur 4 msk. kakó 1 1/2 dl. sýróp j1 2 di. sykur 3 dl. rjómi 1 msk. smjör eða smjörliki Allt sett i pott með þykkum botni. Látið suðuna koma upp og hrærið i. Látið sjóða i ca. 45 minútur. Takið siðan prufu i köldu vatni, og eiga- þá nokkrir dropar af massanum að stifna. Hellið massanum siðan i litil pliseruð álform, eða i stórt form sem búa má til úr álpappir. Farið siðan með hnif i massann og mótið vel fyrir karamellunum með honum áður en hann stifnar alveg og skerið svo siðar alveg i sundur. Pakkið siðan inn i sellofan eða álpappir. IFYLLT MARSIPAN BRAUÐ Marsipankúlur eða Fyllt marsipan brauð Kaupið tilbúinn marsipanmassá eða búið til sjálfar úr: 200 gr. flórsykur 200 gr. malaðar möndlur 1-2 eggjahvitur Hnoðið fljótt saman og setjið eggjahvituna i smátt og smátt. Siðan má lita marsipanið með mismunandi lit og búa til kúlur. Þá má hnoða upp i marsipaninn söxuðum hnetum, söxuðum cocktailberjum, rauðum eða grænum. Mótið siðan i aflangar lengjur og setjið hjúpsúkkulaði utan um. Þá má að sjálfsögðu bragðbæta marsipanið með rommi eða konjaki eða öðru sterku. 98 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.